Flugeldasala Landsbjargar hafin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. desember 2024 12:00 Flugeldasala í Lágmúla. vísir/vilhelm Flugeldasala björgunarsveita Landsbjargar hófst á hundrað stöðum í morgun. Lítil breyting er í sölutölum milli ára. „Þetta er mjög áþekkt og undanfarin ár. Við erum með um hundrað sölustaði um allt land og nánast allar sveitir sem taka þátt í því enda ein af þeirra mikilvægustu fjáröflunum,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það er ljóst að þetta er lykilfjármögnun ásamt sölu á neyðarkalli og bakvörðum fyrir sveitir félagsins. Þetta er það sem stendur undir rekstrinum. Þetta stendur undir því að við getum verið með 93 björgunarsveitir hringinn í kringum landið tilbúnar þegar kallið kemur því það kostar að vera tilbúinn. Útkallið sjálft er ekki dýrt en það er dýrt að vera tilbúinn.“ Tertupakkinn vinsæll Hann merkir ekki mikla breytingu í sölutölum milli ára. „Landsmenn hafa verið viljugir að koma og styrkja sveitirnar með kaupum á flugeldum og kveðja gamla árið með flugeldasýningu. Samsetningin á því sem fólk kaupir hefur breyst og það er kannski bara eðlilegt. Við höfum mætt því með því að setja saman dálítið fjölbreyttari pakka en verið hefur, til dæmis núna tertupakkann sem hefur verið í svolítinn tíma. Hann er mjög vinsæll.“ Lítið um verðhækkanir Hvernig er með verðið á þessu, hafa verið miklar hækkanir í ljósi þess að nú hefur margt hækkað í verði? „Það hefur margt hækkað en ekki flugeldar. Við höfum reynt að stilla því mjög í hóf. Við neyddumst til að taka inn smávægilega hækkun og það var meira vegna hækkunar á flutningskostnaði frá Asíu. Að meðaltali er þetta rétt um fjögur prósent sem vörurnar eru að hækka.“ Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Verðlag Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Þetta er mjög áþekkt og undanfarin ár. Við erum með um hundrað sölustaði um allt land og nánast allar sveitir sem taka þátt í því enda ein af þeirra mikilvægustu fjáröflunum,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það er ljóst að þetta er lykilfjármögnun ásamt sölu á neyðarkalli og bakvörðum fyrir sveitir félagsins. Þetta er það sem stendur undir rekstrinum. Þetta stendur undir því að við getum verið með 93 björgunarsveitir hringinn í kringum landið tilbúnar þegar kallið kemur því það kostar að vera tilbúinn. Útkallið sjálft er ekki dýrt en það er dýrt að vera tilbúinn.“ Tertupakkinn vinsæll Hann merkir ekki mikla breytingu í sölutölum milli ára. „Landsmenn hafa verið viljugir að koma og styrkja sveitirnar með kaupum á flugeldum og kveðja gamla árið með flugeldasýningu. Samsetningin á því sem fólk kaupir hefur breyst og það er kannski bara eðlilegt. Við höfum mætt því með því að setja saman dálítið fjölbreyttari pakka en verið hefur, til dæmis núna tertupakkann sem hefur verið í svolítinn tíma. Hann er mjög vinsæll.“ Lítið um verðhækkanir Hvernig er með verðið á þessu, hafa verið miklar hækkanir í ljósi þess að nú hefur margt hækkað í verði? „Það hefur margt hækkað en ekki flugeldar. Við höfum reynt að stilla því mjög í hóf. Við neyddumst til að taka inn smávægilega hækkun og það var meira vegna hækkunar á flutningskostnaði frá Asíu. Að meðaltali er þetta rétt um fjögur prósent sem vörurnar eru að hækka.“
Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Verðlag Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira