Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar 7. janúar 2025 10:31 Um áramótin voru 30 ár liðin frá því að embætti umboðsmanns barna var sett á laggirnar, embætti sem ætlað er að vera sérstakur málsvari barna og réttinda þeirra í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Frá stofnun embættisins hafa miklar breytingar orðið á stöðu barna og almennur skilningur á réttindum barna og þátttöku þeirra í samfélaginu hefur vaxið. Þá hefur embættið styrkst umtalsvert á liðnum áratugum ekki síst með lagabreytingum sem gerðar voru 2018 sem fólu í sér ný verkefni og aukin tækifæri fyrir embættið. Í tilefni afmælisins verður dagskrá í Hörpu þann 9. janúar n.k. þar sem kynnt verða nokkur þeirra verkefna sem embættið mun leggja sérstaka áherslu á næstu mánuðina. Má þar nefna birtingu upplýsinga um bið barna eftir þjónustu, leiðbeiningar sem embættið hefur unnið um mat á áhrifum á börn í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið og drög að skýrslu um barnvæna réttarvörslu. Þessi verkefni, ásamt mörgum öðrum, sýna mikilvægi þess að stjórnvöld vinni mun markvissar að innleiðingu Barnasáttmálans og tryggi að börn fái nauðsynlega þjónustu sem þau eiga rétt á. Bið barna eftir þjónustu Löng bið eftir þjónustu við börn hefur verið viðvarandi vandamál til margra ára. Með það að markmiði að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna hefur umboðsmaður, frá því í febrúar 2022, birt upplýsingar, á hálfs árs fresti, um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum. Birting þessara talna er í samræmi við hlutverk embættisins að afla og miðla gögnum og upplýsingum um stöðu tiltekinna hópa barna. Ljóst er að löng bið eftir þjónustu er ein helsta fyrirstaða þess að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda þegar þörf eftir stuðningi skapastog eykur líkurnar á því að vandinn verði umfangsmeiri. Börn og ungmenni hafa sjálf vakið athygli á þessari stöðu og einkum kallað eftir aukinni geðheilbrigðisþjónustu barna. Mat á áhrifum á börn Samkvæmt 3. gr. Barnasáttmálans á það sem er barni fyrir bestu ávallt að hafa forgang þegar ráðstafanir eru gerðar sem varða börn. Eitt mikilvægasta skrefið í átt að innleiðingu Barnasáttmálans er að taka upp formlega framkvæmd mats á áhrifum á börn, við mótun stefnu og ákvarðanatöku, á öllum stigum stjórnkerfisins, en í því felst meðal annars markviss upplýsingagjöf til barna og þátttaka þeirra í ákvarðanatöku. Með það að markmiði að auka þekkingu á 3. gr. Barnasáttmálans og auðvelda stjórnvöldum innleiðingu slíks mats hefur embætti umboðsmanns barna útbúið leiðbeiningar um framkvæmd þess þegar taka á ákvörðun eða ráðast á í aðgerðir sem varða börn. Þær leiðbeiningar eru aðgengilegar á vefsíðu embættisins barn.is og einnig hefur sérstakur leiðarvísir verið unnin af stjórnarráðinu í samvinnu við embættið. Barnvæn réttarvarsla Barnvæn réttarvarsla (e. Child Friendly Justice) tryggir rétt barna til frumkvæðis og þátttöku í réttarkerfi sem tekur mið af þörfum þeirra og er þeim aðgengilegt á allan hátt. Hugmyndafræði barnvænnar réttarvörslu hefur á undanförnum áratugum leitt til grundvallarbreytinga á meðferð mála þar sem börn hafa verið þolendur ofbeldis til dæmis með tilkomu Barnahúss. Að mati umboðsmanns barna er mikilvægt að útvíkka þessa nálgun svo hún nái yfir á önnur svið réttarkerfisins þar sem börn eru aðilar að málum. Á liðnu ári hefur embættið unnið að úttekt og skýrslu um barnvæna réttargæslu og stöðuna hér á landi. Framkvæmd var könnun í því skyni að greina hvernig réttarkerfið og stjórnsýslan á Íslandi samræmist kröfum um barnvæna réttarvörslu eins og þær birtast í alþjóðlegum skuldbindingum, einkum Barnasáttmálanum, áliti barnaréttarnefndarinnar og leiðbeiningareglum Evrópuráðsins. Niðurstöður verkefnisins sýna mikla þörf á því að unnið verði í víðara samhengi að innleiðingu barnvænnar réttarvörslu þvert á réttarkerfið. Barnaþing og þátttaka barna Auk ofangreindra verkefna leggur embætti umboðsmanns barna ríka áherslu á samráð við börn og þátttöku þeirra í samfélaginu ekki síst með barnaþingi sem haldið verður í fjórða sinn í nóvember á þessu ári. Unnið hefur verið verklag innan stjórnarráðsins sem á að tryggja að tillögur barnanna fái vandaða umfjöllun innan stjórnkerfisins milli barnaþinga. Þá gegnir ráðgjafarhópur umboðsmanns barna ríku hlutverki í daglegu starfi embættisins og verkefnum. Á undanförnum þremur áratugum hafa miklar framfarir átt sér stað í tengslum við réttindi barna, ekki síst með lögfestingu Barnasáttmálans árið 2013. Eftir sem áður bíða stjórnvöldum stór verkefni í að bæta stöðu barna hér á landi og mun umboðsmaður barna hér eftir sem hingað til, sinna hlutverki sínu sem opinber talsmaður barna, með því að fylgjast með innleiðingu Barnasáttmálans sem og öðrum ákvörðunum stjórnvalda sem varða börn, svo tryggt sé að öll börn hér á landi njóti þeirra réttinda sem Barnasáttmálinn veitir þeim. Höfundur er umboðsmaður barna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Salvör Nordal Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Um áramótin voru 30 ár liðin frá því að embætti umboðsmanns barna var sett á laggirnar, embætti sem ætlað er að vera sérstakur málsvari barna og réttinda þeirra í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Frá stofnun embættisins hafa miklar breytingar orðið á stöðu barna og almennur skilningur á réttindum barna og þátttöku þeirra í samfélaginu hefur vaxið. Þá hefur embættið styrkst umtalsvert á liðnum áratugum ekki síst með lagabreytingum sem gerðar voru 2018 sem fólu í sér ný verkefni og aukin tækifæri fyrir embættið. Í tilefni afmælisins verður dagskrá í Hörpu þann 9. janúar n.k. þar sem kynnt verða nokkur þeirra verkefna sem embættið mun leggja sérstaka áherslu á næstu mánuðina. Má þar nefna birtingu upplýsinga um bið barna eftir þjónustu, leiðbeiningar sem embættið hefur unnið um mat á áhrifum á börn í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið og drög að skýrslu um barnvæna réttarvörslu. Þessi verkefni, ásamt mörgum öðrum, sýna mikilvægi þess að stjórnvöld vinni mun markvissar að innleiðingu Barnasáttmálans og tryggi að börn fái nauðsynlega þjónustu sem þau eiga rétt á. Bið barna eftir þjónustu Löng bið eftir þjónustu við börn hefur verið viðvarandi vandamál til margra ára. Með það að markmiði að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna hefur umboðsmaður, frá því í febrúar 2022, birt upplýsingar, á hálfs árs fresti, um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum. Birting þessara talna er í samræmi við hlutverk embættisins að afla og miðla gögnum og upplýsingum um stöðu tiltekinna hópa barna. Ljóst er að löng bið eftir þjónustu er ein helsta fyrirstaða þess að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda þegar þörf eftir stuðningi skapastog eykur líkurnar á því að vandinn verði umfangsmeiri. Börn og ungmenni hafa sjálf vakið athygli á þessari stöðu og einkum kallað eftir aukinni geðheilbrigðisþjónustu barna. Mat á áhrifum á börn Samkvæmt 3. gr. Barnasáttmálans á það sem er barni fyrir bestu ávallt að hafa forgang þegar ráðstafanir eru gerðar sem varða börn. Eitt mikilvægasta skrefið í átt að innleiðingu Barnasáttmálans er að taka upp formlega framkvæmd mats á áhrifum á börn, við mótun stefnu og ákvarðanatöku, á öllum stigum stjórnkerfisins, en í því felst meðal annars markviss upplýsingagjöf til barna og þátttaka þeirra í ákvarðanatöku. Með það að markmiði að auka þekkingu á 3. gr. Barnasáttmálans og auðvelda stjórnvöldum innleiðingu slíks mats hefur embætti umboðsmanns barna útbúið leiðbeiningar um framkvæmd þess þegar taka á ákvörðun eða ráðast á í aðgerðir sem varða börn. Þær leiðbeiningar eru aðgengilegar á vefsíðu embættisins barn.is og einnig hefur sérstakur leiðarvísir verið unnin af stjórnarráðinu í samvinnu við embættið. Barnvæn réttarvarsla Barnvæn réttarvarsla (e. Child Friendly Justice) tryggir rétt barna til frumkvæðis og þátttöku í réttarkerfi sem tekur mið af þörfum þeirra og er þeim aðgengilegt á allan hátt. Hugmyndafræði barnvænnar réttarvörslu hefur á undanförnum áratugum leitt til grundvallarbreytinga á meðferð mála þar sem börn hafa verið þolendur ofbeldis til dæmis með tilkomu Barnahúss. Að mati umboðsmanns barna er mikilvægt að útvíkka þessa nálgun svo hún nái yfir á önnur svið réttarkerfisins þar sem börn eru aðilar að málum. Á liðnu ári hefur embættið unnið að úttekt og skýrslu um barnvæna réttargæslu og stöðuna hér á landi. Framkvæmd var könnun í því skyni að greina hvernig réttarkerfið og stjórnsýslan á Íslandi samræmist kröfum um barnvæna réttarvörslu eins og þær birtast í alþjóðlegum skuldbindingum, einkum Barnasáttmálanum, áliti barnaréttarnefndarinnar og leiðbeiningareglum Evrópuráðsins. Niðurstöður verkefnisins sýna mikla þörf á því að unnið verði í víðara samhengi að innleiðingu barnvænnar réttarvörslu þvert á réttarkerfið. Barnaþing og þátttaka barna Auk ofangreindra verkefna leggur embætti umboðsmanns barna ríka áherslu á samráð við börn og þátttöku þeirra í samfélaginu ekki síst með barnaþingi sem haldið verður í fjórða sinn í nóvember á þessu ári. Unnið hefur verið verklag innan stjórnarráðsins sem á að tryggja að tillögur barnanna fái vandaða umfjöllun innan stjórnkerfisins milli barnaþinga. Þá gegnir ráðgjafarhópur umboðsmanns barna ríku hlutverki í daglegu starfi embættisins og verkefnum. Á undanförnum þremur áratugum hafa miklar framfarir átt sér stað í tengslum við réttindi barna, ekki síst með lögfestingu Barnasáttmálans árið 2013. Eftir sem áður bíða stjórnvöldum stór verkefni í að bæta stöðu barna hér á landi og mun umboðsmaður barna hér eftir sem hingað til, sinna hlutverki sínu sem opinber talsmaður barna, með því að fylgjast með innleiðingu Barnasáttmálans sem og öðrum ákvörðunum stjórnvalda sem varða börn, svo tryggt sé að öll börn hér á landi njóti þeirra réttinda sem Barnasáttmálinn veitir þeim. Höfundur er umboðsmaður barna
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun