Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2025 08:31 Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að nota losunarheimildir stóriðju eins og álveranna til þess að standast skuldbindingar sínar um samdrátt í losun frá vegasamgöngum og annarri samfélagslosun. Vísir/Vilhelm Loftslagsráðherra hefur ákveðið að halda áfram að nýta heimild sem Ísland hefur til þess að nota losunarheimildir stóriðjunnar til þess að mæta skuldbindingum ríkisins gagnvart Parísarsamkomulaginu. Ekki er útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar fyrir fyrra tímabil samningsins. Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið sín gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð um samfélagslosun gefur Íslandi heimild til þess að nota losunarheimildir úr svonefndu ETS-kerfi stóriðjunnar og fluggeirans til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun. Ákveða þarf á nokkurra ára fresti hvort að ríki vilji taka árlega frá frá losunarheimildir úr ETS-kerfinu til þess að nýta fyrir tiltekin tímabil. Samfélagslosun er losun frá vegasamgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, efnaiðnaði og úrgangi. Áður var talað um losun á beina ábyrgð Íslands. Frestur til þess að taka frá ETS-heimildir fyrir seinna tímabil Parísarsamkomulagsins 2026-2030 rann út nú um áramótin. Ákvað Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að nýta sveigjanleikann, að því er kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Hægt er að taka frá ETS-losunarheimildir sem nemur að hámarki fjórum prósentum af samfélagslosun lands árið 2005. Alls eru 620 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem Ísland getur ráðstafað. Jóhann Páll er sagður hafa byggt ákvörðun sína á tillögu stýrihóps sem hefur það hlutverk að veita honum ráð um nýtingu sveigjanleikaákvæða og möguleg kaup eða sölu á heimildum fyrir hvert á skuldbindingartímabils Parísarsamkomulagsins. Ekki útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar á yfirstandandi tímabili Seinna tímabil Parísarsamkomulagsins verður gert upp. Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenska ríkinu þannig kleift að nýta losunarheimildir stóriðjunnar til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samfélagslosun fyrir árin 2026 til 2030. Ákvörðunin nú er bindandi fyrir árin 2026 og 2027. Eftir tvö ár geta íslensk stjórnvöld endurskoðað ákvörðun sína fyrir árin 2028 til 2030. Íslensk stjórnvöld ákváðu árið 2019 að nýta ETS-sveigjanleikann fyrir fyrra Parísartímabili 2021 til 2025. Uppgjör þess tímabils fer fram árið 2027. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að til þess komi að Ísland þurfi að nýta ETS-heimildirnar sem voru teknar frá fyrir tímabili 2021-2025. Þrátt fyrir að samfélagslosun ársins 2023 hafi líklega farið umfram úthlutanir Íslands var nægur afgangur af úthlutununum árin 2021 og 2022 til þess að mæta framúrkeyslunni. Hægt verður að nota ónýttar heimildir frá fyrra tímabilinu á því seinna. Umhverfissinnar hafa gagnrýnt vilja íslenskra stjórnvalda til þess að nýta sveigjanleikann undanfarin ár. Hafa þeir meðal annars haldið því fram að hann skapaði hættu á því að ríkið drægi úr metnaði sínum í að draga úr losun. Íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir milljónir tonna koltvísýringsígilda af Slóvakíu til þess að Ísland stæðist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni, forvera Parísarsamkomulagsins, árið 2023. Kostnaðurinn við kaupin nam 350 milljónum króna en Ísland fór um 3,4 milljónir tonna fram yfir heimildir sínar á öðru tímabili bókunarinnar. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23 Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið sín gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð um samfélagslosun gefur Íslandi heimild til þess að nota losunarheimildir úr svonefndu ETS-kerfi stóriðjunnar og fluggeirans til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun. Ákveða þarf á nokkurra ára fresti hvort að ríki vilji taka árlega frá frá losunarheimildir úr ETS-kerfinu til þess að nýta fyrir tiltekin tímabil. Samfélagslosun er losun frá vegasamgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, efnaiðnaði og úrgangi. Áður var talað um losun á beina ábyrgð Íslands. Frestur til þess að taka frá ETS-heimildir fyrir seinna tímabil Parísarsamkomulagsins 2026-2030 rann út nú um áramótin. Ákvað Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að nýta sveigjanleikann, að því er kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Hægt er að taka frá ETS-losunarheimildir sem nemur að hámarki fjórum prósentum af samfélagslosun lands árið 2005. Alls eru 620 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem Ísland getur ráðstafað. Jóhann Páll er sagður hafa byggt ákvörðun sína á tillögu stýrihóps sem hefur það hlutverk að veita honum ráð um nýtingu sveigjanleikaákvæða og möguleg kaup eða sölu á heimildum fyrir hvert á skuldbindingartímabils Parísarsamkomulagsins. Ekki útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar á yfirstandandi tímabili Seinna tímabil Parísarsamkomulagsins verður gert upp. Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenska ríkinu þannig kleift að nýta losunarheimildir stóriðjunnar til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samfélagslosun fyrir árin 2026 til 2030. Ákvörðunin nú er bindandi fyrir árin 2026 og 2027. Eftir tvö ár geta íslensk stjórnvöld endurskoðað ákvörðun sína fyrir árin 2028 til 2030. Íslensk stjórnvöld ákváðu árið 2019 að nýta ETS-sveigjanleikann fyrir fyrra Parísartímabili 2021 til 2025. Uppgjör þess tímabils fer fram árið 2027. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að til þess komi að Ísland þurfi að nýta ETS-heimildirnar sem voru teknar frá fyrir tímabili 2021-2025. Þrátt fyrir að samfélagslosun ársins 2023 hafi líklega farið umfram úthlutanir Íslands var nægur afgangur af úthlutununum árin 2021 og 2022 til þess að mæta framúrkeyslunni. Hægt verður að nota ónýttar heimildir frá fyrra tímabilinu á því seinna. Umhverfissinnar hafa gagnrýnt vilja íslenskra stjórnvalda til þess að nýta sveigjanleikann undanfarin ár. Hafa þeir meðal annars haldið því fram að hann skapaði hættu á því að ríkið drægi úr metnaði sínum í að draga úr losun. Íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir milljónir tonna koltvísýringsígilda af Slóvakíu til þess að Ísland stæðist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni, forvera Parísarsamkomulagsins, árið 2023. Kostnaðurinn við kaupin nam 350 milljónum króna en Ísland fór um 3,4 milljónir tonna fram yfir heimildir sínar á öðru tímabili bókunarinnar.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23 Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23
Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35