Egyptinn staðfesti þetta í viðtali við Sky Sports í aðdraganda leiks liðsins gegn Manchester United um helgina.
„Ég vil vinna ensku úrvalsdeildina með Liverpool. Þetta er mitt síðasta tímabil hjá félaginu og ég vil gera eitthvað sérstakt fyrir borgina,“ sagði Salah meðal annars í viðtalinu. Hann gaf þó á endanum til kynna að þetta væri staðan í dag en hlutirnir gætu þó breyst.
Ljóst er að ef Salah stendur við yfirlýsinguna er um högg að ræða fyrir stuðningfólk Liverpool þar sem talið er næsta öruggt að Trent Alexander-Arnold muni ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu í sumar þegar samningur hans við Liverpool rennur út.
Hinn 32 ára gamli Salah er að eiga eitt sitt besta tímabil til þessa á ferlinum en hann hefur skorað 17 mörk og lagt upp 13 til viðbótar í aðeins 18 deildarleikjum á leiktíðinni. Þá hefur hann skorað tvö og lagt upp fjögur í Meistaradeild Evrópu.