Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 11:01 Hækkandi raforkuverð kemur sér illa fyrir alla. Raforkuverð ræðst almennt af framboði og eftirspurn; sé framboð minna en eftirspurn, hækkar verðið. Íslendingar hafa búið við lágt raforkuverð fram að þessu og er það ekki hvað síst að þakka traustum langtíma samningum við stórnotendur eins og álverin, en þeir samningar lögðu einnig grunninn að raforkuöryggi þjóðarinnar. Innviðir þjóðarinnar hafa stækkað, fólki hefur fjölgað og atvinnuvegir vaxið. Slíkur vöxtur krefst meiri raforku. Til viðbótar höfum við skuldbundið okkur til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orkugjafa. Á meðan orkuþörfin hefur aukist, hefur lítið sem ekkert verið gert í raforkuuppbyggingu í landinu. Tíu ára stöðnun er að koma í bakið á þjóðinni, bæði almenningi og fyrirtækjum í landinu; stórum sem smáum. Álverin hafa ítrekað tekið á sig skerðingar raforku til að skýla almenningi fyrir áhrifum af hinum ýmsu atburðum í raforkukerfinu. Skerðingar til stórnotenda eru varnagli raforkufyrirtækja og hluti af langtímasamningum. Hins vegar eiga þær einungis við í ákveðnum aðstæðum og verða alltaf til þess að álverin fá minni raforku afhenta en gert er ráð fyrir. Þar með lækkar afkoma álveranna; en bæði fjárfestingar, kaup á innlendri vöru og þjónustu sem og skattgreiðslur lækka. Orkuverð er grunnþáttur í flestri atvinnustarfsemi, þar sem hækkandi orkuverð leiðir til minni framlegðar. Verri afkoma atvinnulífsins hefur bein áhrif á rekstur hins opinbera og afkomu heimilanna í landinu; það er jú atvinnulífið sem skapar verðmætin í samfélaginu. Því miður er staðan sú að það tekur tíma að reisa ný raforkuver þótt viljinn sé vonandi fyrir hendi hjá þeim sem nú hafa tekið við stjórnartaumunum. Til að tryggja hagvöxt og velsæld þurfum við næga orku. Hana þurfum við að útvega án þess að skerða orku til þeirra mikilvægu innviða atvinnulífsins sem halda uppi lífsgæðum í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hækkandi raforkuverð kemur sér illa fyrir alla. Raforkuverð ræðst almennt af framboði og eftirspurn; sé framboð minna en eftirspurn, hækkar verðið. Íslendingar hafa búið við lágt raforkuverð fram að þessu og er það ekki hvað síst að þakka traustum langtíma samningum við stórnotendur eins og álverin, en þeir samningar lögðu einnig grunninn að raforkuöryggi þjóðarinnar. Innviðir þjóðarinnar hafa stækkað, fólki hefur fjölgað og atvinnuvegir vaxið. Slíkur vöxtur krefst meiri raforku. Til viðbótar höfum við skuldbundið okkur til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orkugjafa. Á meðan orkuþörfin hefur aukist, hefur lítið sem ekkert verið gert í raforkuuppbyggingu í landinu. Tíu ára stöðnun er að koma í bakið á þjóðinni, bæði almenningi og fyrirtækjum í landinu; stórum sem smáum. Álverin hafa ítrekað tekið á sig skerðingar raforku til að skýla almenningi fyrir áhrifum af hinum ýmsu atburðum í raforkukerfinu. Skerðingar til stórnotenda eru varnagli raforkufyrirtækja og hluti af langtímasamningum. Hins vegar eiga þær einungis við í ákveðnum aðstæðum og verða alltaf til þess að álverin fá minni raforku afhenta en gert er ráð fyrir. Þar með lækkar afkoma álveranna; en bæði fjárfestingar, kaup á innlendri vöru og þjónustu sem og skattgreiðslur lækka. Orkuverð er grunnþáttur í flestri atvinnustarfsemi, þar sem hækkandi orkuverð leiðir til minni framlegðar. Verri afkoma atvinnulífsins hefur bein áhrif á rekstur hins opinbera og afkomu heimilanna í landinu; það er jú atvinnulífið sem skapar verðmætin í samfélaginu. Því miður er staðan sú að það tekur tíma að reisa ný raforkuver þótt viljinn sé vonandi fyrir hendi hjá þeim sem nú hafa tekið við stjórnartaumunum. Til að tryggja hagvöxt og velsæld þurfum við næga orku. Hana þurfum við að útvega án þess að skerða orku til þeirra mikilvægu innviða atvinnulífsins sem halda uppi lífsgæðum í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samál
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar