Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 15:10 Ljósmynd frá varnamálaráðuneyti Rússlands sem sýnir varnir þeirra gegn herliði Úkraínu í Kúrskhéraði. AP Úkraínski herinn hóf í dag skyndilega gagnsókn enn lengra inn í Kúrskhérað í Rússlandi sem kom rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu samkvæmt talsmönnum stjórnvalda í Úkraínu og rússneskum stríðsbloggurum. Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu. Myndskeið frá vettvangi sýna brynvarðar bifreiðar Úkraínuhers aka yfir snæviþakta akra í átt að Bolshoe Soldatskoe þorpi sem er enn austar við rússneska bæinn Súdzha sem er nú þegar undir yfirráðum Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur einnig staðfest árás Úkraínu samkvæmt fréttastofu BBC. Eins og greint hefur verið frá réðst Úkraínuher inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágúst. Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, sagðist vonast til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu í héraðinu. Síðan þá hafa Rússar barist hörðum höndum við að losna við Úkraínumenn af landsvæðinu og hafa sem stendur unnið til baka um 40 prósent af því landsvæði sem þeir töpuðu í upprunalegri gagnárás Úkraínu. Síðustu fréttir frá héraðinu hermdu að dátar Kim Jon Un frá Norður-Kóreu væru nýttir sem fallbyssufóður á svæðinu í átökum við Úkraínumenn. Norður-Kóreumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Óljóst er hve umfangsmikil núverandi aðgerð Úkraínuhers í Kúrskhéraði sé. Fregnir hafa borist af því að Úkraínskir hermenn hafi sölsað undir sig smábæinn Berdin, þar sem Rússar hafa aðsetur. Það sé þó óstaðfest. Sagt er að liðsmenn Úkraínu hafi fjarlægt jarðsprengjur á svæðinu í nótt áður en núverandi sókn fór fram. Hörð átök standi nú yfir þar sem Rússar notist meðal annars við dróna. Andriy Yermak, talsmaður Seleneskíj, sagði í tilkynningu að árásin gengi mjög vel og væri að skila góðum árangri. „Kúrskhérað, góðar fréttir, Rússland er að fá það sem það á skilið,“ skrifaði hann. Andrí Kovalenko, háttsettur embættismaður í þjóðaröryggis- og varnarráði Úkraínu, staðfesti sóknina og sagði Rússa vera mjög áhyggjufulla. Rússland hafi orðið fyrir árásum á nokkrum vígstöðvum sem hafi komið þeim í opna skjöldu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu. Myndskeið frá vettvangi sýna brynvarðar bifreiðar Úkraínuhers aka yfir snæviþakta akra í átt að Bolshoe Soldatskoe þorpi sem er enn austar við rússneska bæinn Súdzha sem er nú þegar undir yfirráðum Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur einnig staðfest árás Úkraínu samkvæmt fréttastofu BBC. Eins og greint hefur verið frá réðst Úkraínuher inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágúst. Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, sagðist vonast til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu í héraðinu. Síðan þá hafa Rússar barist hörðum höndum við að losna við Úkraínumenn af landsvæðinu og hafa sem stendur unnið til baka um 40 prósent af því landsvæði sem þeir töpuðu í upprunalegri gagnárás Úkraínu. Síðustu fréttir frá héraðinu hermdu að dátar Kim Jon Un frá Norður-Kóreu væru nýttir sem fallbyssufóður á svæðinu í átökum við Úkraínumenn. Norður-Kóreumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Óljóst er hve umfangsmikil núverandi aðgerð Úkraínuhers í Kúrskhéraði sé. Fregnir hafa borist af því að Úkraínskir hermenn hafi sölsað undir sig smábæinn Berdin, þar sem Rússar hafa aðsetur. Það sé þó óstaðfest. Sagt er að liðsmenn Úkraínu hafi fjarlægt jarðsprengjur á svæðinu í nótt áður en núverandi sókn fór fram. Hörð átök standi nú yfir þar sem Rússar notist meðal annars við dróna. Andriy Yermak, talsmaður Seleneskíj, sagði í tilkynningu að árásin gengi mjög vel og væri að skila góðum árangri. „Kúrskhérað, góðar fréttir, Rússland er að fá það sem það á skilið,“ skrifaði hann. Andrí Kovalenko, háttsettur embættismaður í þjóðaröryggis- og varnarráði Úkraínu, staðfesti sóknina og sagði Rússa vera mjög áhyggjufulla. Rússland hafi orðið fyrir árásum á nokkrum vígstöðvum sem hafi komið þeim í opna skjöldu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“