Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2025 16:47 Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Al-Orobah. @alorobah_fc Forráðamenn velska liðsins New Saints hafa lagt inn formlega kvörtun til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna sádiarabíska liðsins Al-Orobah. Síðarnefnda liðið skuldi því velska rúmar 30 milljónir. New Saints eru velskir meistarar og tóku þátt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í ár, fyrst velskra liða. 21 árs gamall enskur framherji að nafni Brad Young var stjarna liðsins á síðustu leiktíð og vakti athygli víða. Al-Orobah keypti framherjann í september á 190 þúsund pund, rúmlega 33 milljónir króna, en formaður velska félagsins segist ekki hafa fengið einn einasta aur. Brad Young í leik með New Saints áður en hann skipti til Al-Orobah hvar hann er liðsfélagi Jóhanns Berg.Ben Roberts Photo/Getty Images Mike Harris, stjórnarformaður New Saints, segir framgöngu Al-Orobah skammarlega. „Við eigum rétt á því að fá kaupverðið, en höfum ekki fengið eitt einasta sent. Við höfum lagt inn kvörtun til FIFA. Ein greiðsla átti að berast strax í september, við veittum þeim 16 daga frest, og hin greiðslan átti að berast í síðustu viku,“ segir Harris í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC í Wales. „Núna náum við ekki í neinn hjá félaginu svo ég myndi ráðleggja öðrum sem verða varir við áhuga frá Sádi Arabíu að semja ekki fyrr en búið er að leggja inn á reikning áður en leikmaðurinn fer. Ekkert annað félag ætti að glepjast af loforði um fé sem aldrei skilar sér,“ bætir Harris við. Vegna þessa hafi forráðamenn velska félagsins ekki séð annan kost í stöðunni en að kæra Al-Orobah til Alþjóðasambandsins. FIFA staðfesti að málið væri á borði sambandsins en talsmenn gátu ekki tjáð sig frekar meðan það væri til meðferðar. Búist er við niðurstöðu eftir tæpa viku, 14. janúar. Al-Orobah hefur ekki svarað beiðnum BBC Wales við viðbrögðum vegna málsins. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur fyrir Al-Orobah en félög í Sádi-Arabíu hafa fjárfest ríkulega í leikmönnum frá Evrópu síðustu misseri. Al-Orobah er nýliði í sádísku úrvalsdeildinni en Spánverjinn Cristian Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, Frakkinn Kurt Zouma (á láni frá West Ham) og Jean Michael Seri, fyrrum miðjumaður Fulham, spila einnig fyrir félagið. Al-Orobah er ekki meðal þeirra sex liða í sádísku úrvalsdeildinni sem ríkisfjárfestingasjóðurinn PIF festi kaup á sumarið 2023 en Al-Orobah fær þó styrk frá veglegan ríkinu, líkt og önnur knattspyrnulið í landinu. Þeir styrkir voru auknir til muna samhliða kaupum PIF á liðunum sumarið 2023. Í lok síðasta árs var Sádi-Arabía útnefnd sem gestgjafi HM karla í fótbolta árið 2034. Sádiarabíski boltinn FIFA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
New Saints eru velskir meistarar og tóku þátt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í ár, fyrst velskra liða. 21 árs gamall enskur framherji að nafni Brad Young var stjarna liðsins á síðustu leiktíð og vakti athygli víða. Al-Orobah keypti framherjann í september á 190 þúsund pund, rúmlega 33 milljónir króna, en formaður velska félagsins segist ekki hafa fengið einn einasta aur. Brad Young í leik með New Saints áður en hann skipti til Al-Orobah hvar hann er liðsfélagi Jóhanns Berg.Ben Roberts Photo/Getty Images Mike Harris, stjórnarformaður New Saints, segir framgöngu Al-Orobah skammarlega. „Við eigum rétt á því að fá kaupverðið, en höfum ekki fengið eitt einasta sent. Við höfum lagt inn kvörtun til FIFA. Ein greiðsla átti að berast strax í september, við veittum þeim 16 daga frest, og hin greiðslan átti að berast í síðustu viku,“ segir Harris í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC í Wales. „Núna náum við ekki í neinn hjá félaginu svo ég myndi ráðleggja öðrum sem verða varir við áhuga frá Sádi Arabíu að semja ekki fyrr en búið er að leggja inn á reikning áður en leikmaðurinn fer. Ekkert annað félag ætti að glepjast af loforði um fé sem aldrei skilar sér,“ bætir Harris við. Vegna þessa hafi forráðamenn velska félagsins ekki séð annan kost í stöðunni en að kæra Al-Orobah til Alþjóðasambandsins. FIFA staðfesti að málið væri á borði sambandsins en talsmenn gátu ekki tjáð sig frekar meðan það væri til meðferðar. Búist er við niðurstöðu eftir tæpa viku, 14. janúar. Al-Orobah hefur ekki svarað beiðnum BBC Wales við viðbrögðum vegna málsins. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur fyrir Al-Orobah en félög í Sádi-Arabíu hafa fjárfest ríkulega í leikmönnum frá Evrópu síðustu misseri. Al-Orobah er nýliði í sádísku úrvalsdeildinni en Spánverjinn Cristian Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, Frakkinn Kurt Zouma (á láni frá West Ham) og Jean Michael Seri, fyrrum miðjumaður Fulham, spila einnig fyrir félagið. Al-Orobah er ekki meðal þeirra sex liða í sádísku úrvalsdeildinni sem ríkisfjárfestingasjóðurinn PIF festi kaup á sumarið 2023 en Al-Orobah fær þó styrk frá veglegan ríkinu, líkt og önnur knattspyrnulið í landinu. Þeir styrkir voru auknir til muna samhliða kaupum PIF á liðunum sumarið 2023. Í lok síðasta árs var Sádi-Arabía útnefnd sem gestgjafi HM karla í fótbolta árið 2034.
Sádiarabíski boltinn FIFA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira