Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. desember 2024 15:10 Dóra var í 74 ára gömlum kjól frá ömmu sinni en Bára í sérsaumaðri dragt frá Sif Benedicta. Brúðarvendirnir voru frá Blómstru en hringarnir Aurum. Íris Dögg Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, giftist Báru Guðmundsdóttur, meistaranema í klínískri sálfræði, við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í gær. Bára og Dóra gerðu sig til á Parliament-hóteli og gátu þannig fylgst með gestunum ganga inn í Dómkirkjuna. Starfsfólk Parliament stjanaði við stelpurnar fyrir og eftir brúðkaupið. Þær gátu síðan fylgst með gestunum streyma að.Íris Dögg Dóra var í 74 ára gömlum kjól sem amma hennar hafði gift sig í 1950 og Bára í sérsaumaðri dragt frá Sif Benedicta. Stelpurnar voru sannarlega stórglæsilegar. Litlu systur Báru voru hringaberar en brúðkaupshringarnir voru frá Aurum og brúðkaupsskartið frá Lovísu. Hjónin létu áletra „Þín Bára“ og „Þín Dóra“ inn í hringana. Hjónin létu mynda sig í ljósagöngunum á Austurvelli eftir giftinguna áður en haldið var í Gamla bíó að fagna ástinni.Íris Dögg Stelpurnar voru stórglæsilegar í brúðarmyndatökunni.Íris Dögg Guðrún Karls Helgadóttir, biskup Íslands, gifti hjónin áður en hún hefur verið ötull stuðningsmaður hinsegin samfélagsins sem skiptir hjónin miklu máli. View this post on Instagram A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) GDRN og Magnús Jóhann og Stebbi Hilmars sungu undurfagurt í kirkjunni og svo tók Kristján Pálsson, afi Báru, lagið „Ég fann þig“ ásamt félögum sínum úr Karlakór Kópavogs. Samkvæmt heimildarmönnum fréttastofu var ekki þurrt auga í kirkjunni eftir flutninginn. Brúðkaupsgestir tóku vel á móti nýgiftum hjónunum með stjörnuljósaskara. Stjörnuljósadýrðin var ótrúlega flott að sjá. Eftir giftinguna var haldið í veislu í Gamla bíó og á Petersen-svítunni. Emmsjé Gauti, Sigga Beinteins og Margrét Rán úr Vök skemmtu þar gestum á meðan DJ Gugga þeytti skífum. Meðal gesta voru lögfræðingurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dansarinn Stella Rósenkranz, áhrifavaldurinn Birgitta Líf, Tara Sif Birgisdóttir dansari og fasteignasali, Lífsblaðamennirnir Svava Marín og Oddur Ævar og margir fleiri. Emmsjé Gauti skemmti gestum í Gamla bíó. Hjónin vönguðu undir fögrum söng Gauta Þeys, stigu nokkur spor og kysstust. Villi Vill lét sig auðvitað ekki vanta. Tímamót Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Bára og Dóra gerðu sig til á Parliament-hóteli og gátu þannig fylgst með gestunum ganga inn í Dómkirkjuna. Starfsfólk Parliament stjanaði við stelpurnar fyrir og eftir brúðkaupið. Þær gátu síðan fylgst með gestunum streyma að.Íris Dögg Dóra var í 74 ára gömlum kjól sem amma hennar hafði gift sig í 1950 og Bára í sérsaumaðri dragt frá Sif Benedicta. Stelpurnar voru sannarlega stórglæsilegar. Litlu systur Báru voru hringaberar en brúðkaupshringarnir voru frá Aurum og brúðkaupsskartið frá Lovísu. Hjónin létu áletra „Þín Bára“ og „Þín Dóra“ inn í hringana. Hjónin létu mynda sig í ljósagöngunum á Austurvelli eftir giftinguna áður en haldið var í Gamla bíó að fagna ástinni.Íris Dögg Stelpurnar voru stórglæsilegar í brúðarmyndatökunni.Íris Dögg Guðrún Karls Helgadóttir, biskup Íslands, gifti hjónin áður en hún hefur verið ötull stuðningsmaður hinsegin samfélagsins sem skiptir hjónin miklu máli. View this post on Instagram A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) GDRN og Magnús Jóhann og Stebbi Hilmars sungu undurfagurt í kirkjunni og svo tók Kristján Pálsson, afi Báru, lagið „Ég fann þig“ ásamt félögum sínum úr Karlakór Kópavogs. Samkvæmt heimildarmönnum fréttastofu var ekki þurrt auga í kirkjunni eftir flutninginn. Brúðkaupsgestir tóku vel á móti nýgiftum hjónunum með stjörnuljósaskara. Stjörnuljósadýrðin var ótrúlega flott að sjá. Eftir giftinguna var haldið í veislu í Gamla bíó og á Petersen-svítunni. Emmsjé Gauti, Sigga Beinteins og Margrét Rán úr Vök skemmtu þar gestum á meðan DJ Gugga þeytti skífum. Meðal gesta voru lögfræðingurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dansarinn Stella Rósenkranz, áhrifavaldurinn Birgitta Líf, Tara Sif Birgisdóttir dansari og fasteignasali, Lífsblaðamennirnir Svava Marín og Oddur Ævar og margir fleiri. Emmsjé Gauti skemmti gestum í Gamla bíó. Hjónin vönguðu undir fögrum söng Gauta Þeys, stigu nokkur spor og kysstust. Villi Vill lét sig auðvitað ekki vanta.
Tímamót Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira