Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar 1. janúar 2025 09:01 Janúar er mánuður tímamóta í ýmsum skilningi. Vissulega fyrsti mánuður nýs árs, en líka mánuður endurskoðunar; mánuður nýrra áskorana og fyrirheita, sem meðal annars taka til heilsu og lífernis. Það hefur orðið sífellt vinsælla hjá fólki um allan heim að taka áfengisneyslu sína til endurskoðunar í janúarmánuði og taka meðvitaða ákvörðun um að sleppa áfengisdrykkju um lengri eða skemmri tíma. Hjá sumum kann það að byggjast á þreytu eftir óvenju mikla áfengisdrykkju í kringum nýliðin jól og áramót. Hjá sumum liður í að bæta heilsuna eða koma betra standi á fjármálin með því að spara við sig það sem helst má missa sín. Hjá öðrum er áfengið farið að trufla daglegt líf og samskipti og einfaldlega standa í vegi fyrir að lífinu sé lifað til fulls. Undanfarin ár hafa samtökin Fræðsla og forvarnir, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og IOGT á Íslandi staðið að verkefninu Þurr janúar. Markmið verkefnisins er að veita þeim stuðning sem vilja taka áfengisneyslu sína til skoðunar og/eða ná betri stjórn á drykkju sinni. Á bak við verkefnið er sérstök vefsíða, www.eiginheilsa.is, með ýmsum gagnlegum upplýsingum og góðum ráðum, einnig fésbókarsíða og aðgangur að smáforriti sem auðveldar fólki að ná tilætluðum árangri. Í könnun sem samtökin létu gera í mars 2024 var meðal annars spurt um þátttöku fólks í Þurrum janúar. Þar sögðust hvorki meira né minna en 16 % aðspurðra (18 ára og eldri) hafa tekið þátt í Þurrum janúar það ár, 14% karla og 18% kvenna. Mest var þátttakan í aldurshópnum 18-29 ára, en í honum sögðust 24% hafa tekið þátt í Þurrum janúar. Áfengi er heilsuspillandi og í raun og veru telur hver dagur sem áfengisneyslu er sleppt. Þeir sem gefa líkamanum samfellt frí frá áfengi, jafnvel einungis í einn mánuð, lýsa ýmsum jákvæðum áhrifum af því. Meðal þess er að blóðsykur hefur lækkað, blóðþrýstingur hefur lækkað, svefninn hefur batnað, fólk hefur lést og orðið orkumeira. Svo kostar sopinn sitt. Margir hafa einnig þá reynslu að eftir tímabundið bindindi hafi þeim tekist að núllstilla áfengisneyslu sína og náð betri tökum á henni til lengri tíma og endurmeta viðhorf sitt til áfengis. Eigi til dæmis auðveldara með að afþakka áfengi eða hætta neyslu þegar þeim hefur þótt nóg komið. Eða sleppa því alveg að drekka við ákveðnar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka þátt í Þurrum janúar hefur fólki tekist að breyta áfengisneyslu sinni til betri vegar, ýmist með því að hætta alveg drykkju eða drekka minna og sjaldnar yfir árið í heild. Að taka þátt í Þurrum janúar er einföld leið til að gera eitthvað jákvætt fyrir heilsu sína, temja sér nýjar venjur og ná betri stjórn á lífi sínu. Hvort sem tilgangurinn er að spara útgjöld, bæta heilsuna eða einfaldlega prófa eitthvað nýtt, er þátttaka í Þurrum janúar tækifæri til að endurskoða og endurnýja. Hver veit? Þú gætir jafnvel fundið að þú nýtur lífsins betur án áfengis. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna (FRÆ), félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Janúar er mánuður tímamóta í ýmsum skilningi. Vissulega fyrsti mánuður nýs árs, en líka mánuður endurskoðunar; mánuður nýrra áskorana og fyrirheita, sem meðal annars taka til heilsu og lífernis. Það hefur orðið sífellt vinsælla hjá fólki um allan heim að taka áfengisneyslu sína til endurskoðunar í janúarmánuði og taka meðvitaða ákvörðun um að sleppa áfengisdrykkju um lengri eða skemmri tíma. Hjá sumum kann það að byggjast á þreytu eftir óvenju mikla áfengisdrykkju í kringum nýliðin jól og áramót. Hjá sumum liður í að bæta heilsuna eða koma betra standi á fjármálin með því að spara við sig það sem helst má missa sín. Hjá öðrum er áfengið farið að trufla daglegt líf og samskipti og einfaldlega standa í vegi fyrir að lífinu sé lifað til fulls. Undanfarin ár hafa samtökin Fræðsla og forvarnir, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og IOGT á Íslandi staðið að verkefninu Þurr janúar. Markmið verkefnisins er að veita þeim stuðning sem vilja taka áfengisneyslu sína til skoðunar og/eða ná betri stjórn á drykkju sinni. Á bak við verkefnið er sérstök vefsíða, www.eiginheilsa.is, með ýmsum gagnlegum upplýsingum og góðum ráðum, einnig fésbókarsíða og aðgangur að smáforriti sem auðveldar fólki að ná tilætluðum árangri. Í könnun sem samtökin létu gera í mars 2024 var meðal annars spurt um þátttöku fólks í Þurrum janúar. Þar sögðust hvorki meira né minna en 16 % aðspurðra (18 ára og eldri) hafa tekið þátt í Þurrum janúar það ár, 14% karla og 18% kvenna. Mest var þátttakan í aldurshópnum 18-29 ára, en í honum sögðust 24% hafa tekið þátt í Þurrum janúar. Áfengi er heilsuspillandi og í raun og veru telur hver dagur sem áfengisneyslu er sleppt. Þeir sem gefa líkamanum samfellt frí frá áfengi, jafnvel einungis í einn mánuð, lýsa ýmsum jákvæðum áhrifum af því. Meðal þess er að blóðsykur hefur lækkað, blóðþrýstingur hefur lækkað, svefninn hefur batnað, fólk hefur lést og orðið orkumeira. Svo kostar sopinn sitt. Margir hafa einnig þá reynslu að eftir tímabundið bindindi hafi þeim tekist að núllstilla áfengisneyslu sína og náð betri tökum á henni til lengri tíma og endurmeta viðhorf sitt til áfengis. Eigi til dæmis auðveldara með að afþakka áfengi eða hætta neyslu þegar þeim hefur þótt nóg komið. Eða sleppa því alveg að drekka við ákveðnar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka þátt í Þurrum janúar hefur fólki tekist að breyta áfengisneyslu sinni til betri vegar, ýmist með því að hætta alveg drykkju eða drekka minna og sjaldnar yfir árið í heild. Að taka þátt í Þurrum janúar er einföld leið til að gera eitthvað jákvætt fyrir heilsu sína, temja sér nýjar venjur og ná betri stjórn á lífi sínu. Hvort sem tilgangurinn er að spara útgjöld, bæta heilsuna eða einfaldlega prófa eitthvað nýtt, er þátttaka í Þurrum janúar tækifæri til að endurskoða og endurnýja. Hver veit? Þú gætir jafnvel fundið að þú nýtur lífsins betur án áfengis. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna (FRÆ), félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun