Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2024 21:44 Fico og Pútín funduðu sunnudaginn 22. desember í Moskvu. ap Robert Fico forsætisráðherra Slóvakíu bauðst til þess að hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu á fundi hans með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á sunnudag. Þetta tilkynnti Pútín í dag. Fundurinn bar nokkuð óvænt að en kemur til þar sem Úkraínumenn hafa neitað að leyfa Slóvökum að flytja rússneskt gas í gegnum leiðslur sem liggja þvert yfir Úkraínu. Samningar Úkraínumanna við rússneska gasrisann Gazprom renna út eftir áramót og er ólíklegt að Úkraína muni endurnýja þá samninga. Fico reyndi án árangurs að sannfæra Selenskí Úkraínuforseta um að leyfa flutningana á leiðtogafundi í síðustu viku. Fico hélt til Moskvu ásamt Viktori Orban forseta Ungverjalands, en þeir tveir eru einu þjóðarleiðtogar innan Evrópu sem hafa haldið samskiptum við Rússa frá því að stríð hófst fyrir tveimur árum með innrás þeirra í Úkraínu. Fundurinn í Moskvu er leið Fico til að greiða fyrir flutningi á rússnesku gasi til Slóvakíu. Fico tók ákvörðun um að hætta hernaðarframlögum til Úkraínu skömmu eftir að hann náði kjöri á síðasta ári. Pútín kveðst ekki mótfallinn mögulegum friðarviðræðum sem virðast hafa komið til tals á fundi hans og slóvakíska forsetans. „Hvers vegna ekki?,“ er haft eftir Pútín. „Í ljósi hlutlausu stöðunnar sem Slóvakía tekur.“ Pútín hefur á sama tíma hvergi hvikað frá þeiri skoðun sinin að Rússar muni ná öllum markmiðum í Úkraínu. Í gær héldu þeir árásum sínum áfram þar í landi með fjölda loftárása á orkuinnviði. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Tengdar fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Þetta tilkynnti Pútín í dag. Fundurinn bar nokkuð óvænt að en kemur til þar sem Úkraínumenn hafa neitað að leyfa Slóvökum að flytja rússneskt gas í gegnum leiðslur sem liggja þvert yfir Úkraínu. Samningar Úkraínumanna við rússneska gasrisann Gazprom renna út eftir áramót og er ólíklegt að Úkraína muni endurnýja þá samninga. Fico reyndi án árangurs að sannfæra Selenskí Úkraínuforseta um að leyfa flutningana á leiðtogafundi í síðustu viku. Fico hélt til Moskvu ásamt Viktori Orban forseta Ungverjalands, en þeir tveir eru einu þjóðarleiðtogar innan Evrópu sem hafa haldið samskiptum við Rússa frá því að stríð hófst fyrir tveimur árum með innrás þeirra í Úkraínu. Fundurinn í Moskvu er leið Fico til að greiða fyrir flutningi á rússnesku gasi til Slóvakíu. Fico tók ákvörðun um að hætta hernaðarframlögum til Úkraínu skömmu eftir að hann náði kjöri á síðasta ári. Pútín kveðst ekki mótfallinn mögulegum friðarviðræðum sem virðast hafa komið til tals á fundi hans og slóvakíska forsetans. „Hvers vegna ekki?,“ er haft eftir Pútín. „Í ljósi hlutlausu stöðunnar sem Slóvakía tekur.“ Pútín hefur á sama tíma hvergi hvikað frá þeiri skoðun sinin að Rússar muni ná öllum markmiðum í Úkraínu. Í gær héldu þeir árásum sínum áfram þar í landi með fjölda loftárása á orkuinnviði.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Tengdar fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19