Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 21:00 Þrettán af þeim fjórtán sem hljóta fálkaorðu að þessu sinni veittu þeim viðtöku á Bessastöðum í dag. Mynd/Eyþór Árnason Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Næstelsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu á sínum, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það hafi þó verið mikill heiður og hvatning til að standa sig enn betur. Það voru sjö konur og sjö karlar sem voru sæmdir fálkaorðu á Bessastöðum í dag, en þetta var í fyrsta sinn sem Halla Tómasdóttir veitir riddarakrossinn eftir að hún tók við embætti forseta Íslands. Handhafar fálkaorðunnar að þessu sinni hafa fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnu-, íþrótta- og menningarlífi. Öll veittu þau orðunni viðtöku á Bessastöðum í dag að frátöldum Þóri Hergeirssyni handboltaþjálfara sem er staddur erlendis og mun veita henni viðtöku við tækifæri. Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótel Holts og næstelsti handhafi orðunnar að þessu sinni, hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar. „Þetta var heiður finnst mér en kom mér að óvart að sjálfsögðu. Ég segi alltaf að maður er bara að vinna vinnuna sína. En þetta setur pressu á mann líka að standa sig betur,“ segir Geirlaug um það að vera sæmd fálkaorðunni. Af hverju ert þú stoltust á þínum ferli, hvað stendur upp úr? „Veistu það að ég er bara ekki stolt af neinu. Það er bara þannig. Ég hef oft verið að hugsa þetta, það eru svo margir stoltir af sjálfum sér en ég held þetta sé ekki okkar hlutverk að vera stolt af okkur sjálfum heldur annarra,“ svarar Geirlaug. Það var einnig stórt ár sem leið hjá öðrum handhöfum riddarakross. „Við erum náttúrlega alveg á fullu núna að reyna að aðstoða úkraínumenn með kennslu, það snertir okkur mjög,“ segir Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sem hlaut riddarakross fyrir framlag til friðargæslustarfa og öryggismála. Hvetja landsmenn til dáða Fótboltakonan Glódís Perla Viggósdóttir átti einnig mikilvægt ár, bæði með félagsliði sínu, landsliðinu og með sínum nánustu. „Það er ótrúlega mikið þakklæti sem er efst í huga á svona degi,“ segir Glódís, sem hvetur landsmenn á þessum tímamótum til að vera ófeimin við að taka skrefið og prófa það sem mann langar. Geirlaug lumar einnig á nokkrum góðum ráðum til landsmanna. „Að njóta lífsins. Nú er ég orðin dálítið fullorðin og ég reyni. Gera skildur sínar, njóta lífsins og fá eitthvað út úr lífinu, er það ekki?“ segir Geirlaug létt í bragði. Fálkaorðan Tímamót Hótel á Íslandi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Það voru sjö konur og sjö karlar sem voru sæmdir fálkaorðu á Bessastöðum í dag, en þetta var í fyrsta sinn sem Halla Tómasdóttir veitir riddarakrossinn eftir að hún tók við embætti forseta Íslands. Handhafar fálkaorðunnar að þessu sinni hafa fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnu-, íþrótta- og menningarlífi. Öll veittu þau orðunni viðtöku á Bessastöðum í dag að frátöldum Þóri Hergeirssyni handboltaþjálfara sem er staddur erlendis og mun veita henni viðtöku við tækifæri. Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótel Holts og næstelsti handhafi orðunnar að þessu sinni, hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar. „Þetta var heiður finnst mér en kom mér að óvart að sjálfsögðu. Ég segi alltaf að maður er bara að vinna vinnuna sína. En þetta setur pressu á mann líka að standa sig betur,“ segir Geirlaug um það að vera sæmd fálkaorðunni. Af hverju ert þú stoltust á þínum ferli, hvað stendur upp úr? „Veistu það að ég er bara ekki stolt af neinu. Það er bara þannig. Ég hef oft verið að hugsa þetta, það eru svo margir stoltir af sjálfum sér en ég held þetta sé ekki okkar hlutverk að vera stolt af okkur sjálfum heldur annarra,“ svarar Geirlaug. Það var einnig stórt ár sem leið hjá öðrum handhöfum riddarakross. „Við erum náttúrlega alveg á fullu núna að reyna að aðstoða úkraínumenn með kennslu, það snertir okkur mjög,“ segir Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sem hlaut riddarakross fyrir framlag til friðargæslustarfa og öryggismála. Hvetja landsmenn til dáða Fótboltakonan Glódís Perla Viggósdóttir átti einnig mikilvægt ár, bæði með félagsliði sínu, landsliðinu og með sínum nánustu. „Það er ótrúlega mikið þakklæti sem er efst í huga á svona degi,“ segir Glódís, sem hvetur landsmenn á þessum tímamótum til að vera ófeimin við að taka skrefið og prófa það sem mann langar. Geirlaug lumar einnig á nokkrum góðum ráðum til landsmanna. „Að njóta lífsins. Nú er ég orðin dálítið fullorðin og ég reyni. Gera skildur sínar, njóta lífsins og fá eitthvað út úr lífinu, er það ekki?“ segir Geirlaug létt í bragði.
Fálkaorðan Tímamót Hótel á Íslandi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira