Þarf að taka hápólitískar ákvarðanir vegna Sundabrautar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. janúar 2025 14:01 Helga Jóna Jónasdóttir verkefnastjóri hjá Vegagerðinni. Vísir Framkvæmdir við Sundabraut verða boðnar út á Evrópska efnahagssvæðinu að sögn verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni. Ef allt gangi upp verði Sundabraut komin í gagnið árið 2032. Margir komi að ákvörðunartöku og mismunandi hagsmunir sem þurfi að taka tillit til í ferlinu Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út að hann ætlar að leggja áherslu á að framkvæmdir við Sundabraut hefjist sem fyrst. Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett Sundabraut í forgang. Ekki ólíklegt að verkefnið komi til umræðu á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem nú stendur yfir á Þingvöllum.Vísir/Rax Stærsta samgönguverkefni Vegagerðarinnar Vegagerðin hefur í samvinnu við Reykjavík, unnið að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Fram kemur á vef stofnunarinnar að markmið framkvæmdarinnar sé að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi. Áætlað sé að framkvæmdir fari fram á árunum 2026-2031. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni segir að nú sé unnið að mati á umhverfisáhrifum. „Það hyllir undir lok þessarar vinnu á vormánuðum. Afraksturinn verður þá kynntur í formi umhverfismatsskýrslu og drögum að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar,“ segir Helga. Sundarbraut merkt með gulri og rauðri línu.Vísir Umhverfismatsskýrslan verði síðan auglýst og ljúki með niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Verið sé að horfa til tveggja valkosta. „Stærðargráðan er um og yfir hundrað milljarða króna. Þetta er stærsta einstaka samgönguverkefni sem Vegagerðin hefur ráðist í. Framkvæmdin verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið verður boðið út sem samvinnuverkefni. Þar sem einkaaðili tekur að sér fjármögnun, framkvæmd, hönnun og rekstur til einhverra áratuga. Hann þiggur fyrir það endurgjald í formi veggjalda. Við erum að kanna að þvera Klettsvík, sem er svæðið milli Sundahafnar og Gufuness, með brú eða jarðgöngum,“ segir hún. Þurfi víðtækt samráð Helga segir að framkvæmdir geti mögulega hafist á næsta eða þarnæsta ári og ljúki mögulega árið 2032. Helga segir verkefnið hafa áhrif víða og margir komi að flókinni ákvörðunartöku. „Það eru margir snertifletir við íbúa og hagsmunaðila þannig að það þarf að vanda alla ákvörðunartöku. Það er alveg ljóst að hagsmunir aðila fara ekki alltaf saman. Það eru hápólitískar ákvarðanir sem ríki, borg og sveitarfélög þurfa að taka í framhaldinu í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila,“ segir Helga. Sundabraut Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út að hann ætlar að leggja áherslu á að framkvæmdir við Sundabraut hefjist sem fyrst. Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett Sundabraut í forgang. Ekki ólíklegt að verkefnið komi til umræðu á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem nú stendur yfir á Þingvöllum.Vísir/Rax Stærsta samgönguverkefni Vegagerðarinnar Vegagerðin hefur í samvinnu við Reykjavík, unnið að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Fram kemur á vef stofnunarinnar að markmið framkvæmdarinnar sé að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi. Áætlað sé að framkvæmdir fari fram á árunum 2026-2031. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni segir að nú sé unnið að mati á umhverfisáhrifum. „Það hyllir undir lok þessarar vinnu á vormánuðum. Afraksturinn verður þá kynntur í formi umhverfismatsskýrslu og drögum að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar,“ segir Helga. Sundarbraut merkt með gulri og rauðri línu.Vísir Umhverfismatsskýrslan verði síðan auglýst og ljúki með niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Verið sé að horfa til tveggja valkosta. „Stærðargráðan er um og yfir hundrað milljarða króna. Þetta er stærsta einstaka samgönguverkefni sem Vegagerðin hefur ráðist í. Framkvæmdin verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið verður boðið út sem samvinnuverkefni. Þar sem einkaaðili tekur að sér fjármögnun, framkvæmd, hönnun og rekstur til einhverra áratuga. Hann þiggur fyrir það endurgjald í formi veggjalda. Við erum að kanna að þvera Klettsvík, sem er svæðið milli Sundahafnar og Gufuness, með brú eða jarðgöngum,“ segir hún. Þurfi víðtækt samráð Helga segir að framkvæmdir geti mögulega hafist á næsta eða þarnæsta ári og ljúki mögulega árið 2032. Helga segir verkefnið hafa áhrif víða og margir komi að flókinni ákvörðunartöku. „Það eru margir snertifletir við íbúa og hagsmunaðila þannig að það þarf að vanda alla ákvörðunartöku. Það er alveg ljóst að hagsmunir aðila fara ekki alltaf saman. Það eru hápólitískar ákvarðanir sem ríki, borg og sveitarfélög þurfa að taka í framhaldinu í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila,“ segir Helga.
Sundabraut Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira