Sport

Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gf1zCjsWYAAlVdN

Hnefaleikakappinn Paul Bamba frá Púertó Ríkó er látinn, sex dögum eftir að hafa orðið meistari í sínum þyngdarflokki.

Þann 21. desember vann Bamba WBA Gold titilinn í sínum þyngdarflokki (cruiserweight) eftir að hafa sigrað Rogelio Medina frá Mexíkó í New Jersey.

Í gær, sex dögum eftir bardagann, var greint frá því að Bamba væri látinn. Dánarorsök er ókunn. Hann var 35 ára þegar hann lést.

Bamba vann alla fjórtán bardaga sína á þessu ári með rothöggi. Hann vann alls nítján af 22 bardögum sínum, þar af átján með rothöggi.

Bamba var í bandaríska hernum áður en glímdi við áfallastreituröskun eftir að hafa verið í Írak. Hann var nálægt því að verða heimilislaus en komst á beinu brautina eftir að hann byrjaði að boxa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×