Séra Þór Hauksson sóknarprestur við Árbæjarkirkju segir að kirkjan hafi verið opin milli fimm og átta. Þá hafi fólk getað komið, tendrað á ljósi og rætt við presta og djákna.
„Það komu þarna um 30 manns. Fólk var harmi slegið, það er alveg óhætt að segja það, en þakklátt fyrir að kirkjan skuli hafa opnað,“ segir Þór.
Á sunnudaginn klukkan 11 verður haldin bænastund í kirkjunni, þar sem fólki gefst tækifæri á að tendra ljós til minningar um drenginn og eiga hljóða stund í kirkjunni.
„Við höfum sérstaka stund á sunnudaginn þar sem fólk getur komið, foreldrar með börnunum, tendrað ljós og svona,“ segir Þór Hauksson.