Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2024 20:32 Bjarni afhenti Kristrúnu lyklana að Stjórnarráðinu fyrir rúmri viku. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum Vísir/Viktor Nýr forsætisráðherra er sá formaður sem flestir telja að hafi staðið sig vel en formaður Sjálfstæðisflokksins mælist afar óvinsæll í nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir hann í erfiðri stöðu og að veiting hvalveiðileyfis kunni að hafa áhrif á það. Ánægja með nýja ríkisstjórn mælist meiri en kjörfylgi stjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni telja flestir að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi staðið sig vel. Þar á eftir koma samstarfskonur hennar í ríkisstjórn, en yfir 34 prósent telja þær hafa staðið sig vel. Af formönnum stjórnarandstöðuflokkanna telja flestir að formaður Framsóknar hafi staðið sig vel, eða 28 prósent. Kristrún Frostadóttir er sá formaður sem flestum þykir hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu.Grafík/Sara Tæp 65 prósent telja Bjarna Benediktsson hafa staðið sig illa, 59 prósent nefna Sigmund Davíð, en aðrir formenn eru mun síður nefndir í því samhengi. Stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann segir Kristrúnu njóta þess að vera nýtekin við forsætisráðuneytinu. Nánast allt Samfylkingarfólk virðist ánægt með hana. „Og fólk úr öðrum flokkum sem hrífst af henni líka. Þannig að hún er í verulegum meðbyr,“ segir Eiríkur. Bjarni hafi hins vegar stöðugt mælst óvinsæll um langt skeið. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við háskólann á Bifröst.Vísir/Einar „Það að formaður Sjálfstæðisflokksins mælist svona neðarlega, að svona margir séu óanægðir með hann, það er auðvitað mjög erfið staða fyrir formann þess flokks.“ Mögulegt sé að ákvörðun Bjarna um að veita hvalveiðileyfi, eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir, spili þar inn í. Rúmur helmingur kvaðst óánægður með ákvörðunina samkvæmt könnuninni. Fjórum prósentustigum fleiri en sögðust andvíg hvalveiðum. Fleiri sögðust óánægðir með ákvörðun um veitingu hvalveiðileyfis heldur en sögðust andvíg hvalveiðum.Grafík/Sara „Og það eru augljóslega margir úr röðum Sjálfstæðismanna líka, sem telja þetta hafa verið óheppilegt.“ Stjórnin njóti nú hveitibrauðsdaganna Um 55 prósent segjast bjartsýn fyrir komandi ári, sambærilegt hlutfall fólks sem segist ánægt með nýtt ríkisstjórnarsamstarf, en kjörfylgi stjórnarflokkanna var rétt rúm 50 prósent. „Við sjáum það mjög gjarnan að fylgi við ríkisstjórn fer upp, og jafnvel upp fyrir kjörfylgi flokkanna, svona framan af. Svo dalar það nú fljótt aftur. Núna eru hveitibrauðsdagarnir, þannig að ríkisstjórnin nýtur þess,“ segir Eiríkur. Meira en helmingur sagðist ánægður með samstarfið, sem er til marks um nýhafna hveitibrauðsdaga ríkisstjórnarinnar að sögn Eiríks.Grafík/Sara Stuðningsfólk flokka sem ekki náðu inn á þing, Sósíalista, Pírata og VG, er ánægt með samstarfið í 63 til 70 prósent tilfella. Eiríkur segir líkur á að stjórnarflokkarnir sópi til sín fylgi þessara flokka. „Kjósendur þessara flokka fara að öllum líkindum að máta sig við aðra flokka. Það gerir stöðuna enn erfiðari fyrir þá flokka sem duttu út.“ Flestir bjartsýnir á heilbrigðiskerfið Í könnuninni var einnig spurt um einstaka málaflokka, og hvort fólk teldi að niðurstöður alþingiskosninganna hefðu góð eða slæm áhrif á þá. Sá málaflokkur sem flestir töldu að niðurstöðurnar hefðu góð áhrif á var heilbrigðiskerfið, en tæp 62 prósent taldi svo vera, á meðan 13,5 prósent töldu að áhrifin yrðu slæm. Aðrir töldu að niðurstöðurnar hefðu engin áhrif. Hér má sjá hugmyndi svarenda um áhrif kosningaúrslitanna á mismunandi málaflokka.Grafík/Sara Þar á eftir komu efnahagsmál, þar sem um 57 prósent töldu niðurstöðurnar koma til með að hafa góð áhrif, en rúm 24 prósent slæm. Þá töldu tæp 53 prósent að áhrifin á menntamál yrðu góð, en 12 prósent slæm. Samgöngumálin koma næst, þar sem 44 prósent töldu að niðurstöðurnar hefðu góð áhrif á málaflokkinn, en 25 prósent slæm. Fjárhagsstaða svarendanna sjálfra rak svo lestin. Rúm 32 prósent töldu að niðurstöðurnar myndu hafa góð áhrif á hana, en 25 prósent töldu hag sinn myndu versna vegna þeirra. Þar töldu 43 prósent að niðurstöðurnar breyttu engu um fjárhagsstöðu þeirra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Samkvæmt könnuninni telja flestir að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi staðið sig vel. Þar á eftir koma samstarfskonur hennar í ríkisstjórn, en yfir 34 prósent telja þær hafa staðið sig vel. Af formönnum stjórnarandstöðuflokkanna telja flestir að formaður Framsóknar hafi staðið sig vel, eða 28 prósent. Kristrún Frostadóttir er sá formaður sem flestum þykir hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu.Grafík/Sara Tæp 65 prósent telja Bjarna Benediktsson hafa staðið sig illa, 59 prósent nefna Sigmund Davíð, en aðrir formenn eru mun síður nefndir í því samhengi. Stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann segir Kristrúnu njóta þess að vera nýtekin við forsætisráðuneytinu. Nánast allt Samfylkingarfólk virðist ánægt með hana. „Og fólk úr öðrum flokkum sem hrífst af henni líka. Þannig að hún er í verulegum meðbyr,“ segir Eiríkur. Bjarni hafi hins vegar stöðugt mælst óvinsæll um langt skeið. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við háskólann á Bifröst.Vísir/Einar „Það að formaður Sjálfstæðisflokksins mælist svona neðarlega, að svona margir séu óanægðir með hann, það er auðvitað mjög erfið staða fyrir formann þess flokks.“ Mögulegt sé að ákvörðun Bjarna um að veita hvalveiðileyfi, eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir, spili þar inn í. Rúmur helmingur kvaðst óánægður með ákvörðunina samkvæmt könnuninni. Fjórum prósentustigum fleiri en sögðust andvíg hvalveiðum. Fleiri sögðust óánægðir með ákvörðun um veitingu hvalveiðileyfis heldur en sögðust andvíg hvalveiðum.Grafík/Sara „Og það eru augljóslega margir úr röðum Sjálfstæðismanna líka, sem telja þetta hafa verið óheppilegt.“ Stjórnin njóti nú hveitibrauðsdaganna Um 55 prósent segjast bjartsýn fyrir komandi ári, sambærilegt hlutfall fólks sem segist ánægt með nýtt ríkisstjórnarsamstarf, en kjörfylgi stjórnarflokkanna var rétt rúm 50 prósent. „Við sjáum það mjög gjarnan að fylgi við ríkisstjórn fer upp, og jafnvel upp fyrir kjörfylgi flokkanna, svona framan af. Svo dalar það nú fljótt aftur. Núna eru hveitibrauðsdagarnir, þannig að ríkisstjórnin nýtur þess,“ segir Eiríkur. Meira en helmingur sagðist ánægður með samstarfið, sem er til marks um nýhafna hveitibrauðsdaga ríkisstjórnarinnar að sögn Eiríks.Grafík/Sara Stuðningsfólk flokka sem ekki náðu inn á þing, Sósíalista, Pírata og VG, er ánægt með samstarfið í 63 til 70 prósent tilfella. Eiríkur segir líkur á að stjórnarflokkarnir sópi til sín fylgi þessara flokka. „Kjósendur þessara flokka fara að öllum líkindum að máta sig við aðra flokka. Það gerir stöðuna enn erfiðari fyrir þá flokka sem duttu út.“ Flestir bjartsýnir á heilbrigðiskerfið Í könnuninni var einnig spurt um einstaka málaflokka, og hvort fólk teldi að niðurstöður alþingiskosninganna hefðu góð eða slæm áhrif á þá. Sá málaflokkur sem flestir töldu að niðurstöðurnar hefðu góð áhrif á var heilbrigðiskerfið, en tæp 62 prósent taldi svo vera, á meðan 13,5 prósent töldu að áhrifin yrðu slæm. Aðrir töldu að niðurstöðurnar hefðu engin áhrif. Hér má sjá hugmyndi svarenda um áhrif kosningaúrslitanna á mismunandi málaflokka.Grafík/Sara Þar á eftir komu efnahagsmál, þar sem um 57 prósent töldu niðurstöðurnar koma til með að hafa góð áhrif, en rúm 24 prósent slæm. Þá töldu tæp 53 prósent að áhrifin á menntamál yrðu góð, en 12 prósent slæm. Samgöngumálin koma næst, þar sem 44 prósent töldu að niðurstöðurnar hefðu góð áhrif á málaflokkinn, en 25 prósent slæm. Fjárhagsstaða svarendanna sjálfra rak svo lestin. Rúm 32 prósent töldu að niðurstöðurnar myndu hafa góð áhrif á hana, en 25 prósent töldu hag sinn myndu versna vegna þeirra. Þar töldu 43 prósent að niðurstöðurnar breyttu engu um fjárhagsstöðu þeirra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira