Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2025 16:41 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ávarpaði franska sendiherra í gær. Ummæli hans hafa vakið reiði í Afríku. AP/Aurelien Morissard Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum. Macron lét ummælin falla í ræðu fyrir framan sendiherra Frakklands í gær og fjallaði hann þar um hernaðaríhlutun Frakklands í Vestur-Afríku og á Sahelsvæðinu, sem hófst árið 2013. Franskir hermenn voru fyrst sendir til Malí af Francois Hollande, þáverandi forseta, og hafa þeir einnig verið í Búrkína Fasó, Níger og öðrum ríkjum. Að minnsta kosti 58 franskir hermenn hafa fallið í átökum við víga- og uppreisnarmenn síðan þá. Eftir valdarán hermanna í Búrkína Fasó, Malí og Níger á undanförnum árum hafa franskir hermenn verið reknir á brot þaðan og í nóvember var það sama upp á teningnum í Tjad og Senegal en franskir hermenn eru einnig á leið frá Fílabeinsströndinni og yfirgáfu Mið-Afríkulýðveldið árið 2022 eftir valdrán þar. Sjá einnig: Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér „Ég held þeir hafi gleymt að segja takk fyrir en það skiptir ekki máli. Það kemur með tímanum,“ sagði Macron í ræðu sinni í gær. Hann sagði að ákvörðunin um hernaðaríhlutun hefði verið rétt og staðhæfði að án hennar væri ekkert af ríkjum Sahelsvæðisins fullvalda í dag. „Við fórum vegna valdarána, af því við vorum beðnir um að fara af fullvalda ríkjum sem höfðu beðið Frakkland um að koma upprunalega,“ sagði Macron samkvæmt frétt France24. Hann sagði Frakkland ekki lengur hafa hlutverk á svæðinu þar sem Frakkar væru ekki aðstoðarmenn valdaræningja. Þessi ummæli hafa ekki fallið í kramið í Afríku. Sahelsvæðið svokallaða. Þar hefur víga- og uppreisnarhópum vaxið ásmegin á undanförnum árum.Vísir/Grafík Sagði Frakka þurfa að læra að virða Afríkubúa Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, sagði ummæli Macrons vera tímaskekkju og jaðra við að sýna afríkubúum fyrirlitningu. Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra Tjad, sló á svipaða strengi og sagði leiðtoga Frakklands þurfa að læra að bera virðingu fyrir Afríkubúum. Þeir hefðu spilað stóra rullu fyrir Frakkland í tveimur heimsstyrjöldum og aðkoma þeirra hefði aldrei verið viðurkennd. Hann sagði einnig, samkvæmt frétt CNN, að framlag Frakka til Tjad hefði sjaldan snúist um annað en þeirra eigin hagsmuni og hefði haft lítil áhrif ef einhver á framþróun ríkisins. Ousmane Sonko, forsætisráðherra Senegal, hefur einnig tjáð sig um ummæli Macrons. Hann segir engar viðræður um veru franskra hermanna í landinu hafa farið fram, eins og Macron hélt fram. Þess í stað hafi þjóðin ákveðið að vísa öllum erlendum hermönnum á brott. Versnandi öryggisástand Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Frá því herforingjastjórnir Búrkína Fasó, Malí og Níger ráku franska hermenn á brott og leituðu þess í stað á náðir Rússneskra málaliða, sem flestir eru á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands og African Corps, arftaka Wagner, hefur öryggisástandið í þessum ríkjum versnað verulega. Sjá einnig: Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða á Sahelsvæðinu, þar sem víga- og uppreisnarhópum hefur vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Þúsundir hafa fallið í árásum þessara hópa, sem flestir tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Sérfræðingar segja mögulegt að á komandi árum geti heilu ríkin fallið hendur þessara hópa. Frakkland Senegal Tjad Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Búrkína Fasó Malí Níger Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Macron lét ummælin falla í ræðu fyrir framan sendiherra Frakklands í gær og fjallaði hann þar um hernaðaríhlutun Frakklands í Vestur-Afríku og á Sahelsvæðinu, sem hófst árið 2013. Franskir hermenn voru fyrst sendir til Malí af Francois Hollande, þáverandi forseta, og hafa þeir einnig verið í Búrkína Fasó, Níger og öðrum ríkjum. Að minnsta kosti 58 franskir hermenn hafa fallið í átökum við víga- og uppreisnarmenn síðan þá. Eftir valdarán hermanna í Búrkína Fasó, Malí og Níger á undanförnum árum hafa franskir hermenn verið reknir á brot þaðan og í nóvember var það sama upp á teningnum í Tjad og Senegal en franskir hermenn eru einnig á leið frá Fílabeinsströndinni og yfirgáfu Mið-Afríkulýðveldið árið 2022 eftir valdrán þar. Sjá einnig: Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér „Ég held þeir hafi gleymt að segja takk fyrir en það skiptir ekki máli. Það kemur með tímanum,“ sagði Macron í ræðu sinni í gær. Hann sagði að ákvörðunin um hernaðaríhlutun hefði verið rétt og staðhæfði að án hennar væri ekkert af ríkjum Sahelsvæðisins fullvalda í dag. „Við fórum vegna valdarána, af því við vorum beðnir um að fara af fullvalda ríkjum sem höfðu beðið Frakkland um að koma upprunalega,“ sagði Macron samkvæmt frétt France24. Hann sagði Frakkland ekki lengur hafa hlutverk á svæðinu þar sem Frakkar væru ekki aðstoðarmenn valdaræningja. Þessi ummæli hafa ekki fallið í kramið í Afríku. Sahelsvæðið svokallaða. Þar hefur víga- og uppreisnarhópum vaxið ásmegin á undanförnum árum.Vísir/Grafík Sagði Frakka þurfa að læra að virða Afríkubúa Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, sagði ummæli Macrons vera tímaskekkju og jaðra við að sýna afríkubúum fyrirlitningu. Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra Tjad, sló á svipaða strengi og sagði leiðtoga Frakklands þurfa að læra að bera virðingu fyrir Afríkubúum. Þeir hefðu spilað stóra rullu fyrir Frakkland í tveimur heimsstyrjöldum og aðkoma þeirra hefði aldrei verið viðurkennd. Hann sagði einnig, samkvæmt frétt CNN, að framlag Frakka til Tjad hefði sjaldan snúist um annað en þeirra eigin hagsmuni og hefði haft lítil áhrif ef einhver á framþróun ríkisins. Ousmane Sonko, forsætisráðherra Senegal, hefur einnig tjáð sig um ummæli Macrons. Hann segir engar viðræður um veru franskra hermanna í landinu hafa farið fram, eins og Macron hélt fram. Þess í stað hafi þjóðin ákveðið að vísa öllum erlendum hermönnum á brott. Versnandi öryggisástand Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Frá því herforingjastjórnir Búrkína Fasó, Malí og Níger ráku franska hermenn á brott og leituðu þess í stað á náðir Rússneskra málaliða, sem flestir eru á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands og African Corps, arftaka Wagner, hefur öryggisástandið í þessum ríkjum versnað verulega. Sjá einnig: Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða á Sahelsvæðinu, þar sem víga- og uppreisnarhópum hefur vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Þúsundir hafa fallið í árásum þessara hópa, sem flestir tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Sérfræðingar segja mögulegt að á komandi árum geti heilu ríkin fallið hendur þessara hópa.
Frakkland Senegal Tjad Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Búrkína Fasó Malí Níger Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira