Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2025 11:43 Starfsmaður Running Tide að störfum. Öllu starfsfólki var sagt upp síðasta sumar og félaginu var slitið í desember. Running Tide Hluthafar nýsköpunarfyrirtækisins Running Tide samþykktu að slíta félaginu í síðasta mánuði. Rannsóknartæki félagsins enduðu meðal annars hjá Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra. Markmið Running Tide var að rækta stórþörunga á sérhönnuðum baujum til þess að binda kolefni í hafi og selja kolefnisbindingareiningar út á ræktunina. Ætlunin var að rækta þörugana á alþjóðlegu hafsvæði suður af Íslandi og samdi fyrirtækið um uppbyggingu starfsemi sinnar á Akranesi. Erfiðlega gekk þó að fjármagna nýsköpunarstarfsemi Running Tide og var ákveðið að hefja undirbúning að slitum félagsins í maí í fyrra. Öllu starfsfólki var sagt upp þá um mánaðamótin. Kristinn Árni L. Hróbjartsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi, segir félagið ekki hafa orðið gjaldþrota. Það hafi borgað allar skuldir, greitt starfsfólki laun, skilað leigulóðum og selt eignir eða komið þeim í not áður en félaginu var slitið. Running Tide hafi þannig gefið Háskóla Íslands rannsóknartæki og selt Hafrannsóknarstofnun búnað á undirverði. Þá hafi nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun keypt ýmis rannsóknartæki. Marty Odlin, bandarískur stofnandi Running Tide, keypti hugverk sem urðu til tengd mælingum og aðferðum fyrirtækisins. Neikvæð umfjöllun hafði engin áhrif Líkt og fleiri kolefnisbindingarverkefni á Íslandi var Running Tide viðfangsefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar í fyrra. Gagnrýni kom fram á aðferðir fyrirtækisins og eftirlit stjórnvalda með starfsemi fyrirtækja á þessu sviði. Kristinn segir að umfjöllunin hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðunina um að hætta starfseminni á Íslandi eða að ekki hafi fengist fjármagn til þess að halda henni áfram. Grunnhugmyndin að baki Running Tide um að sökkva lífmassa á hafsbotn og binda þannig kolefni sé ekki flókin og mýmörg fyrirtæki og rannsóknarverkefni snúist um hana. „Grunnvísindalega hugmyndin á bak við þetta að sökkva kolefni í lífmassa lifir fínu lífi og það er fullt af fólki að pæla í henni um allan heim,“ segir Kristinn. Nýsköpun Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Markmið Running Tide var að rækta stórþörunga á sérhönnuðum baujum til þess að binda kolefni í hafi og selja kolefnisbindingareiningar út á ræktunina. Ætlunin var að rækta þörugana á alþjóðlegu hafsvæði suður af Íslandi og samdi fyrirtækið um uppbyggingu starfsemi sinnar á Akranesi. Erfiðlega gekk þó að fjármagna nýsköpunarstarfsemi Running Tide og var ákveðið að hefja undirbúning að slitum félagsins í maí í fyrra. Öllu starfsfólki var sagt upp þá um mánaðamótin. Kristinn Árni L. Hróbjartsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi, segir félagið ekki hafa orðið gjaldþrota. Það hafi borgað allar skuldir, greitt starfsfólki laun, skilað leigulóðum og selt eignir eða komið þeim í not áður en félaginu var slitið. Running Tide hafi þannig gefið Háskóla Íslands rannsóknartæki og selt Hafrannsóknarstofnun búnað á undirverði. Þá hafi nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun keypt ýmis rannsóknartæki. Marty Odlin, bandarískur stofnandi Running Tide, keypti hugverk sem urðu til tengd mælingum og aðferðum fyrirtækisins. Neikvæð umfjöllun hafði engin áhrif Líkt og fleiri kolefnisbindingarverkefni á Íslandi var Running Tide viðfangsefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar í fyrra. Gagnrýni kom fram á aðferðir fyrirtækisins og eftirlit stjórnvalda með starfsemi fyrirtækja á þessu sviði. Kristinn segir að umfjöllunin hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðunina um að hætta starfseminni á Íslandi eða að ekki hafi fengist fjármagn til þess að halda henni áfram. Grunnhugmyndin að baki Running Tide um að sökkva lífmassa á hafsbotn og binda þannig kolefni sé ekki flókin og mýmörg fyrirtæki og rannsóknarverkefni snúist um hana. „Grunnvísindalega hugmyndin á bak við þetta að sökkva kolefni í lífmassa lifir fínu lífi og það er fullt af fólki að pæla í henni um allan heim,“ segir Kristinn.
Nýsköpun Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08
Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30