Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 15:02 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mögulega frestun landsfundar flokksins sem á að fara fram í febrúar en verður mögulega færður fram á haust í Kryddsíld Stöðvar 2 sem stendur nú yfir. Hann sagðist ekki kannast við meinta ólgu innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins sem hann vísaði til sem „blaðamanna blaðurs“ og lenti í orðaskaki við ríkisstjórnina. „Það eru margir sem spá því 2025 að það gæti verið slæmt veður í febrúar, það er aldrei fyrirséð hvernig þetta kemur út,“ sagði Bjarni. Ýmsir fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja að landsfundur fari fram í febrúar eins og upprunalega var lagt upp með. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn flokksins, hafa öll verið hvött til þess að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins. Spurður hvort að hann vilji fresta fundinum eða ekki segir Bjarni: „Ég tók ákvörðun um það að boða til fundar í febrúar lok, byrjun mars á sínum tíma, sjáðu til ég er formaður í miðstjórn flokksins sem tók þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Hann segir annað fólk í flokknum hafa komið með hugmyndir sem sjálfsagt sé að ræða. „Ég hef ekki boðað neinar breytingar, hafið þið heyrt mig segja það einhvers staðar? Það eru kenningar. Það er nákvæmlega það sem það er. Eitthvað svona blaðamanna blaður.“ Þú hlærð að þessu líka með veðrið? „Það eru menn eins og þú sem skrifa langar fréttir. Ég las frétt eftir þig á Vísi um að það væru mikil átök í flokknum og þetta kom mér mjög spánskt fyrir sjónir. Ég kannast ekki við neitt af þessu.“ Það er ein spurning sem ég veit að þú elskar Bjarni, verður þú áfram formaður Sjálfstæðisflokksins? „Þarna græddi ég rauðvínsflösku, ég var búinn að veðja á að þú myndir spyrja að þessu. Þakka þér fyrir það.“ Bjarni nýtti jafnframt tækifærið til að gagnrýna stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þá greip Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, inn í. „Hvað veist þú um það Bjarni Benediktsson? Sast þú við þetta samningaborð?“ Sagði Inga Sæland. Að auki áttu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Bjarni í orðaskaki um auðlindagjöld og kvótakerfið. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan: Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
„Það eru margir sem spá því 2025 að það gæti verið slæmt veður í febrúar, það er aldrei fyrirséð hvernig þetta kemur út,“ sagði Bjarni. Ýmsir fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja að landsfundur fari fram í febrúar eins og upprunalega var lagt upp með. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn flokksins, hafa öll verið hvött til þess að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins. Spurður hvort að hann vilji fresta fundinum eða ekki segir Bjarni: „Ég tók ákvörðun um það að boða til fundar í febrúar lok, byrjun mars á sínum tíma, sjáðu til ég er formaður í miðstjórn flokksins sem tók þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Hann segir annað fólk í flokknum hafa komið með hugmyndir sem sjálfsagt sé að ræða. „Ég hef ekki boðað neinar breytingar, hafið þið heyrt mig segja það einhvers staðar? Það eru kenningar. Það er nákvæmlega það sem það er. Eitthvað svona blaðamanna blaður.“ Þú hlærð að þessu líka með veðrið? „Það eru menn eins og þú sem skrifa langar fréttir. Ég las frétt eftir þig á Vísi um að það væru mikil átök í flokknum og þetta kom mér mjög spánskt fyrir sjónir. Ég kannast ekki við neitt af þessu.“ Það er ein spurning sem ég veit að þú elskar Bjarni, verður þú áfram formaður Sjálfstæðisflokksins? „Þarna græddi ég rauðvínsflösku, ég var búinn að veðja á að þú myndir spyrja að þessu. Þakka þér fyrir það.“ Bjarni nýtti jafnframt tækifærið til að gagnrýna stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þá greip Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, inn í. „Hvað veist þú um það Bjarni Benediktsson? Sast þú við þetta samningaborð?“ Sagði Inga Sæland. Að auki áttu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Bjarni í orðaskaki um auðlindagjöld og kvótakerfið. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan:
Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira