Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 11:01 Hækkandi raforkuverð kemur sér illa fyrir alla. Raforkuverð ræðst almennt af framboði og eftirspurn; sé framboð minna en eftirspurn, hækkar verðið. Íslendingar hafa búið við lágt raforkuverð fram að þessu og er það ekki hvað síst að þakka traustum langtíma samningum við stórnotendur eins og álverin, en þeir samningar lögðu einnig grunninn að raforkuöryggi þjóðarinnar. Innviðir þjóðarinnar hafa stækkað, fólki hefur fjölgað og atvinnuvegir vaxið. Slíkur vöxtur krefst meiri raforku. Til viðbótar höfum við skuldbundið okkur til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orkugjafa. Á meðan orkuþörfin hefur aukist, hefur lítið sem ekkert verið gert í raforkuuppbyggingu í landinu. Tíu ára stöðnun er að koma í bakið á þjóðinni, bæði almenningi og fyrirtækjum í landinu; stórum sem smáum. Álverin hafa ítrekað tekið á sig skerðingar raforku til að skýla almenningi fyrir áhrifum af hinum ýmsu atburðum í raforkukerfinu. Skerðingar til stórnotenda eru varnagli raforkufyrirtækja og hluti af langtímasamningum. Hins vegar eiga þær einungis við í ákveðnum aðstæðum og verða alltaf til þess að álverin fá minni raforku afhenta en gert er ráð fyrir. Þar með lækkar afkoma álveranna; en bæði fjárfestingar, kaup á innlendri vöru og þjónustu sem og skattgreiðslur lækka. Orkuverð er grunnþáttur í flestri atvinnustarfsemi, þar sem hækkandi orkuverð leiðir til minni framlegðar. Verri afkoma atvinnulífsins hefur bein áhrif á rekstur hins opinbera og afkomu heimilanna í landinu; það er jú atvinnulífið sem skapar verðmætin í samfélaginu. Því miður er staðan sú að það tekur tíma að reisa ný raforkuver þótt viljinn sé vonandi fyrir hendi hjá þeim sem nú hafa tekið við stjórnartaumunum. Til að tryggja hagvöxt og velsæld þurfum við næga orku. Hana þurfum við að útvega án þess að skerða orku til þeirra mikilvægu innviða atvinnulífsins sem halda uppi lífsgæðum í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Hækkandi raforkuverð kemur sér illa fyrir alla. Raforkuverð ræðst almennt af framboði og eftirspurn; sé framboð minna en eftirspurn, hækkar verðið. Íslendingar hafa búið við lágt raforkuverð fram að þessu og er það ekki hvað síst að þakka traustum langtíma samningum við stórnotendur eins og álverin, en þeir samningar lögðu einnig grunninn að raforkuöryggi þjóðarinnar. Innviðir þjóðarinnar hafa stækkað, fólki hefur fjölgað og atvinnuvegir vaxið. Slíkur vöxtur krefst meiri raforku. Til viðbótar höfum við skuldbundið okkur til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orkugjafa. Á meðan orkuþörfin hefur aukist, hefur lítið sem ekkert verið gert í raforkuuppbyggingu í landinu. Tíu ára stöðnun er að koma í bakið á þjóðinni, bæði almenningi og fyrirtækjum í landinu; stórum sem smáum. Álverin hafa ítrekað tekið á sig skerðingar raforku til að skýla almenningi fyrir áhrifum af hinum ýmsu atburðum í raforkukerfinu. Skerðingar til stórnotenda eru varnagli raforkufyrirtækja og hluti af langtímasamningum. Hins vegar eiga þær einungis við í ákveðnum aðstæðum og verða alltaf til þess að álverin fá minni raforku afhenta en gert er ráð fyrir. Þar með lækkar afkoma álveranna; en bæði fjárfestingar, kaup á innlendri vöru og þjónustu sem og skattgreiðslur lækka. Orkuverð er grunnþáttur í flestri atvinnustarfsemi, þar sem hækkandi orkuverð leiðir til minni framlegðar. Verri afkoma atvinnulífsins hefur bein áhrif á rekstur hins opinbera og afkomu heimilanna í landinu; það er jú atvinnulífið sem skapar verðmætin í samfélaginu. Því miður er staðan sú að það tekur tíma að reisa ný raforkuver þótt viljinn sé vonandi fyrir hendi hjá þeim sem nú hafa tekið við stjórnartaumunum. Til að tryggja hagvöxt og velsæld þurfum við næga orku. Hana þurfum við að útvega án þess að skerða orku til þeirra mikilvægu innviða atvinnulífsins sem halda uppi lífsgæðum í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samál
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun