Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Lovísa Arnardóttir skrifar 2. janúar 2025 14:13 Valdimar er nú bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Hann hefur verið formaður bæjarráðs frá 2022 en starfað sem skólastjóri í Öldutúnsskóla síðan 2008. Aðsend Valdimar Víðisson tók við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar um áramótin af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní 2018. Bæjarstjóraskiptin eru í samræmi við samkomulag Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir sveitarstjórnarkosningar í maí 2022 um að oddviti Sjálfstæðisflokks myndi sitja í stóli bæjarstjóra til 1. janúar 2025 þegar oddviti Framsóknarflokks myndi taka við. Valdimar hefur verið formaður bæjarráðs á kjörtímabilinu og tekur Rósa nú við þeirri formennsku auk þess sem hún var á dögunum kjörin til Alþingis. „Sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi þekki ég þegar vel til helstu mála sem eru efst á baugi hjá sveitarfélaginu. Það er þó margt á borði bæjarstjóra sem ég mun þurfa að setja mig nánar inn í, enda Hafnarfjarðarbær stórt sveitarfélag sem býður upp á víðtæka og fjölbreytta þjónustu við íbúa og atvinnulíf. Metnaður minn er að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar og framfara sem mörkuð hefur verið undanfarin ár,“ segir Valdimar í tilkynningu frá bænum. Valdimar er vel kunnur bæjarmálum í Hafnarfirði. Hann sat sem varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði kjörtímabilið 2018 til 2022 og var formaður fjölskylduráðs á tímabilinu. Valdimar var kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022 og hefur síðan þá verið formaður bæjarráðs. Þá var Valdimar skólastjóri Öldutúnsskóla í sextán ár eða frá árinu 2008. Hann sagði starfi sínu lausu þar til að sinna starfi sínu í bæjarstjórn. Sjá einnig: Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 „Ég viðurkenni að það eru blendnar tilfinningar við þessi tímamót í mínu lífi. Er fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt verkefni en einnig leiður yfir því að kveðja. Hef verið það heppinn að hafa náð að mynda góð tengsl við börnin ykkar og það er líklega það sem ég á eftir að sakna mest, einlægnin frá þeim, hvort sem það var í samtölum í kennslustofum, í frímínútum eða inni á skrifstofu hjá mér. Það eru óteljandi sögur sem ég á um þau samskipti og hef ég verið duglegur að deila þeim með ykkur í gegnum árin, hvort sem það er í ræðu eða riti,“ sagði Valdimar á heimasíðu skólans þegar tilkynnt var að hann hefði sagt starfi sínu lausu. Valdimar Víðisson er fæddur 10. september 1978. Hann er giftur Sigurborgu Geirdal og á einn son, tvær stjúpdætur og tvö barnabörn. Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Sjá meira
Valdimar hefur verið formaður bæjarráðs á kjörtímabilinu og tekur Rósa nú við þeirri formennsku auk þess sem hún var á dögunum kjörin til Alþingis. „Sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi þekki ég þegar vel til helstu mála sem eru efst á baugi hjá sveitarfélaginu. Það er þó margt á borði bæjarstjóra sem ég mun þurfa að setja mig nánar inn í, enda Hafnarfjarðarbær stórt sveitarfélag sem býður upp á víðtæka og fjölbreytta þjónustu við íbúa og atvinnulíf. Metnaður minn er að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar og framfara sem mörkuð hefur verið undanfarin ár,“ segir Valdimar í tilkynningu frá bænum. Valdimar er vel kunnur bæjarmálum í Hafnarfirði. Hann sat sem varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði kjörtímabilið 2018 til 2022 og var formaður fjölskylduráðs á tímabilinu. Valdimar var kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022 og hefur síðan þá verið formaður bæjarráðs. Þá var Valdimar skólastjóri Öldutúnsskóla í sextán ár eða frá árinu 2008. Hann sagði starfi sínu lausu þar til að sinna starfi sínu í bæjarstjórn. Sjá einnig: Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 „Ég viðurkenni að það eru blendnar tilfinningar við þessi tímamót í mínu lífi. Er fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt verkefni en einnig leiður yfir því að kveðja. Hef verið það heppinn að hafa náð að mynda góð tengsl við börnin ykkar og það er líklega það sem ég á eftir að sakna mest, einlægnin frá þeim, hvort sem það var í samtölum í kennslustofum, í frímínútum eða inni á skrifstofu hjá mér. Það eru óteljandi sögur sem ég á um þau samskipti og hef ég verið duglegur að deila þeim með ykkur í gegnum árin, hvort sem það er í ræðu eða riti,“ sagði Valdimar á heimasíðu skólans þegar tilkynnt var að hann hefði sagt starfi sínu lausu. Valdimar Víðisson er fæddur 10. september 1978. Hann er giftur Sigurborgu Geirdal og á einn son, tvær stjúpdætur og tvö barnabörn.
Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Sjá meira