Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. desember 2024 12:21 Fasteignamarkaðurinn á fyrri hluta ársins var gjörólíkur markaðnum á seinni hluta ársins, segir Páll Pálsson, fasteignasali. Vísir/Vilhelm Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. Páll Pálsson, fasteignasali, segir fasteignamarkaðinn í ár hafa skipst í tvo gjörólíka markaði; fyrstu sex mánuði ársins og seinni. Á fyrri helmingnum seldust nærri helmingi fleiri fasteignir en árið áður. „Það er náttúrulega út af hamförunum í Grindavík sem byrjuðu í nóvember í fyrra sem ollu því að heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað heimili. Þetta er ekki eins og í Vestmannaeyjum á sínum tíma þegar gaus þar. Þá voru bara flutt inn um fimm hundruð hús, einingahús og þau byggð. Ekkert slíkt var gert fyrir Grindvíkinga heldur kom þetta bara sem auka pressa inn á markaðinn,“ segir Páll. Rýming Grindavíkurbæjar hafi gríðarleg áhrif á fasteignamarkaðinn á árinu.vísir/Vilhelm Árið sé sögulegt að mörgu leyti og maímánuður hafi verið meðal söluhæstu mánaða frá upphafi. „Yfir það heila heila var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en 2023 en auðvitað var 2023 mjög rólegt ár. Það stefnir í að það verði rúmlega þrettán þúsund kausamningar á landinu öllu á þessu ári en á metárinu 2021 voru samningarnir um 14.300,“ segir Páll. Þessi umsvif höfðu áhrif á fasteignaverð sem hækkaði um níu og hálft prósent á árinu. Meirihluti hækkunarinnar, eða sjö prósent, kom fram á fyrri hluta ársins þegar hamagangurinn var sem mestur. Í heildina er árshækkunin nærri meðaltalinu sem Páll segir þó vera óvenjulegt í ljósi hárra vaxta. „Í raun og veru hefði fasteignaverð ekki átt að hækka svona mikið og hefði aldrei hækkað svona mikið nema út af því að það komu svo margir kaupendur inn á markaðinn. Annars hefði markaðurinn hækkað kannski bara um þrjú til fjögur prósent á þessu ári.“ Páll gerir ráð fyrir áframhaldandi skort á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Því komi áhugasamir kaupendur til með að halda áfram að leita í jaðarinn, allt frá Akranesi að Selfoss og á Reykjanes.vísir/Vilhelm Páll gerir ráð fyrir um sjö til tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári miðað við spár greiningardeilda og að verð á sérbýlum haldi áfram að hækka umfram verð á fjölbýli vegna skorts „Það eru mjög fá hverfi sem eru með sem eru með skipulag upp á einbýlishús. Það er þá helst Hnoðraholt í Garðabæ en þær lóðir eru ofboðslega dýrar og það verður mjög dýrt hverfi. Flestir sem eru að byggja í dag eru að byggja fjölbýlishús,“ segir Páll og bendir á að þessi þróun verði líklega til þess að þau sem hafi áhuga á sérbýli haldi áfram að leita í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Páll Pálsson, fasteignasali, segir fasteignamarkaðinn í ár hafa skipst í tvo gjörólíka markaði; fyrstu sex mánuði ársins og seinni. Á fyrri helmingnum seldust nærri helmingi fleiri fasteignir en árið áður. „Það er náttúrulega út af hamförunum í Grindavík sem byrjuðu í nóvember í fyrra sem ollu því að heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað heimili. Þetta er ekki eins og í Vestmannaeyjum á sínum tíma þegar gaus þar. Þá voru bara flutt inn um fimm hundruð hús, einingahús og þau byggð. Ekkert slíkt var gert fyrir Grindvíkinga heldur kom þetta bara sem auka pressa inn á markaðinn,“ segir Páll. Rýming Grindavíkurbæjar hafi gríðarleg áhrif á fasteignamarkaðinn á árinu.vísir/Vilhelm Árið sé sögulegt að mörgu leyti og maímánuður hafi verið meðal söluhæstu mánaða frá upphafi. „Yfir það heila heila var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en 2023 en auðvitað var 2023 mjög rólegt ár. Það stefnir í að það verði rúmlega þrettán þúsund kausamningar á landinu öllu á þessu ári en á metárinu 2021 voru samningarnir um 14.300,“ segir Páll. Þessi umsvif höfðu áhrif á fasteignaverð sem hækkaði um níu og hálft prósent á árinu. Meirihluti hækkunarinnar, eða sjö prósent, kom fram á fyrri hluta ársins þegar hamagangurinn var sem mestur. Í heildina er árshækkunin nærri meðaltalinu sem Páll segir þó vera óvenjulegt í ljósi hárra vaxta. „Í raun og veru hefði fasteignaverð ekki átt að hækka svona mikið og hefði aldrei hækkað svona mikið nema út af því að það komu svo margir kaupendur inn á markaðinn. Annars hefði markaðurinn hækkað kannski bara um þrjú til fjögur prósent á þessu ári.“ Páll gerir ráð fyrir áframhaldandi skort á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Því komi áhugasamir kaupendur til með að halda áfram að leita í jaðarinn, allt frá Akranesi að Selfoss og á Reykjanes.vísir/Vilhelm Páll gerir ráð fyrir um sjö til tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári miðað við spár greiningardeilda og að verð á sérbýlum haldi áfram að hækka umfram verð á fjölbýli vegna skorts „Það eru mjög fá hverfi sem eru með sem eru með skipulag upp á einbýlishús. Það er þá helst Hnoðraholt í Garðabæ en þær lóðir eru ofboðslega dýrar og það verður mjög dýrt hverfi. Flestir sem eru að byggja í dag eru að byggja fjölbýlishús,“ segir Páll og bendir á að þessi þróun verði líklega til þess að þau sem hafi áhuga á sérbýli haldi áfram að leita í jaðar höfuðborgarsvæðisins.
Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira