Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. desember 2024 12:15 Brynhildur Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill benda neytendum á að þeir eigi mun ríkari og rýmri skilarétt ef vörurnar sem þeir vilja skila hafa verið keyptar á netinu fremur en í hefðbundnum verslunum. Neytandi á að geta skilað vöru sem keypt er á netinu fjórtán dögum eftir að hann fær hana í hendur. Í dag er fyrsti formlegi opnunardagur verslana eftir hinar hefðbundu lokanir yfir jólahátíðina en viðbúið er að fjöldi fólks streymi í verslanir og verslunarmiðstöðvar í dag til að skipta þeim gjöfum sem ekki henta af einhverjum ástæðum. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hvetur fólk til þess að vera ekkert að draga það á langinn að skila vörum. „Vandamálið er oft ef það er byrjuð útsala, þær geta byrjað fljótlega eftir áramót. Sú viðtekna venja hefur skapast að neytandi á rétt á að fá fullt verð fyrir inneignanótuna en að sama skapi þá getur seljandi sagt, þú færð notað hana eftir að útsalan er búin.“ Brynhildur segir að Neytendasamtökin vilji fá vita af því ef seljendur neita að taka við gjafabréfum þegar neytendur versla á komandi janúarútsölu. Inneignarnóta og gjafabréf sé alls ekki það sama. „Eins ættu gjafabréf að gilda í fjögur ár, það er eðlilegt, það er almennur fyrningarfrestur á kröfum þannig að ef að gjafabréf eru með mjög stuttan gildistíma þá gerum við líka athugasemdir við það.“ Nú á tímum er verslun mikið farin að færast yfir á netið og því viðbúið að margir landsmenn hafi fengið gjafir sem keyptar hafa verið á netinu. „Þegar vara er keypt á netinu þá er mun ríkari skilaréttur og þá getur neytandi skilað vöru 14 dögum eftir að hann fær hann í hendur eða látið vita að hann ætli að skila vörunni og koma henni svo til seljanda og þarf ekkert að gefa neinar skýringar á því.“ Það sama gildi um útsöluvörur á netinu. „Seljendur, margir hverjir, halda að ef vara er á útsölu þá sé ekki hægt að skila henni en ef þeir eru að selja útsöluvörur á netinu þá gildir þessi skilaréttur.“ Neytendur Verslun Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Í dag er fyrsti formlegi opnunardagur verslana eftir hinar hefðbundu lokanir yfir jólahátíðina en viðbúið er að fjöldi fólks streymi í verslanir og verslunarmiðstöðvar í dag til að skipta þeim gjöfum sem ekki henta af einhverjum ástæðum. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hvetur fólk til þess að vera ekkert að draga það á langinn að skila vörum. „Vandamálið er oft ef það er byrjuð útsala, þær geta byrjað fljótlega eftir áramót. Sú viðtekna venja hefur skapast að neytandi á rétt á að fá fullt verð fyrir inneignanótuna en að sama skapi þá getur seljandi sagt, þú færð notað hana eftir að útsalan er búin.“ Brynhildur segir að Neytendasamtökin vilji fá vita af því ef seljendur neita að taka við gjafabréfum þegar neytendur versla á komandi janúarútsölu. Inneignarnóta og gjafabréf sé alls ekki það sama. „Eins ættu gjafabréf að gilda í fjögur ár, það er eðlilegt, það er almennur fyrningarfrestur á kröfum þannig að ef að gjafabréf eru með mjög stuttan gildistíma þá gerum við líka athugasemdir við það.“ Nú á tímum er verslun mikið farin að færast yfir á netið og því viðbúið að margir landsmenn hafi fengið gjafir sem keyptar hafa verið á netinu. „Þegar vara er keypt á netinu þá er mun ríkari skilaréttur og þá getur neytandi skilað vöru 14 dögum eftir að hann fær hann í hendur eða látið vita að hann ætli að skila vörunni og koma henni svo til seljanda og þarf ekkert að gefa neinar skýringar á því.“ Það sama gildi um útsöluvörur á netinu. „Seljendur, margir hverjir, halda að ef vara er á útsölu þá sé ekki hægt að skila henni en ef þeir eru að selja útsöluvörur á netinu þá gildir þessi skilaréttur.“
Neytendur Verslun Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum