Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2024 12:07 Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Nýju vínbúðarinnar, sem lögregla hafði afskipti af í gær. Vísir/vilhelm Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. Greint var frá því í gær, á öðrum degi jóla, að lögregla hefði haft afskipti af nokkrum netverslunum með áfengi og látið loka fyrir afgreiðslu. Þetta var gert á grundvelli áfengislaga og reglugerða sem kveða á um að áfengisútsölustaðir skuli meðal annars vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og á öðrum í jólum í gær. Nýja vínbúðin er ein netverslananna sem lögregla hafði afskipti af. Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, eiganda Nýju vínbúðarinnar. „Þeir komu þarna óforvarandis, lögreglan, og vildu stöðva afhendingu á áfengi sem keypt hafði verið gegnum netsölu, því var harðlega mótmælt,“ segir Sveinn Andri. Fólk aðeins að sækja vöru Sveinn Andri segir kjarna málsins þann að Nýja vínbúðin sé erlend netverslun, þar sem fólk geti keypt áfengi. Eins og hjá öðrum netverslunum geti fólk svo mætt á tiltekinn afhendingarstað og náð í áfengið, eins og hefðbundnari varning í póstbox. „Ágreiningur við lögreglu snerist um það að við bentum á að þarna væri ekki verið að selja áfengi á jólafrídegi heldur væri fólk þarna að koma og sækja vöru sem það hefði keypt í erlendri netverslun, á sömu frídögum og verslanir almennt. Um þetta snerist þetta og mér sýnist lögregla hafa einhvern veginn hrökklast frá.“ Ágreiningur hefur verið um lögmæti netsölu áfengis almennt. Sveinn Andri segir ljóst að skýra þurfi lagaramann. Nýja vínbúðin muni halda sinni starfsemi til streitu yfir hátíðarnar næstu daga. „Þetta er mjög skýrt. Ef löggjafinn vill banna svona netsölu þá verður löggjafinn að setja um það lagaákvæði en ekki leggja það á hendur lögreglu að fylgja eftir mjög óskýrum lagaheimildum fyrir slíku banni.“ Netverslun með áfengi Lögreglumál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Greint var frá því í gær, á öðrum degi jóla, að lögregla hefði haft afskipti af nokkrum netverslunum með áfengi og látið loka fyrir afgreiðslu. Þetta var gert á grundvelli áfengislaga og reglugerða sem kveða á um að áfengisútsölustaðir skuli meðal annars vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og á öðrum í jólum í gær. Nýja vínbúðin er ein netverslananna sem lögregla hafði afskipti af. Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, eiganda Nýju vínbúðarinnar. „Þeir komu þarna óforvarandis, lögreglan, og vildu stöðva afhendingu á áfengi sem keypt hafði verið gegnum netsölu, því var harðlega mótmælt,“ segir Sveinn Andri. Fólk aðeins að sækja vöru Sveinn Andri segir kjarna málsins þann að Nýja vínbúðin sé erlend netverslun, þar sem fólk geti keypt áfengi. Eins og hjá öðrum netverslunum geti fólk svo mætt á tiltekinn afhendingarstað og náð í áfengið, eins og hefðbundnari varning í póstbox. „Ágreiningur við lögreglu snerist um það að við bentum á að þarna væri ekki verið að selja áfengi á jólafrídegi heldur væri fólk þarna að koma og sækja vöru sem það hefði keypt í erlendri netverslun, á sömu frídögum og verslanir almennt. Um þetta snerist þetta og mér sýnist lögregla hafa einhvern veginn hrökklast frá.“ Ágreiningur hefur verið um lögmæti netsölu áfengis almennt. Sveinn Andri segir ljóst að skýra þurfi lagaramann. Nýja vínbúðin muni halda sinni starfsemi til streitu yfir hátíðarnar næstu daga. „Þetta er mjög skýrt. Ef löggjafinn vill banna svona netsölu þá verður löggjafinn að setja um það lagaákvæði en ekki leggja það á hendur lögreglu að fylgja eftir mjög óskýrum lagaheimildum fyrir slíku banni.“
Netverslun með áfengi Lögreglumál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59