Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Hinrik Wöhler skrifar 4. janúar 2025 16:00 Haukar fögnuðu sigri í dag eftir tæplega tveggja mánaða hlé á Olís-deild kvenna. Vísir/Hulda Margrét Haukakonur lönduðu sínum sjöunda sigri í Olís-deild kvenna þegar liðið sigraði Stjörnuna, 32-29, í Garðabæ í dag. Stjörnukonur voru staðráðnar að koma sterkari til leiks eftir að hafa fengið stóran skell þegar liðin mættust í september. Það var mikil barátta í heimakonum í upphafi leiks og héldu þær Haukum í skefjum. Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði eins og berserkur í marki Stjörnunnar í upphafi leiks og á sama tíma skoruðu Stjörnukonur að vild hinum megin. Um miðbik fyrri hálfleiks tóku þjálfarar Hauka leikhlé þegar staðan var 10-6, Stjörnunni í vil. Eftir leikhléið komu Hafnfirðingar mun beittari til leiks. Sóknarleikur Garðbæinga fór að hökta og voru Haukakonur fljótar upp völlinn og refsuðu með marki. Þegar fyrri hálfleikur var um það bil að renna sitt skeið á enda voru Hafnfirðingar búnir að snúa blaðinu við og leiddu með tveimur mörkum. Staðan var 15-13 í hálfleik, Haukum í vil, eftir frábæran kafla hjá gestunum undir lok fyrri hálfleiks. Haukar héldu áfram í upphafi síðari hálfleiks og var varnarleikur Stjörnunnar ekki upp á marga fiska. Eftir örfáar mínútur var staðan orðin 19-14, Haukum í vil, og Patrekur Jóhannesson tók leikhlé. Stjörnukonar virtust ranka við sér eftir þetta tiltal og léku betur í kjölfarið. Garðbæingar minnkuðu muninn hægt og rólega og það virtist koma stress í sóknarleik Hauka þegar leið á leikinn. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum minnkaði Tinna Sigurrós Traustadóttir muninn í tvö mörk fyrir Stjörnuna og var meðbyr með heimakonum. Nær komust þó heimakonur ekki og Haukar sigldu þriggja marka sigri heim að lokum. Atvik leiksins Þegar Haukar voru fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik, í stöðunni 10-6, tóku Stefán Arnarson og Díana Guðjónsdóttir leikhlé. Í kjölfarið kom allt annað lið til leiks og lögðu Haukar gruninn að góðum sigri í Garðabænum í dag. Það má deila um hvort að leikhléið hafi skipt svo miklum sköpum en leikurinn breyttist Haukum algjörlega í hag eftir þetta atvik. Stjörnur og skúrkar Líkt og áður var það Elín Klara Þorkelsdóttir sem var allt í öllu í leik Hauka en hún skoraði 10 mörk í dag ásamt því að skapa aragrúa af færum fyrir samherja sína. Eva Björk Davíðsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir voru öflugar í liði Stjörnunnar. Þær héldu sóknarleik Garðbæinga á lofti ásamt Emblu Steindórsdóttur. Flest mörk Stjörnunnar komu fyrir utan en skytturnar héldu uppi sóknarleiknum, það var ekkert um hraðaupphlaup eða hraðar sóknir hjá Stjörnukonum. Það var lítið leitað út í hornin eða á línuna. Að lokum voru Haukakonur byrjaðar að lesa sóknarleik Stjörnunnar og að hluta til varð einsleitur sóknarleikur þeim að falli. Dómarar Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson voru samkvæmir sjálfum sér og samstilltir í gegnum allan leikinn. Það var lítið um mótmæli frá leikmönnum og þjálfurum og getur tvíeykið gengið sátt frá borði. Stemning og umgjörð Áhugafólk um handbolta er smátt saman að koma sér í handboltagírinn í janúar. Þó það sé alltaf gaman að sjá fleiri á pöllunum þá heyrðist ágætlega í þeim áhorfendum sem létu sjá sig í Heklu-höllinni í dag. Viðtöl Rut: „Var ekki stressuð en þetta var óþarfi“ Rut Jónsdóttir skoraði fjögur mörk í dag.vísir/Viktor Freyr Rut Jónsdóttir, leikmaður Hauka, var ánægð með að byrja árið á sigri í Garðabæ í dag. Hún segir þó að leikurinn hafi verið óþarflega jafn í lokin. „Ég er vissulega sátt með sigurinn en þetta var ansi spennandi leikur. Ég hefði viljað að ná aðeins að halda honum betur, við vorum komnar með gott forskot, þetta var óþarfa spennandi. Ég er þó mjög sátt með sigurinn,“ sagði Rut eftir leikinn. Haukar fóru hægt af stað en lentu snemma fjórum mörkum undir. Rut kennir lélegri færanýtingu í upphafi leiks um. „Við vorum eiginlega að fara með mjög mikið af færum. Hún [Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir] var að verja vel í markinu hjá þeim og við fórum með dauðafæri. Við náðum ekki að stöðva þær og verja eins vel okkar megin. Um leið og það fór að smella, vörn, markvarsla og skora úr færunum komust við hægt og rólega inn í leikinn. Ég man eiginlega ekki hvað við klikkuðum á mörgum færum í byrjun en það var allavega aðeins of mikið.“ Þrátt fyrir að Stjörnukonur komust inn í leikinn að nýju undir lok leiks var Rut þokkalega róleg með gang mála. „Þær minnkuðu í tvö en ég var ekki stressuð en þetta var óþarfi. Tíminn leið og þegar tvær mínútur voru eftir vorum við með þrjú mörk á þær og þá þurftum við bara halda vel í boltann, sem við gerðum. Ég er mjög sátt með að klára þetta sigri,“ sagði Rut að endingu. Olís-deild kvenna Stjarnan Haukar
Haukakonur lönduðu sínum sjöunda sigri í Olís-deild kvenna þegar liðið sigraði Stjörnuna, 32-29, í Garðabæ í dag. Stjörnukonur voru staðráðnar að koma sterkari til leiks eftir að hafa fengið stóran skell þegar liðin mættust í september. Það var mikil barátta í heimakonum í upphafi leiks og héldu þær Haukum í skefjum. Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði eins og berserkur í marki Stjörnunnar í upphafi leiks og á sama tíma skoruðu Stjörnukonur að vild hinum megin. Um miðbik fyrri hálfleiks tóku þjálfarar Hauka leikhlé þegar staðan var 10-6, Stjörnunni í vil. Eftir leikhléið komu Hafnfirðingar mun beittari til leiks. Sóknarleikur Garðbæinga fór að hökta og voru Haukakonur fljótar upp völlinn og refsuðu með marki. Þegar fyrri hálfleikur var um það bil að renna sitt skeið á enda voru Hafnfirðingar búnir að snúa blaðinu við og leiddu með tveimur mörkum. Staðan var 15-13 í hálfleik, Haukum í vil, eftir frábæran kafla hjá gestunum undir lok fyrri hálfleiks. Haukar héldu áfram í upphafi síðari hálfleiks og var varnarleikur Stjörnunnar ekki upp á marga fiska. Eftir örfáar mínútur var staðan orðin 19-14, Haukum í vil, og Patrekur Jóhannesson tók leikhlé. Stjörnukonar virtust ranka við sér eftir þetta tiltal og léku betur í kjölfarið. Garðbæingar minnkuðu muninn hægt og rólega og það virtist koma stress í sóknarleik Hauka þegar leið á leikinn. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum minnkaði Tinna Sigurrós Traustadóttir muninn í tvö mörk fyrir Stjörnuna og var meðbyr með heimakonum. Nær komust þó heimakonur ekki og Haukar sigldu þriggja marka sigri heim að lokum. Atvik leiksins Þegar Haukar voru fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik, í stöðunni 10-6, tóku Stefán Arnarson og Díana Guðjónsdóttir leikhlé. Í kjölfarið kom allt annað lið til leiks og lögðu Haukar gruninn að góðum sigri í Garðabænum í dag. Það má deila um hvort að leikhléið hafi skipt svo miklum sköpum en leikurinn breyttist Haukum algjörlega í hag eftir þetta atvik. Stjörnur og skúrkar Líkt og áður var það Elín Klara Þorkelsdóttir sem var allt í öllu í leik Hauka en hún skoraði 10 mörk í dag ásamt því að skapa aragrúa af færum fyrir samherja sína. Eva Björk Davíðsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir voru öflugar í liði Stjörnunnar. Þær héldu sóknarleik Garðbæinga á lofti ásamt Emblu Steindórsdóttur. Flest mörk Stjörnunnar komu fyrir utan en skytturnar héldu uppi sóknarleiknum, það var ekkert um hraðaupphlaup eða hraðar sóknir hjá Stjörnukonum. Það var lítið leitað út í hornin eða á línuna. Að lokum voru Haukakonur byrjaðar að lesa sóknarleik Stjörnunnar og að hluta til varð einsleitur sóknarleikur þeim að falli. Dómarar Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson voru samkvæmir sjálfum sér og samstilltir í gegnum allan leikinn. Það var lítið um mótmæli frá leikmönnum og þjálfurum og getur tvíeykið gengið sátt frá borði. Stemning og umgjörð Áhugafólk um handbolta er smátt saman að koma sér í handboltagírinn í janúar. Þó það sé alltaf gaman að sjá fleiri á pöllunum þá heyrðist ágætlega í þeim áhorfendum sem létu sjá sig í Heklu-höllinni í dag. Viðtöl Rut: „Var ekki stressuð en þetta var óþarfi“ Rut Jónsdóttir skoraði fjögur mörk í dag.vísir/Viktor Freyr Rut Jónsdóttir, leikmaður Hauka, var ánægð með að byrja árið á sigri í Garðabæ í dag. Hún segir þó að leikurinn hafi verið óþarflega jafn í lokin. „Ég er vissulega sátt með sigurinn en þetta var ansi spennandi leikur. Ég hefði viljað að ná aðeins að halda honum betur, við vorum komnar með gott forskot, þetta var óþarfa spennandi. Ég er þó mjög sátt með sigurinn,“ sagði Rut eftir leikinn. Haukar fóru hægt af stað en lentu snemma fjórum mörkum undir. Rut kennir lélegri færanýtingu í upphafi leiks um. „Við vorum eiginlega að fara með mjög mikið af færum. Hún [Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir] var að verja vel í markinu hjá þeim og við fórum með dauðafæri. Við náðum ekki að stöðva þær og verja eins vel okkar megin. Um leið og það fór að smella, vörn, markvarsla og skora úr færunum komust við hægt og rólega inn í leikinn. Ég man eiginlega ekki hvað við klikkuðum á mörgum færum í byrjun en það var allavega aðeins of mikið.“ Þrátt fyrir að Stjörnukonur komust inn í leikinn að nýju undir lok leiks var Rut þokkalega róleg með gang mála. „Þær minnkuðu í tvö en ég var ekki stressuð en þetta var óþarfi. Tíminn leið og þegar tvær mínútur voru eftir vorum við með þrjú mörk á þær og þá þurftum við bara halda vel í boltann, sem við gerðum. Ég er mjög sátt með að klára þetta sigri,“ sagði Rut að endingu.