Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. desember 2024 19:01 Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. „Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður þeirra flokksmanna sem lengst eiga að sækja landsfund, hefur viðrað þá hugmynd að fresta fundi um einhverjar vikur með þeirri eðlilegu röksemd sem varðar veður og færð á nýhafinni Góu. Við vitum að þá getur verið allra veðra von,“ skrifar Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Tillagan hefur vakið harðar umræður innan flokksins, síðast í dag sagðist Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fundinum. Í færslunni segir Jón marga reikna með formannskosningu og geta að hans sögn varla haldið í sér af spenningi. Komi til þess að valin verði ný forysta í flokknum sé fundurinn mikilvægari en ella. „Það er þess vegna enn frekari ástæða til að taka um þessa tillögu málefnalega umræðu því ekki viljum við halda slíkan fund í skugga þess að aðeins þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu og næst því komist á fundinn,“ skrifar Jón. Mikilvægt sé að fólk af landsbyggðinni komist klakklaust á fundinn. „Mér sýnast gagnrýnendur þess að fresta fundinum eingöngu koma af höfuðborgarsvæðinu og ég biðla til þess fólks að sleppa stóru orðunum gagnvart tillögu sem er mjög eðlileg, sérstaklega komandi úr þessari átt,“ skrifar Jón. Þá sjái hann ekki hvaða máli skipti að fresta fundinum um einhverjar vikur. „Það sem við Sjálfstæðismenn þurfum á að halda núna er að snúa bökum saman og koma samstillt í öfluga stjórnarandstöðu. Af nægu er að taka þar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
„Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður þeirra flokksmanna sem lengst eiga að sækja landsfund, hefur viðrað þá hugmynd að fresta fundi um einhverjar vikur með þeirri eðlilegu röksemd sem varðar veður og færð á nýhafinni Góu. Við vitum að þá getur verið allra veðra von,“ skrifar Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Tillagan hefur vakið harðar umræður innan flokksins, síðast í dag sagðist Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fundinum. Í færslunni segir Jón marga reikna með formannskosningu og geta að hans sögn varla haldið í sér af spenningi. Komi til þess að valin verði ný forysta í flokknum sé fundurinn mikilvægari en ella. „Það er þess vegna enn frekari ástæða til að taka um þessa tillögu málefnalega umræðu því ekki viljum við halda slíkan fund í skugga þess að aðeins þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu og næst því komist á fundinn,“ skrifar Jón. Mikilvægt sé að fólk af landsbyggðinni komist klakklaust á fundinn. „Mér sýnast gagnrýnendur þess að fresta fundinum eingöngu koma af höfuðborgarsvæðinu og ég biðla til þess fólks að sleppa stóru orðunum gagnvart tillögu sem er mjög eðlileg, sérstaklega komandi úr þessari átt,“ skrifar Jón. Þá sjái hann ekki hvaða máli skipti að fresta fundinum um einhverjar vikur. „Það sem við Sjálfstæðismenn þurfum á að halda núna er að snúa bökum saman og koma samstillt í öfluga stjórnarandstöðu. Af nægu er að taka þar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55
„Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34