Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2024 19:27 Unnar Már Sigurbjörnsson stóð vaktina við lokunarpóst Reykjavíkurmegin Hellisheiðar í dag. Vísir/Rúnar Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina við Hellisheiðina frá því í gær, til að tryggja að ökumenn fari ekki inn á hana. Útlit er fyrir að hún verði lokuð til morguns. Björgunarsveitir voru kallaðar til aðstoðar fólki á Hellisheiði í gærkvöldi, á aðfangadagskvöld. Heiðin var lokuð en einhverjir höfðu reynt við hana, mögulega vegna misvísandi upplýsinga á skiltum. Nú hefur lokunarpóstum verið komið fyrir beggja vegna heiðarinnar. En hvernig er fyrir björgunarsveitarfólkið að standa vaktina á jóladag? „Þetta er bara eins og hina dagana. Við þurfum að vera hér og leiðbeina fólki og segja þeim hvernig staðan er, hvaða möguleikar eru í stöðunni hverju sinni,“ Unnar Már Sigurbjörnsson, meðlimur í hjálparsveit skáta í Reykjavík. Beina umferð annað Ólíklegt er að Hellisheiði og Þrengslin verði opnuð í dag, en umferð hefur meðal annars verið beint um Suðurstrandarveg. „Það er alltaf í boði að fara hann ef hann er opinn. Þannig að við bara beinum fólki þangað sem það getur farið.“ Unnar segir nokkra umferð hafa verið í hádeginu. „Og það ruddust svolítið margir bílar yfir heiðina. Hvers vegna veit ég ekki, það gæti hafa verið út af kortaforritum. Ég þekki ekki nánari deili á því en mín vakt hér hefur gengið mjög vel.“ Að æða upp á lokaða heiði er hættuspil Ekki hafi þurft að liðsinna fólki uppi á heiðinni síðan í gærkvöldi að sögn Unnars. Þrátt fyrir það varar hann við því að fólk reyni hana. „Að fara inn á lokaða heiði er hættuspil, alveg sama hvernig veðrið er hér. Veðrið hér getur verið ágætt, en snælduvitlaust uppi á heiði. Þessi litli vegarspotti hér á milli hefur mjög margt upp á að bjóða í vondu veðri.“ Og svo standa kollegar ykkar vaktina hinu megin heiðar? „Jú,jú. Manni í Þorlákshöfn og björgunarsveitin í Hveragerði standa hinu megin og passa upp á póstana sína þar.“ Flugferðum aflýst og nóg af útköllum Veðrið hefur haft áhrif víðar, en Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði hafa til að mynda verið lokaðar í dag. Björgunarsveitir víða á vestanverðu landinu hafa verið kallaðar út, í Borgarfirði, í Reykhólasveit og á Akranesi, þar sem bátur var við það að slitna frá bryggju. Að sama skapi var fjölda flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli aflýst, en appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til miðnættis, með éljagangi og vindhraða upp í 30 metra á sekúndu. Aðstæður þar hafa þó skánað og farið að undirbúa flugferðir að nýju. Fylgjast má með nýjustu veðurspám á vef Veðurstofunnar, og upplýsingar um færð á vegum má fá á Umferðin.is. Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Tengdar fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Vel tókst til að tryggja að þakið lyftist ekki af, en 10 manns komu að verkinu sem var lokið um hálf þrjú í dag. 25. desember 2024 16:34 Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig. 25. desember 2024 07:32 Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. 25. desember 2024 11:42 Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs. 25. desember 2024 16:57 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg á byrjunarreit“ Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar til aðstoðar fólki á Hellisheiði í gærkvöldi, á aðfangadagskvöld. Heiðin var lokuð en einhverjir höfðu reynt við hana, mögulega vegna misvísandi upplýsinga á skiltum. Nú hefur lokunarpóstum verið komið fyrir beggja vegna heiðarinnar. En hvernig er fyrir björgunarsveitarfólkið að standa vaktina á jóladag? „Þetta er bara eins og hina dagana. Við þurfum að vera hér og leiðbeina fólki og segja þeim hvernig staðan er, hvaða möguleikar eru í stöðunni hverju sinni,“ Unnar Már Sigurbjörnsson, meðlimur í hjálparsveit skáta í Reykjavík. Beina umferð annað Ólíklegt er að Hellisheiði og Þrengslin verði opnuð í dag, en umferð hefur meðal annars verið beint um Suðurstrandarveg. „Það er alltaf í boði að fara hann ef hann er opinn. Þannig að við bara beinum fólki þangað sem það getur farið.“ Unnar segir nokkra umferð hafa verið í hádeginu. „Og það ruddust svolítið margir bílar yfir heiðina. Hvers vegna veit ég ekki, það gæti hafa verið út af kortaforritum. Ég þekki ekki nánari deili á því en mín vakt hér hefur gengið mjög vel.“ Að æða upp á lokaða heiði er hættuspil Ekki hafi þurft að liðsinna fólki uppi á heiðinni síðan í gærkvöldi að sögn Unnars. Þrátt fyrir það varar hann við því að fólk reyni hana. „Að fara inn á lokaða heiði er hættuspil, alveg sama hvernig veðrið er hér. Veðrið hér getur verið ágætt, en snælduvitlaust uppi á heiði. Þessi litli vegarspotti hér á milli hefur mjög margt upp á að bjóða í vondu veðri.“ Og svo standa kollegar ykkar vaktina hinu megin heiðar? „Jú,jú. Manni í Þorlákshöfn og björgunarsveitin í Hveragerði standa hinu megin og passa upp á póstana sína þar.“ Flugferðum aflýst og nóg af útköllum Veðrið hefur haft áhrif víðar, en Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði hafa til að mynda verið lokaðar í dag. Björgunarsveitir víða á vestanverðu landinu hafa verið kallaðar út, í Borgarfirði, í Reykhólasveit og á Akranesi, þar sem bátur var við það að slitna frá bryggju. Að sama skapi var fjölda flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli aflýst, en appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til miðnættis, með éljagangi og vindhraða upp í 30 metra á sekúndu. Aðstæður þar hafa þó skánað og farið að undirbúa flugferðir að nýju. Fylgjast má með nýjustu veðurspám á vef Veðurstofunnar, og upplýsingar um færð á vegum má fá á Umferðin.is.
Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Tengdar fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Vel tókst til að tryggja að þakið lyftist ekki af, en 10 manns komu að verkinu sem var lokið um hálf þrjú í dag. 25. desember 2024 16:34 Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig. 25. desember 2024 07:32 Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. 25. desember 2024 11:42 Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs. 25. desember 2024 16:57 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg á byrjunarreit“ Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Sjá meira
Þak fauk nánast af hlöðu Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Vel tókst til að tryggja að þakið lyftist ekki af, en 10 manns komu að verkinu sem var lokið um hálf þrjú í dag. 25. desember 2024 16:34
Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig. 25. desember 2024 07:32
Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. 25. desember 2024 11:42
Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs. 25. desember 2024 16:57