„Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2025 06:42 Luke Littler fagnar hér sigrinum á Stephen Bunting í undanúrslitaviðureigninni í gærkvöldi. Getty/James Fearn Luke Littler er annað árið í röð kominn í úrslitin um heimsmeistaratitilinn í pílukasti eftir sannfærandi sigur á Stephen Bunting í undanúrslitaleiknum í gærkvöldi. Littler mætir Michael van Gerwen, þreföldum heimsmeistara, í úrslitaleiknum í kvöld. Þetta var óskaúrslitaleikurinn hjá mörgum og það má búast við veislu í kvöld. „Þetta er búið að vera stórkostlegt mót til þessa. Fólk segir kannski að ég hafi verið með augum á titlinum allt mótið en ég var bara að horfa á fyrsta leikinn á móti Ryan Meikle. Síðan þá hef ég einbeitt mér að vinna næsta leik. Ég er svo ánægður með sigurinn í kvöld,“ sagði Luke Littler við Sky Sports. „Ég hef spilað miklu betur og unnið fullt af titlum fyrir þetta mót en þannig gengur lífið hjá okkur. Þetta snýst alltaf um stóra mótið. Það eru flott mót allt árið en ég get ekki beðið eftir kvöldinu,“ sagði Littler. „Ef við [Littler og Van Gerwen] mætum báðir til leiks eins og í kvöld þá verður úrslitaleikurinn virkilega góður. Um leið og Luke Humphries datt út þá voru allir að horfa til þessa leiks. Ég varð hins vegar að einbeita mér fyrst að átta manna úrslitunum og undanúrslitunum. Núna hef ég klárað þá leiki og get því farið að einbeita mér að Michael fyrir annað kvöld,“ sagði Littler. „Við vitum öll að hann ætlar sér að ná í annan heimsmeistaratitil í safnið en ég er á eftir mínum fyrsta. Þetta snýst um að gera það sama og eftir leikinn í gærkvöldi [átta manna úrslitin]. Fara heim, taka því rólega og mæta tilbúinn á morgun,“ sagði Littler. Útsendingin á Vodafone Sport hefst klukkan 19.55 í kvöld. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Pílukast Tengdar fréttir Littler í úrslit annað árið í röð Hinn 17 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti annað árið í röð. Hann mætir Michael van Gerwen í úrslitum á morgun, föstudag. 2. janúar 2025 23:07 Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Hollendingurinn Michael Van Gerwen er kominn í úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti í sjöunda sinn. Hann stefnir á að vinna heimsmeistaratitilinn í fjórða sinn á morgun, föstudag. 2. janúar 2025 21:28 Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Stephen Bunting er kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir nokkuð þægilegan sigur á Peter Wright. Þá vann Luke Little góðan sigur á Nathan Aspinall. 1. janúar 2025 22:30 Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. 1. janúar 2025 12:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Sjá meira
Littler mætir Michael van Gerwen, þreföldum heimsmeistara, í úrslitaleiknum í kvöld. Þetta var óskaúrslitaleikurinn hjá mörgum og það má búast við veislu í kvöld. „Þetta er búið að vera stórkostlegt mót til þessa. Fólk segir kannski að ég hafi verið með augum á titlinum allt mótið en ég var bara að horfa á fyrsta leikinn á móti Ryan Meikle. Síðan þá hef ég einbeitt mér að vinna næsta leik. Ég er svo ánægður með sigurinn í kvöld,“ sagði Luke Littler við Sky Sports. „Ég hef spilað miklu betur og unnið fullt af titlum fyrir þetta mót en þannig gengur lífið hjá okkur. Þetta snýst alltaf um stóra mótið. Það eru flott mót allt árið en ég get ekki beðið eftir kvöldinu,“ sagði Littler. „Ef við [Littler og Van Gerwen] mætum báðir til leiks eins og í kvöld þá verður úrslitaleikurinn virkilega góður. Um leið og Luke Humphries datt út þá voru allir að horfa til þessa leiks. Ég varð hins vegar að einbeita mér fyrst að átta manna úrslitunum og undanúrslitunum. Núna hef ég klárað þá leiki og get því farið að einbeita mér að Michael fyrir annað kvöld,“ sagði Littler. „Við vitum öll að hann ætlar sér að ná í annan heimsmeistaratitil í safnið en ég er á eftir mínum fyrsta. Þetta snýst um að gera það sama og eftir leikinn í gærkvöldi [átta manna úrslitin]. Fara heim, taka því rólega og mæta tilbúinn á morgun,“ sagði Littler. Útsendingin á Vodafone Sport hefst klukkan 19.55 í kvöld. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Pílukast Tengdar fréttir Littler í úrslit annað árið í röð Hinn 17 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti annað árið í röð. Hann mætir Michael van Gerwen í úrslitum á morgun, föstudag. 2. janúar 2025 23:07 Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Hollendingurinn Michael Van Gerwen er kominn í úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti í sjöunda sinn. Hann stefnir á að vinna heimsmeistaratitilinn í fjórða sinn á morgun, föstudag. 2. janúar 2025 21:28 Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Stephen Bunting er kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir nokkuð þægilegan sigur á Peter Wright. Þá vann Luke Little góðan sigur á Nathan Aspinall. 1. janúar 2025 22:30 Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. 1. janúar 2025 12:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Sjá meira
Littler í úrslit annað árið í röð Hinn 17 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti annað árið í röð. Hann mætir Michael van Gerwen í úrslitum á morgun, föstudag. 2. janúar 2025 23:07
Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Hollendingurinn Michael Van Gerwen er kominn í úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti í sjöunda sinn. Hann stefnir á að vinna heimsmeistaratitilinn í fjórða sinn á morgun, föstudag. 2. janúar 2025 21:28
Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Stephen Bunting er kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir nokkuð þægilegan sigur á Peter Wright. Þá vann Luke Little góðan sigur á Nathan Aspinall. 1. janúar 2025 22:30
Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. 1. janúar 2025 12:00