Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2025 09:14 Þrír voru fluttir á sjúkrahús á nýársnótt eftir að hnífur var notaður í átökum á Kjalarnesi. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. vísir/vilhelm Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. „Ég sé það bara í fréttunum á nýársdag. Ég fékk algjört áfall, þá er sýnt húsið, heimreiðin heim til mín, húsið mitt, hesthúsið, hús strákanna minna sem er þarna fyrir neðan og talað um að það hafi orðið hnífsstunga heima hjá mér,“ segir Halldóra Bjarnadóttir, eigandi Tinda og íbúi í umræddu húsi. Hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni en engin gististarfsemi hefur verið rekin í húsinu frá árinu 2019. Árásin hafi átt sér stað í húsi um tvö hundruð metrum ofar. Fréttastofa RÚV leiðrétti þetta í kvöldfréttum sínum í gær og baðst velvirðingar á mistökunum. Var vísað til þess að fullyrðingar um staðsetningu árásarinnar hafi byggt á upplýsingum sem lögregla hafði á þeim tíma. Halldóra gagnrýnir harðlega að þetta hafi einungis fengist leiðrétt eftir ítrekaðar beiðnir og símtöl á fréttastofu RÚV. Yndislegt fólk búi í húsinu Nokkrir hlutu áverka í átökunum á nýársnótt en einn þó sýnu verst og var sá sagður alvarlega slasaður eftir atlöguna. Sá hlaut stungu í brjósthol en hann hefur verið fluttur af gjörgæslu á almenna deild Landspítalans. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir af spítala. Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við málið. „Í fyrsta lagi þá er þetta bara mjög sorglegur atburður. Þetta er yndislegt fólk sem býr þarna, það eru held ég sirka átján Pólverjar sem búa þarna við hliðina á mér og ég verð aldrei vör við þetta fólk. Það er bara yndislegt, sofnuðu eldsnemma, og voru farin sex í vinnuna. Ég er búin að búa þarna í 25 ár og ég hef einu sinni heyrt þau halda partí,“ segir Halldóra. Það hafi verið óþægilegt að heyra lætin í næsta húsi á nýársnótt og sjá svo fjölda lögreglu- og sjúkrabifreiða fyrir utan. Halldóra segir engan vafa leika á því að RÚV hafi valdið henni fjárhagslegu tjóni með því að tengja gistiheimilið við hnífaárásina en hún var með húsnæðið í útleigu á Airbnb fram til ársins 2019. „Ég er alveg klár á því. Ég er ekkert að fara af stað með gistiheimili á næstunni.“ Vont fyrir alla Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, staðfestir að átökin og stunguárásin hafi farið fram í íbúðarhúsnæði sem fyrirtækið er með fyrir starfsfólk sitt. Mannlíf greindi áður frá staðsetningunni en Sveinn segir í samtali við Vísi að stungumálið sé vont fyrir alla og tekur undir með Halldóru að yfirleitt hafi allt verið með kyrrum kjörum í starfsmannahúsnæðinu. „Það hefur aldrei verið neitt vesen þarna og það hefur bara eitthvað komið upp sem við vitum ekki hvað er.“ Fram hefur komið að lögreglan telji að stunguárásin hafi átt sér stað eftir að átök brutust út í nýársfögnuði þar sem bæði íbúar og gestir voru viðstaddir. Bítið Lögreglumál Ríkisútvarpið Reykjavík Stunguárás á Kjalarnesi Tengdar fréttir Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál. 2. janúar 2025 11:45 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 15:59 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Ég sé það bara í fréttunum á nýársdag. Ég fékk algjört áfall, þá er sýnt húsið, heimreiðin heim til mín, húsið mitt, hesthúsið, hús strákanna minna sem er þarna fyrir neðan og talað um að það hafi orðið hnífsstunga heima hjá mér,“ segir Halldóra Bjarnadóttir, eigandi Tinda og íbúi í umræddu húsi. Hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni en engin gististarfsemi hefur verið rekin í húsinu frá árinu 2019. Árásin hafi átt sér stað í húsi um tvö hundruð metrum ofar. Fréttastofa RÚV leiðrétti þetta í kvöldfréttum sínum í gær og baðst velvirðingar á mistökunum. Var vísað til þess að fullyrðingar um staðsetningu árásarinnar hafi byggt á upplýsingum sem lögregla hafði á þeim tíma. Halldóra gagnrýnir harðlega að þetta hafi einungis fengist leiðrétt eftir ítrekaðar beiðnir og símtöl á fréttastofu RÚV. Yndislegt fólk búi í húsinu Nokkrir hlutu áverka í átökunum á nýársnótt en einn þó sýnu verst og var sá sagður alvarlega slasaður eftir atlöguna. Sá hlaut stungu í brjósthol en hann hefur verið fluttur af gjörgæslu á almenna deild Landspítalans. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir af spítala. Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við málið. „Í fyrsta lagi þá er þetta bara mjög sorglegur atburður. Þetta er yndislegt fólk sem býr þarna, það eru held ég sirka átján Pólverjar sem búa þarna við hliðina á mér og ég verð aldrei vör við þetta fólk. Það er bara yndislegt, sofnuðu eldsnemma, og voru farin sex í vinnuna. Ég er búin að búa þarna í 25 ár og ég hef einu sinni heyrt þau halda partí,“ segir Halldóra. Það hafi verið óþægilegt að heyra lætin í næsta húsi á nýársnótt og sjá svo fjölda lögreglu- og sjúkrabifreiða fyrir utan. Halldóra segir engan vafa leika á því að RÚV hafi valdið henni fjárhagslegu tjóni með því að tengja gistiheimilið við hnífaárásina en hún var með húsnæðið í útleigu á Airbnb fram til ársins 2019. „Ég er alveg klár á því. Ég er ekkert að fara af stað með gistiheimili á næstunni.“ Vont fyrir alla Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, staðfestir að átökin og stunguárásin hafi farið fram í íbúðarhúsnæði sem fyrirtækið er með fyrir starfsfólk sitt. Mannlíf greindi áður frá staðsetningunni en Sveinn segir í samtali við Vísi að stungumálið sé vont fyrir alla og tekur undir með Halldóru að yfirleitt hafi allt verið með kyrrum kjörum í starfsmannahúsnæðinu. „Það hefur aldrei verið neitt vesen þarna og það hefur bara eitthvað komið upp sem við vitum ekki hvað er.“ Fram hefur komið að lögreglan telji að stunguárásin hafi átt sér stað eftir að átök brutust út í nýársfögnuði þar sem bæði íbúar og gestir voru viðstaddir.
Bítið Lögreglumál Ríkisútvarpið Reykjavík Stunguárás á Kjalarnesi Tengdar fréttir Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál. 2. janúar 2025 11:45 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 15:59 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál. 2. janúar 2025 11:45
Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 15:59