„Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 13:36 Halla Tómasdóttir flutti sitt fyrsta nýársávarp í dag, en hún var kjörin sjöundi forseti lýðveldisins á síðasta ári. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir líta á það sem skref í átt til jafnréttis að þrjár konur hafi leitt stjórnarmyndunina að loknum þingkosningum í nóvember. Það sé einsdæmi í sögu Íslendinga og á sviði þar sem mjög hafi hallað á konur í gegnum tíðina. Þetta kom fram í fyrsta nýársávarpi Höllu klukkan 13 og vísaði þar til stjórnarmyndunar Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar og nýs forsætisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Halla sagði aukna fjölbreytni góðra fyrirmynda sé mikilvæg og fjölgun leiðtoga úr hópi kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins skipti máli. „Í stjórnmálum eins og hvarvetna er þörf á aukinni mýkt og mennsku í almennum viðhorfum og leit að lausnum. Þótt slík viðhorf séu oft tengd við konur, þá eru þau óháð kyni og mikilvægt að efla þau — ekki síður meðal drengja og karla,“ sagði Halla. Sjá má nýársávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan. Trylltu öflin ekki lengur svo ýkja fjarlæg Í ávarpi sínu minntist forseti einnig á stöðuna í alþjóðamálum. Viðsjárverðir tímar væru víða um heim en að við værum friðsæl þjóð sem fylgist að mestu með úr fjarlægð og voni að þessir vágestir fari hjá garði. Hún vísaði í ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Vökuró, sem Jórunn Viðar hafi samið undurfallegt lag við. „„Langt í burt, vakir veröld stór, grimmum töfrum tryllt.“ En þessi trylltu öfl eru ekki lengur svo ýkja fjarlæg og við eigum það bæði undir sjálfum okkur og öðrum að halda álögum þeirra og áhrifum í skefjum. Vert er að spyrja hvernig Íslendingar geta best staðið fyrir og með friði í heimi sem ófriður ógnar. Hér heima þurfum við Íslendingar að takast á við ógnaröfl sem ekki setjast að samningaborði — jarðeldana á Reykjanesi. Langvarandi áraun sem á sér engin fordæmi hér á landi á síðari tímum. Ég hvet landsmenn til að horfa á sjónvarpsþættina Grindavík sem bregða ljósi á baráttu samfélags sem er að missa heimili sín og rótfestu en þjappar sér saman í gegnum stórkostlega framgöngu körfuboltaliða bæjarins. Mótlætið sem Grindvíkingar takast á við setur hversdagslegar áskoranir í nýtt samhengi,“ sagði forseti. Þakkaði fyrir traustið Fyrir hönd forsetahjónanna þakkaði Halla Íslendingum það traust sem þeim hafi verið sýnt. „Við þökkum öllu því velviljaða fólki sem hefur mætt okkur með hlýju og greitt götu okkar á liðnu ári, sent okkur kveðjur og boðið okkur velkomin á viðburði um land allt. Ég vil sérstaklega þakka unga fólkinu og börnunum sem nálgast mig oft á förnum vegi og biðja um knús. Þið bræðið hjörtu okkar og við hugsum dag hvern um það hvernig hægt er að tryggja ykkur sem besta framtíð,“ sagði Halla Tómasdóttir forseti í nýársávarpi sínu. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Tengdar fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. 1. janúar 2025 08:00 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Þetta kom fram í fyrsta nýársávarpi Höllu klukkan 13 og vísaði þar til stjórnarmyndunar Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar og nýs forsætisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Halla sagði aukna fjölbreytni góðra fyrirmynda sé mikilvæg og fjölgun leiðtoga úr hópi kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins skipti máli. „Í stjórnmálum eins og hvarvetna er þörf á aukinni mýkt og mennsku í almennum viðhorfum og leit að lausnum. Þótt slík viðhorf séu oft tengd við konur, þá eru þau óháð kyni og mikilvægt að efla þau — ekki síður meðal drengja og karla,“ sagði Halla. Sjá má nýársávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan. Trylltu öflin ekki lengur svo ýkja fjarlæg Í ávarpi sínu minntist forseti einnig á stöðuna í alþjóðamálum. Viðsjárverðir tímar væru víða um heim en að við værum friðsæl þjóð sem fylgist að mestu með úr fjarlægð og voni að þessir vágestir fari hjá garði. Hún vísaði í ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Vökuró, sem Jórunn Viðar hafi samið undurfallegt lag við. „„Langt í burt, vakir veröld stór, grimmum töfrum tryllt.“ En þessi trylltu öfl eru ekki lengur svo ýkja fjarlæg og við eigum það bæði undir sjálfum okkur og öðrum að halda álögum þeirra og áhrifum í skefjum. Vert er að spyrja hvernig Íslendingar geta best staðið fyrir og með friði í heimi sem ófriður ógnar. Hér heima þurfum við Íslendingar að takast á við ógnaröfl sem ekki setjast að samningaborði — jarðeldana á Reykjanesi. Langvarandi áraun sem á sér engin fordæmi hér á landi á síðari tímum. Ég hvet landsmenn til að horfa á sjónvarpsþættina Grindavík sem bregða ljósi á baráttu samfélags sem er að missa heimili sín og rótfestu en þjappar sér saman í gegnum stórkostlega framgöngu körfuboltaliða bæjarins. Mótlætið sem Grindvíkingar takast á við setur hversdagslegar áskoranir í nýtt samhengi,“ sagði forseti. Þakkaði fyrir traustið Fyrir hönd forsetahjónanna þakkaði Halla Íslendingum það traust sem þeim hafi verið sýnt. „Við þökkum öllu því velviljaða fólki sem hefur mætt okkur með hlýju og greitt götu okkar á liðnu ári, sent okkur kveðjur og boðið okkur velkomin á viðburði um land allt. Ég vil sérstaklega þakka unga fólkinu og börnunum sem nálgast mig oft á förnum vegi og biðja um knús. Þið bræðið hjörtu okkar og við hugsum dag hvern um það hvernig hægt er að tryggja ykkur sem besta framtíð,“ sagði Halla Tómasdóttir forseti í nýársávarpi sínu.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Tengdar fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. 1. janúar 2025 08:00 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. 1. janúar 2025 08:00