Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2025 11:48 Ljósufjöll séð úr Stykkishólmi Skjáskot/stöð 2 Veðurstofan hyggst auka vöktunarstig við Ljósufjöll vegna skjálftavirkni á svæðinu undanfarnar vikur. Náttúruvársérfræðingur segir sérstakt að skjálftavirkni mælist svo lengi á jafnmiklu dýpi og raunin er nú. Tveir markverðir jarðskjálftar urðu á landinu undir morgun; skjálfti að stærð 4,1 við Bárðarbungu og skjálfti að stærð 2,9 við Grjótárvatn. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir Bárðarbunguskjálftann hefðbundinn, hann sé sjöundi skjálftinn sem mælist fjórir eða stærri á innan við ári. Grjótárvatnsskjálftinn er öllu eftirtektarverðari. Svæðið tilheyrir Ljósufjallakerfinu, sem teygir sig frá Snæfellsnesi að Grábrók, sem hefur minnt rækilega á sig með jarðskjálftum síðustu vikur. „Við erum semsagt að meta það sem svo að þetta kalli á að við hækkum vöktunarstig hjá okkur varðandi Ljósufjöll og Ljósufjallakerfið. Það er ekki algengt að við fáum skjálfta á svona miklu dýpi eins og við erum að sjá við Grjótárvatn, þeir eru á 15-20 kílómetra dýpi, og það eru vísbendingar sem benda til þess að þetta séu einhvers konar kvikutengdar hreyfingar,“ segir Salóme. Aukin vöktun fælist einna helst í því að bæta við jarðskjálftamæli, og mögulega aflögunarmælum, á svæðinu. Salóme rifjar upp að virkni á svona miklu dýpi hafi nokkrum sinnum mælst áður; í Eyjafjallajökli 1996, í Upptyppingum í kringum 2007 og nokkrum sinnum undir Mýrdalsjökli. „En þetta er sérstakt að því leyti að þetta hefur varað mjög lengi, þannig að það er alveg tilefni til þess að við skoðum þetta mjög vel. En gos á þessu svæði hafa ekki verið algeng, þau hafa verið á fjögur hundruð ára fresti að meðaltali. Þetta eru lítil hraungos eða lítil sprengigos á stuttum sprungum. Þannig að áhrifin af þessu yrðu mjög takmörkuð, sérstaklega í samanburði við Reykjanesið þar sem innviðir eru mjög nálægt,“ segir Salóme. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Skjálfti 2,9 að stærð varð við Grjótárvatn, norður af Borgarnesi, klukkan 5:13 í nótt. Þá varð skjálfti 4,1 að stærð við Bárðarbungu upp úr hálf fjögur í nótt. 8. janúar 2025 08:05 Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufjallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. 5. janúar 2025 13:31 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Sjá meira
Tveir markverðir jarðskjálftar urðu á landinu undir morgun; skjálfti að stærð 4,1 við Bárðarbungu og skjálfti að stærð 2,9 við Grjótárvatn. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir Bárðarbunguskjálftann hefðbundinn, hann sé sjöundi skjálftinn sem mælist fjórir eða stærri á innan við ári. Grjótárvatnsskjálftinn er öllu eftirtektarverðari. Svæðið tilheyrir Ljósufjallakerfinu, sem teygir sig frá Snæfellsnesi að Grábrók, sem hefur minnt rækilega á sig með jarðskjálftum síðustu vikur. „Við erum semsagt að meta það sem svo að þetta kalli á að við hækkum vöktunarstig hjá okkur varðandi Ljósufjöll og Ljósufjallakerfið. Það er ekki algengt að við fáum skjálfta á svona miklu dýpi eins og við erum að sjá við Grjótárvatn, þeir eru á 15-20 kílómetra dýpi, og það eru vísbendingar sem benda til þess að þetta séu einhvers konar kvikutengdar hreyfingar,“ segir Salóme. Aukin vöktun fælist einna helst í því að bæta við jarðskjálftamæli, og mögulega aflögunarmælum, á svæðinu. Salóme rifjar upp að virkni á svona miklu dýpi hafi nokkrum sinnum mælst áður; í Eyjafjallajökli 1996, í Upptyppingum í kringum 2007 og nokkrum sinnum undir Mýrdalsjökli. „En þetta er sérstakt að því leyti að þetta hefur varað mjög lengi, þannig að það er alveg tilefni til þess að við skoðum þetta mjög vel. En gos á þessu svæði hafa ekki verið algeng, þau hafa verið á fjögur hundruð ára fresti að meðaltali. Þetta eru lítil hraungos eða lítil sprengigos á stuttum sprungum. Þannig að áhrifin af þessu yrðu mjög takmörkuð, sérstaklega í samanburði við Reykjanesið þar sem innviðir eru mjög nálægt,“ segir Salóme.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Skjálfti 2,9 að stærð varð við Grjótárvatn, norður af Borgarnesi, klukkan 5:13 í nótt. Þá varð skjálfti 4,1 að stærð við Bárðarbungu upp úr hálf fjögur í nótt. 8. janúar 2025 08:05 Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufjallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. 5. janúar 2025 13:31 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Sjá meira
Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Skjálfti 2,9 að stærð varð við Grjótárvatn, norður af Borgarnesi, klukkan 5:13 í nótt. Þá varð skjálfti 4,1 að stærð við Bárðarbungu upp úr hálf fjögur í nótt. 8. janúar 2025 08:05
Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufjallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. 5. janúar 2025 13:31
„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01