Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að kafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafi fundið manninn og náð að koma honum upp úr sjónum. Hann hafi þá verið meðvitundarlaus.
„Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir og í framhaldinu var maðurinn fluttur á Landspítalann. Ástand hans er mjög alvarlegt.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið,“ segir í tilkynningunni.
