Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Boði Logason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 31. desember 2024 11:33 Sigfús Öfjörð ýtustjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd Varnargarðsmanna. Vísir Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. Alls bárust tæplega 26 þúsund atkvæði í kosningunni á Vísi og hlutu varnargarðsmennirnir sterka kosningu. Varnargarðsmennirnir, hafa staðið vaktina nótt sem dag á hættusvæði í námunda við endurtekin eldgos nærri Grindavík með það fyrir augum að verja heimili og fyrirtæki í Grindavík og mikilvæga innviði á svæðinu. Myndbönd af gröfumönnum á flótta undan flæðandi hrauni hafa vakið heimsathygli. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar valdi hins vegar Yazan Tamimi mann ársins og tók hann á móti viðurkenningunni í Kryddsíldinni í gær. Oftast gaman Sigfús Öfjörð ýtustjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd varnargarðsmanna, sem hann telur að séu á bilinu fimmtíu til hundrað talsins. „Þetta er búið að vera mest gaman bara. Svo er náttúrlega alvarleiki inn á milli og verst er þegar nýbúið er að gjósa og við erum að fylla upp í götin í kappi við tímann. Það er aksíon í því,“ segir Sigfús í samtali við þáttastjórnendur. Margir muna eftir Sigfúsi sem manninum sem bjargaði gröfunni sinni undan rennandi hrauni á harðahlaupum. „Við lögðum vélunum um kvöldið og svo gaus um nóttina, akkúrat á þeim stað sem við lögðum vélunum,“ segir Sigfús. Þeir hafi mætt á staðinn en þurft að bíða eftir leyfi til að fara inn á svæðið og bjarga vélunum. „Svo fáum við leyfi og þá var hraunið komið svolítið nálægt. Við vorum beðnir um að fjarlægja vélina og vera fljótir að því,“ segir Sigfús. Hann segist hafa fundið hitann frá hrauninu meðan á þessu stóð. Hvað fór í gegn um hugann þinn þarna? „Aðallega bara að detta ekki á hausinn. Og svo náttúrlega að vona að græjan væri alveg tilbúin að fara í gang,“ segir Sigfús. Hann segist hafa komið sjálfum sér á óvart í herlegheitunum. „Maður fattar hvað maður er lítill miðað við náttúruna,“ segir Sigfús aðspurður hvernig sé að vinna í námunda við náttúruhamfarir. „Það verður að vera góð skipulagning á verkþættinum. Þeir hafa verið mjög góðir í því, verkstjórar og tæknimenn, að hanna þetta.“ Hefur þetta tekið á hópinn andlega? „Nei nei. Maður hugsar náttúrlega um fólkið sem býr Grindavík. Það er agalegt fyrir það að þurfa að yfirgefa allt svæðið og vita svo ekkert meira fyrr en þetta hættir. Eða hvenær þetta hættir.“ Fyrri verðlaunahafar: 2009 Edda Heiðrún Backman 2010 Þórður Guðnason 2011 Mugison 2012 Eiríkur Ingi Jóhannsson 2013 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2014 Tómas Guðbjartsson 2015 Þröstur Leó Gunnarsson 2016 Karlalandsliðið í knattspyrnu 2017 Grímur Grímsson 2018 Bára Halldórsdóttir 2019 Björgunarsveitarmaðurinn 2020 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2021 Guðmundur Felix Grétarsson 2022 Haraldur Ingi Þorleifsson 2023 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík Fréttin verður uppfærð. Bylgjan Fréttir ársins 2024 Reykjavík síðdegis Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Áramót Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31 Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36 Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Alls bárust tæplega 26 þúsund atkvæði í kosningunni á Vísi og hlutu varnargarðsmennirnir sterka kosningu. Varnargarðsmennirnir, hafa staðið vaktina nótt sem dag á hættusvæði í námunda við endurtekin eldgos nærri Grindavík með það fyrir augum að verja heimili og fyrirtæki í Grindavík og mikilvæga innviði á svæðinu. Myndbönd af gröfumönnum á flótta undan flæðandi hrauni hafa vakið heimsathygli. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar valdi hins vegar Yazan Tamimi mann ársins og tók hann á móti viðurkenningunni í Kryddsíldinni í gær. Oftast gaman Sigfús Öfjörð ýtustjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd varnargarðsmanna, sem hann telur að séu á bilinu fimmtíu til hundrað talsins. „Þetta er búið að vera mest gaman bara. Svo er náttúrlega alvarleiki inn á milli og verst er þegar nýbúið er að gjósa og við erum að fylla upp í götin í kappi við tímann. Það er aksíon í því,“ segir Sigfús í samtali við þáttastjórnendur. Margir muna eftir Sigfúsi sem manninum sem bjargaði gröfunni sinni undan rennandi hrauni á harðahlaupum. „Við lögðum vélunum um kvöldið og svo gaus um nóttina, akkúrat á þeim stað sem við lögðum vélunum,“ segir Sigfús. Þeir hafi mætt á staðinn en þurft að bíða eftir leyfi til að fara inn á svæðið og bjarga vélunum. „Svo fáum við leyfi og þá var hraunið komið svolítið nálægt. Við vorum beðnir um að fjarlægja vélina og vera fljótir að því,“ segir Sigfús. Hann segist hafa fundið hitann frá hrauninu meðan á þessu stóð. Hvað fór í gegn um hugann þinn þarna? „Aðallega bara að detta ekki á hausinn. Og svo náttúrlega að vona að græjan væri alveg tilbúin að fara í gang,“ segir Sigfús. Hann segist hafa komið sjálfum sér á óvart í herlegheitunum. „Maður fattar hvað maður er lítill miðað við náttúruna,“ segir Sigfús aðspurður hvernig sé að vinna í námunda við náttúruhamfarir. „Það verður að vera góð skipulagning á verkþættinum. Þeir hafa verið mjög góðir í því, verkstjórar og tæknimenn, að hanna þetta.“ Hefur þetta tekið á hópinn andlega? „Nei nei. Maður hugsar náttúrlega um fólkið sem býr Grindavík. Það er agalegt fyrir það að þurfa að yfirgefa allt svæðið og vita svo ekkert meira fyrr en þetta hættir. Eða hvenær þetta hættir.“ Fyrri verðlaunahafar: 2009 Edda Heiðrún Backman 2010 Þórður Guðnason 2011 Mugison 2012 Eiríkur Ingi Jóhannsson 2013 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2014 Tómas Guðbjartsson 2015 Þröstur Leó Gunnarsson 2016 Karlalandsliðið í knattspyrnu 2017 Grímur Grímsson 2018 Bára Halldórsdóttir 2019 Björgunarsveitarmaðurinn 2020 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2021 Guðmundur Felix Grétarsson 2022 Haraldur Ingi Þorleifsson 2023 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík Fréttin verður uppfærð.
Bylgjan Fréttir ársins 2024 Reykjavík síðdegis Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Áramót Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31 Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36 Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31
Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36
Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32