Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2025 14:40 Þórdís Kolbrún og Bjarni skrafa saman á ráðherrabekk á Alþingi. Þau hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár en nú ætlar Bjarni að stíga til hliðar. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. Bjarni upplýsti þingflokk Sjálfstæðisflokksins í dag um að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns flokksins á landsfundi sem á að fara fram í febrúar. Hann ætlar heldur ekki að taka sæti á Alþingi. Þórdís Kolbrún hefur áður sagt að hún gæti hugsað sér að taka að sér forystu flokksins þegar Bjarni stígur til hliðar. Hún vildi ekki lýsa yfir framboði til formanns hér og nú þegar Vísir náði sambandi við hana. „Það verður alveg tími til að svara því nákvæmlega á næstunni. Mér finnst að þessi dagur eigi að snúast um þessa stóru ákvörðun Bjarna,“ segir Þórdís Kolbrún í símaviðtali við Vísi en hún er stödd í fjölskylduferðalagi í Afríku. „Ég hef alveg verið opin með það í töluverðan tíma að ég væri tilbúin að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina. Það er svo sem óbreytt,“ segir hún ennfremur. Sagan dæmi Bjarna af stóru verkefnum síðustu ára Þórdís segir að Bjarni hafi verið mikill leiðtogi í íslenskum stjórnmálum í langan tíma. Hann hafi verið þingmaður í rúma tvo áratugi og formaður flokksins í fimmtán ár. Sagan muni dæma hann af þeim stóru verkefnum sem hann hafi tekið að sér í þjónustu við samfélagið á undarlegum tímum. „Í rauninni allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn eftir vinstristjórn 2009 til 2013 og svo undanfarin ár auðvitað þar sem við höfum farið í gengum tíma sem maður áður las í sögubókunum en núna lifum, hvort sem það er heimsfaraldur, náttúruhamfarir eða stríð í okkar álfu,“ segir varaformaðurinn. „Sérstaklega þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins frá 2013 eru það auðvitað árangur og ákvarðanir þar sem skipti verulegu máli að vera með framsýnan og hugrakkan stjórnmálaleiðtoga fyrir samfélagið allt og fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Bjarni upplýsti þingflokk Sjálfstæðisflokksins í dag um að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns flokksins á landsfundi sem á að fara fram í febrúar. Hann ætlar heldur ekki að taka sæti á Alþingi. Þórdís Kolbrún hefur áður sagt að hún gæti hugsað sér að taka að sér forystu flokksins þegar Bjarni stígur til hliðar. Hún vildi ekki lýsa yfir framboði til formanns hér og nú þegar Vísir náði sambandi við hana. „Það verður alveg tími til að svara því nákvæmlega á næstunni. Mér finnst að þessi dagur eigi að snúast um þessa stóru ákvörðun Bjarna,“ segir Þórdís Kolbrún í símaviðtali við Vísi en hún er stödd í fjölskylduferðalagi í Afríku. „Ég hef alveg verið opin með það í töluverðan tíma að ég væri tilbúin að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina. Það er svo sem óbreytt,“ segir hún ennfremur. Sagan dæmi Bjarna af stóru verkefnum síðustu ára Þórdís segir að Bjarni hafi verið mikill leiðtogi í íslenskum stjórnmálum í langan tíma. Hann hafi verið þingmaður í rúma tvo áratugi og formaður flokksins í fimmtán ár. Sagan muni dæma hann af þeim stóru verkefnum sem hann hafi tekið að sér í þjónustu við samfélagið á undarlegum tímum. „Í rauninni allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn eftir vinstristjórn 2009 til 2013 og svo undanfarin ár auðvitað þar sem við höfum farið í gengum tíma sem maður áður las í sögubókunum en núna lifum, hvort sem það er heimsfaraldur, náttúruhamfarir eða stríð í okkar álfu,“ segir varaformaðurinn. „Sérstaklega þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins frá 2013 eru það auðvitað árangur og ákvarðanir þar sem skipti verulegu máli að vera með framsýnan og hugrakkan stjórnmálaleiðtoga fyrir samfélagið allt og fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira