Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. janúar 2025 12:02 Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, heilsar fólki á 90 ára afmælinu þann 15. apríl árið 2020. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var langt á undan sinni samtíð með áherslu sinni á íslenska tungu og á náttúruna í forsetatíð. Þetta segir ævisöguritari Vigdísar sem hefur í tilefni af nýjum þáttum um Vigdísi, útbúið námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um upphaf, mótun og áhrif hennar. Segja má að hálfgert Vigdísaræði hafi gripið þjóðina og ekki í fyrsta sinn. Leiknir sjónvarpsþættir um Vigdísi sem sýndir eru á RÚV hafa slegið í gegn og þykja einstaklega vandaðir. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem sjálf Vigdís en Elín Hall túlkar Vigdísi á hennar yngri árum. Páll Valsson, hefur í tilefni af þáttunum útbúið námskeið hjá Endurmenntun HÍ sem fjallar um rætur Vigdísar, bakgrunn, árin á forsetastóli og tímann að lokinni forsetatíð og til dagsins í dag. Páll skrifaði ævisögu Vígdísar en í Bítinu á Bylgjunni var hann beðinn um að lýsa Vigdísi. „Hún er svo jákvæð og lausnamiðuð. Hún kann að hlusta - sem er mikilvægur eiginleiki - ekki síst í stjórnmálum. Hún er ofsalega dugleg og kraftmikil. Þetta verður bara væmið ef ég á að lýsa henni,“ sagði Páll, hún væri nefnilega svo mikil mannkostamanneskja líkt og hann komst að orði. Hann kvaðst ánægður með nýju þáttaröðina og finnst þeir varpa ljósi á mótlætið sem Vigdís mátti þola. „Fólk heldur kannski að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni og ekki þurft að hafa fyrir neinu en það er nú öðru nær. Eins og fólk sér í þáttunum þá lenti hún í ýmsum áföllum en hún rís upp og sýnir seiglu og gefst ekki upp. Hún er baráttukona.“ Silja Bára Ómarsdóttir mun á námskeiðinu rýna í forsetaár Vigdísar og áhrif á alþjóðavettvangi. Auður Hauksdóttir, samstarfskona hennar mun þá fara ofan í saumana á tímabilinu sem fór í hönd að lokinni forsetatíð en eins og alþjóð veit þá hefur Vigdís ekki setið auðum höndum. Þá mun Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti rýna í arfleifð hennar og áhrif á forsetaembættið. Páll segir Vigdísi alltaf hafa verið undan sinni samtíð. „Ég man eftir þessu þegar hún er að koma fram og tala við börnin og láta þau planta trjám og svo þetta með íslenska tungu. Ég man eftir því að það voru ekkert allir voða hrifnir af þessu,“ segir Páll og að viðkvæðið hefði oft verið „Kemur þessi kona alltaf með þessi tré, hvað er þetta?“ Páll bendir á að þessi áherslumál séu í raun okkar aðalsmerki í nútímanum. „Þetta er það sem þetta snýst um í þessu landi; það er náttúran og það er tungumálið það er þetta tvennt sem okkur ber að reyna að standa vörð um, þetta lagði hún áherslu á strax,“ benti Páll á. Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Menning Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28 Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Segja má að hálfgert Vigdísaræði hafi gripið þjóðina og ekki í fyrsta sinn. Leiknir sjónvarpsþættir um Vigdísi sem sýndir eru á RÚV hafa slegið í gegn og þykja einstaklega vandaðir. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem sjálf Vigdís en Elín Hall túlkar Vigdísi á hennar yngri árum. Páll Valsson, hefur í tilefni af þáttunum útbúið námskeið hjá Endurmenntun HÍ sem fjallar um rætur Vigdísar, bakgrunn, árin á forsetastóli og tímann að lokinni forsetatíð og til dagsins í dag. Páll skrifaði ævisögu Vígdísar en í Bítinu á Bylgjunni var hann beðinn um að lýsa Vigdísi. „Hún er svo jákvæð og lausnamiðuð. Hún kann að hlusta - sem er mikilvægur eiginleiki - ekki síst í stjórnmálum. Hún er ofsalega dugleg og kraftmikil. Þetta verður bara væmið ef ég á að lýsa henni,“ sagði Páll, hún væri nefnilega svo mikil mannkostamanneskja líkt og hann komst að orði. Hann kvaðst ánægður með nýju þáttaröðina og finnst þeir varpa ljósi á mótlætið sem Vigdís mátti þola. „Fólk heldur kannski að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni og ekki þurft að hafa fyrir neinu en það er nú öðru nær. Eins og fólk sér í þáttunum þá lenti hún í ýmsum áföllum en hún rís upp og sýnir seiglu og gefst ekki upp. Hún er baráttukona.“ Silja Bára Ómarsdóttir mun á námskeiðinu rýna í forsetaár Vigdísar og áhrif á alþjóðavettvangi. Auður Hauksdóttir, samstarfskona hennar mun þá fara ofan í saumana á tímabilinu sem fór í hönd að lokinni forsetatíð en eins og alþjóð veit þá hefur Vigdís ekki setið auðum höndum. Þá mun Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti rýna í arfleifð hennar og áhrif á forsetaembættið. Páll segir Vigdísi alltaf hafa verið undan sinni samtíð. „Ég man eftir þessu þegar hún er að koma fram og tala við börnin og láta þau planta trjám og svo þetta með íslenska tungu. Ég man eftir því að það voru ekkert allir voða hrifnir af þessu,“ segir Páll og að viðkvæðið hefði oft verið „Kemur þessi kona alltaf með þessi tré, hvað er þetta?“ Páll bendir á að þessi áherslumál séu í raun okkar aðalsmerki í nútímanum. „Þetta er það sem þetta snýst um í þessu landi; það er náttúran og það er tungumálið það er þetta tvennt sem okkur ber að reyna að standa vörð um, þetta lagði hún áherslu á strax,“ benti Páll á.
Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Menning Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28 Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28
Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent