„Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2025 09:57 Aldís hefur þurft að afþakka þátttöku í verkefnum vegna veganisma síns en segir það yfirleitt ekkert vandamál á setti að hún sé vegan. Flestir viti að hún er vegan og taki tillit til þess. Vísir/Vilhelm Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. Aldís tók við embætti formanns í lok síðasta árs. Hún segir nóg af verkefnum fram undan en fyrst á árinu standa samtökin ávallt fyrir Veganúar áskoruninni. Áskorunin hefur það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Samtök grænkera á Íslandi hafa staðið fyrir þessari árlegu Veganúar áskorun síðan 2015 og er þetta því í ellefta sinn sem við höldum hana hérlendis. Dagskrá Veganúar hófst síðasta fimmtudag, 2. janúar, og heldur áfram í dag með Trúnó á veitingastaðnum Mama á Laugavegi. Þar munu grænkerar úr ólíkum áttum koma saman til að ræða sína vegferð, hindranir og ábata. Kolbeinn Arnbjörnsson, leikari og sambýlismaður Aldísar stýrir fundinum en á fundinum munu þau Finnur Ricart Andrason umhverfissinni, Hulda Tölgyes sálfræðingur, Davíð Sól Pálsson leikskólakennari, Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Bjarni Snæbjörnsson leikari segja sína sögu. Fullkomnun ekki skilyrði Aldís segir slíka viðburði afar mikilvæga fyrir grænkerasamfélagið, en einnig fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í veganisma, sem og aðstandendur þeirra. Aldís Amah og hundurinn hennar.Vísir/Vilhelm „Það eru öll velkomin á þennan fund. Við ætlum að tala um alla erfiðleikana sem fylgja því að verða vegan og feilsporin sem við kannski tökum á okkar vegferð. Það á ekki að vera tabú í kringum þetta. Við viljum að fólk hafi í huga að veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert. Þetta snýst alltaf um að fólk sé að gera sitt besta.“ Hún segir auðvitað til skilgreiningu á veganisma og fólk eigi kannski ekki að gefa sér einhvern afslátt ef það skilgreinir sig þannig en það sé skilningur á því að það geti komið upp alls konar aðstæður þar sem fólk borðar óvart dýraafurðir eða lendir í veikindum eða annars konar áfalli sem valdi tímabundnum eða langtíma erfiðleikum. „Við viljum opna á þessa umræðu og það er trúnó-ið, að við séum ekki að láta eins og þetta sé bara einfalt. Fólk getur talað um erfiðleika, söknuð eða einangrun. Það upplifa margir einmanaleika og einangrun þegar þau fara að fylgja þessum gildum enda fer veganismi gegn norminu.“ Hún segir öll velkomin á viðburðinn sama hvar þau eru í sinni vegferð. Viðburðurinn sé ekki hugsaður til að berja á þeim sem hafa tekið feilspor eða eru að byrja sín fyrstu skref. „Allir sem hafa áhuga og virðingu fyrir veganisma ættu að koma og heyra og tengja sig öðrum. Það sem er stærsta hindrunin fyrir mörg er félagslega netið og það er á svona viðburðum sem þú getur sett þig í samband við annað fólk og fundið þitt stuðningsnet þegar kemur að erfiðum aðstæðum.“ Aldís Amah Hamilton er nýr formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segir nýja stjórn afar öfluga og spennta fyrir komandi starfsári.Vísir/Vilhelm Aldís segist ekki hafa áhyggjur af því að formannsstaðan hafi einhver áhrif á stöðu hennar sem leikkona. „Ég sem formaður mun halda áfram að tala um hlutina sem ég hef talað mjög opinberlega um síðustu fimm árin þannig ég hef ekki áhyggjur af því. Fólk er búið að heyra mig segja allt sem ég hef að segja. Það eru engar nýjar sprengjur að koma. Mér finnst líka mikilvægt að tala við fólk alltaf af virðingu og ég get ekki séð fyrir mér aðstæðurnar þar sem ég segi eitthvað sem fólk verður eitthvað: Við skulum ekki ráða hana. En við Kolbeinn höfum bæði afþakkað þátttöku í verkefnum vegna siðferðis. Við erum með skýr mörk sjálf.“ Aldrei vandamál á setti að vera vegan Hún segir það aldrei vandamál á setti að fá vegan mat í tökum eða fyrir karakterinn ef hún á að borða í einhverri senu. „Það eru ekki til þær aðstæður þar sem vinnan mín myndi neyða mig til að setja dýraafurðir inn fyrir mínar varir.“ Það hafi þó alveg komið upp aðstæður sem henni hafi þótt erfiðar. „Ég lenti einu sinni í því að það var búinn til búningur fyrir mig sem var allur úr leðri. Ég var inni í herbergi umvafin svína- og kindaleðri og það þótti mér mjög erfitt. Ég hef til dæmis ekkert viljað deila myndum af því. Þarna gat ég ekki sagt nei við því að klæðast þessu. Það var búið að ráða mig í þetta verkefni og ég verð líka að virða listrænt frelsi annarra. Þannig þetta skarast stundum en hérlendis vita svo mörg að ég er vegan að oft er ég spurð fyrirfram út í hvaða húðvörur henta best og jafnvel fatnaður.“ Aldís varð sjálf grænkeri í Covid en hafði lengi áður en hún tók sjálft skrefið borðað vegan og keypt vegan inn heim. Hún segir því ákvörðunina hafa komið nokkuð náttúrulega. „Ég tók út allan ost í um hálft ár í kjölfarið,“ segir Aldís og að það sé yfirleitt það ráð sem hún gefur fólki sem er að hefja sína vegan vegferð. „Ekki fara beint í vegan ost og halda að þú fáir sömu upplifun. Þú ert að tala um tvo ólíka hluti. Það var ekki fyrr en mér var bent á Violife Epic Mature sem ég byrjaði aftur að borða ost. Hann er mjög fínn.“ Aldís segir sinn uppáhalds þó vera Cathedral City Cheddar ost en hann fáist ekki á Íslandi. Uppáhalds vegan ostar Aldísar. „Ég er að berjast fyrir því að fá hann til landsins,“ segir hún en að viðbrögðin hafi staðið á sér. „Ég enda eflaust á því að ganga sjálf í málið,“ segir hún og hlær. Förðunarvörurnar fyrstar Hún segir það sér afar mikilvægt að kynna aðra fyrir veganisma. „Ég hef brennandi þörf fyrir því að leggja mitt af mörkum til að gera heiminn að þjáningarminni stað. Ég varð mjög snemma meðvituð um slæma meðferð á dýrum,“ segir Aldís og að fyrsta snertingin hafi verið í gegnum snyrtivörur. Hún hafi haft mikinn áhuga á förðunarvörum sem táningur og hafi í gegnum þann áhuga kynnt sér betur framleiðsluna og þá komist að því að mörg fyrirtæki voru að prófa vörurnar sínar á dýrum. „Ég kynnti mér þetta vel og las allt sem ég komst í um þennan hrylling, sem var auðvitað margfalt verri fyrir fimmtán árum. En þá grunaði mig ekki að ég yrði einhvern tímann vegan. Ef einhver hefði sagt það við mig hefði ég auðvitað hlegið. En þarna tók ég þetta strax til mín og hef allt frá þessum tíma aðeins verslað vörur sem eru ekki prófaðar á dýrum. Það kviknaði þannig snemma þetta fræ og svo er maður núna kominn í þessa stöðu,“ segir Aldís. Hún segir að í Veganúar í ár hafi hún sett sér markmið um að minnka sykurneyslu. „Ég er að smá-þjást með þeim sem eru að prófa Veganúar í fyrsta sinn. Ég ætla ekki að segja að ég muni ekki hvað það var erfitt að taka þátt. Ég reyndi það fyrst 2016 og lifði út mánuðinn en ég man hvað ég var rosalega spennt að borða egg aftur.“ Hún segir aðstæður sínar öðruvísi þá en í dag. Framboðið á vegan vörum hafi verið miklu verra og hún hafi ekki verið í heimilisaðstæðum þar sem aðrir voru vegan, en sé það núna. Það skipti miklu máli. „Ég er í algerri forréttindastöðu. Ég á mjög skilningsríka vini, fjölskyldu og á maka sem er vegan,“ segir Aldís og að um hátíðirnar hafi hún til dæmis ekki þurft að vera í kringum mikið af „dýralíkum“. „Þá hugsar maður hvað við erum heppin. Mér myndu þykja hátíðarnar mjög erfiðar ef ég þyrfti að vera í þessum aðstæðum.“ Minnka sykurneyslu í janúar Aldís segir þau Kolbein stefna á minni sykurneyslu en séu þó alls ekki sykurlaus. Þau borði mikið af ávöxtum. „Við erum þegar búin að taka út allt nammi og allt með viðbættum sykri. Svo er ég að minnka kaffið í um hálfan bolla á dag. Þannig ég er að þjást með öðrum. Ég varð að gera eitthvað til að kveikja aðeins á meðvitundinni og hvernig er að fá „craving“. Ég myndi aldrei setja veganisma og sykurleysi á sama plan því afleiðingarnar eru stjarnfræðilega ólíkar. En auðvitað er fullt af heilsufars- og umhverfisávinningi af því að vera sykurlaus.“ Aldís Amah byrjaði snemma að kaupa aðeins vörur sem voru ekki prófaðar á dýrum.Vísir/Vilhelm Aldís segist sjá mörg tækifæri til að auðvelda fólki að vera og verða vegan. Sem dæmi tali margir um minna vöruúrval og svo segir hún það afar sorglegt að fólk eigi það til að skilja við veganisma við barneignir. „Það eru augljós merki um að það þurfi betur að taka utan um þann hóp,“ segir hún og nefnir að sem dæmi væri gott að efla þekkingu ljósmæðra og lækna í mæðravernd og ungbarnaeftirliti. Við þessar aðstæður skipti líka stuðningur fólks máli. Stundum séu ekki allir í nánasta neti grænkerans til í að styðja við vegferðina eða heiðra mörk þeirra. „Þá kannski er fólk að taka oft inn einhverjar matartegundir gegn eigin siðferði. Þessi fyrstu ár eftir barnsburð eru strembin og fólk kannski hefur það ekki í sér að mæta þessu mótlæti. Ég hef samt trú á því að fólk muni aftur finna styrk til að heiðra siðferði sitt því ég trúi því eiginlega ekki að þú getir breytt siðferði þínu til baka. Þessi hópur er bara að lifa af og ég vona að í framtíðinni verði fleiri í heilbrigðiskerfinu til dæmis í stakk búnir að eiga þessi samtöl við verðandi foreldra og veita þeim stuðning frekar en að lasta þau.“ Veganúar áskorunin er í gangi allan mánuðinn og eru viðburðir alla fimmtudaga. Þann 16. janúar verður Pöbbkviss á Loft hostel í Bankastræti 7, 23. janúar verður pólitískt málþing um „Wellfare Washing“ og 30. janúar bjóða samtökin til pálínuboðs og lokahófs mánaðarins. Nánar hér. Fréttinni og fyrirsögninni hefur verið breytt. Aldís afþakkaði hlutverk vegna siðferðis en ekki vegna veganisma síns. Uppfært klukkan 13:04 þann 9.1.2025. Vegan Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Aldís tók við embætti formanns í lok síðasta árs. Hún segir nóg af verkefnum fram undan en fyrst á árinu standa samtökin ávallt fyrir Veganúar áskoruninni. Áskorunin hefur það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Samtök grænkera á Íslandi hafa staðið fyrir þessari árlegu Veganúar áskorun síðan 2015 og er þetta því í ellefta sinn sem við höldum hana hérlendis. Dagskrá Veganúar hófst síðasta fimmtudag, 2. janúar, og heldur áfram í dag með Trúnó á veitingastaðnum Mama á Laugavegi. Þar munu grænkerar úr ólíkum áttum koma saman til að ræða sína vegferð, hindranir og ábata. Kolbeinn Arnbjörnsson, leikari og sambýlismaður Aldísar stýrir fundinum en á fundinum munu þau Finnur Ricart Andrason umhverfissinni, Hulda Tölgyes sálfræðingur, Davíð Sól Pálsson leikskólakennari, Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Bjarni Snæbjörnsson leikari segja sína sögu. Fullkomnun ekki skilyrði Aldís segir slíka viðburði afar mikilvæga fyrir grænkerasamfélagið, en einnig fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í veganisma, sem og aðstandendur þeirra. Aldís Amah og hundurinn hennar.Vísir/Vilhelm „Það eru öll velkomin á þennan fund. Við ætlum að tala um alla erfiðleikana sem fylgja því að verða vegan og feilsporin sem við kannski tökum á okkar vegferð. Það á ekki að vera tabú í kringum þetta. Við viljum að fólk hafi í huga að veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert. Þetta snýst alltaf um að fólk sé að gera sitt besta.“ Hún segir auðvitað til skilgreiningu á veganisma og fólk eigi kannski ekki að gefa sér einhvern afslátt ef það skilgreinir sig þannig en það sé skilningur á því að það geti komið upp alls konar aðstæður þar sem fólk borðar óvart dýraafurðir eða lendir í veikindum eða annars konar áfalli sem valdi tímabundnum eða langtíma erfiðleikum. „Við viljum opna á þessa umræðu og það er trúnó-ið, að við séum ekki að láta eins og þetta sé bara einfalt. Fólk getur talað um erfiðleika, söknuð eða einangrun. Það upplifa margir einmanaleika og einangrun þegar þau fara að fylgja þessum gildum enda fer veganismi gegn norminu.“ Hún segir öll velkomin á viðburðinn sama hvar þau eru í sinni vegferð. Viðburðurinn sé ekki hugsaður til að berja á þeim sem hafa tekið feilspor eða eru að byrja sín fyrstu skref. „Allir sem hafa áhuga og virðingu fyrir veganisma ættu að koma og heyra og tengja sig öðrum. Það sem er stærsta hindrunin fyrir mörg er félagslega netið og það er á svona viðburðum sem þú getur sett þig í samband við annað fólk og fundið þitt stuðningsnet þegar kemur að erfiðum aðstæðum.“ Aldís Amah Hamilton er nýr formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segir nýja stjórn afar öfluga og spennta fyrir komandi starfsári.Vísir/Vilhelm Aldís segist ekki hafa áhyggjur af því að formannsstaðan hafi einhver áhrif á stöðu hennar sem leikkona. „Ég sem formaður mun halda áfram að tala um hlutina sem ég hef talað mjög opinberlega um síðustu fimm árin þannig ég hef ekki áhyggjur af því. Fólk er búið að heyra mig segja allt sem ég hef að segja. Það eru engar nýjar sprengjur að koma. Mér finnst líka mikilvægt að tala við fólk alltaf af virðingu og ég get ekki séð fyrir mér aðstæðurnar þar sem ég segi eitthvað sem fólk verður eitthvað: Við skulum ekki ráða hana. En við Kolbeinn höfum bæði afþakkað þátttöku í verkefnum vegna siðferðis. Við erum með skýr mörk sjálf.“ Aldrei vandamál á setti að vera vegan Hún segir það aldrei vandamál á setti að fá vegan mat í tökum eða fyrir karakterinn ef hún á að borða í einhverri senu. „Það eru ekki til þær aðstæður þar sem vinnan mín myndi neyða mig til að setja dýraafurðir inn fyrir mínar varir.“ Það hafi þó alveg komið upp aðstæður sem henni hafi þótt erfiðar. „Ég lenti einu sinni í því að það var búinn til búningur fyrir mig sem var allur úr leðri. Ég var inni í herbergi umvafin svína- og kindaleðri og það þótti mér mjög erfitt. Ég hef til dæmis ekkert viljað deila myndum af því. Þarna gat ég ekki sagt nei við því að klæðast þessu. Það var búið að ráða mig í þetta verkefni og ég verð líka að virða listrænt frelsi annarra. Þannig þetta skarast stundum en hérlendis vita svo mörg að ég er vegan að oft er ég spurð fyrirfram út í hvaða húðvörur henta best og jafnvel fatnaður.“ Aldís varð sjálf grænkeri í Covid en hafði lengi áður en hún tók sjálft skrefið borðað vegan og keypt vegan inn heim. Hún segir því ákvörðunina hafa komið nokkuð náttúrulega. „Ég tók út allan ost í um hálft ár í kjölfarið,“ segir Aldís og að það sé yfirleitt það ráð sem hún gefur fólki sem er að hefja sína vegan vegferð. „Ekki fara beint í vegan ost og halda að þú fáir sömu upplifun. Þú ert að tala um tvo ólíka hluti. Það var ekki fyrr en mér var bent á Violife Epic Mature sem ég byrjaði aftur að borða ost. Hann er mjög fínn.“ Aldís segir sinn uppáhalds þó vera Cathedral City Cheddar ost en hann fáist ekki á Íslandi. Uppáhalds vegan ostar Aldísar. „Ég er að berjast fyrir því að fá hann til landsins,“ segir hún en að viðbrögðin hafi staðið á sér. „Ég enda eflaust á því að ganga sjálf í málið,“ segir hún og hlær. Förðunarvörurnar fyrstar Hún segir það sér afar mikilvægt að kynna aðra fyrir veganisma. „Ég hef brennandi þörf fyrir því að leggja mitt af mörkum til að gera heiminn að þjáningarminni stað. Ég varð mjög snemma meðvituð um slæma meðferð á dýrum,“ segir Aldís og að fyrsta snertingin hafi verið í gegnum snyrtivörur. Hún hafi haft mikinn áhuga á förðunarvörum sem táningur og hafi í gegnum þann áhuga kynnt sér betur framleiðsluna og þá komist að því að mörg fyrirtæki voru að prófa vörurnar sínar á dýrum. „Ég kynnti mér þetta vel og las allt sem ég komst í um þennan hrylling, sem var auðvitað margfalt verri fyrir fimmtán árum. En þá grunaði mig ekki að ég yrði einhvern tímann vegan. Ef einhver hefði sagt það við mig hefði ég auðvitað hlegið. En þarna tók ég þetta strax til mín og hef allt frá þessum tíma aðeins verslað vörur sem eru ekki prófaðar á dýrum. Það kviknaði þannig snemma þetta fræ og svo er maður núna kominn í þessa stöðu,“ segir Aldís. Hún segir að í Veganúar í ár hafi hún sett sér markmið um að minnka sykurneyslu. „Ég er að smá-þjást með þeim sem eru að prófa Veganúar í fyrsta sinn. Ég ætla ekki að segja að ég muni ekki hvað það var erfitt að taka þátt. Ég reyndi það fyrst 2016 og lifði út mánuðinn en ég man hvað ég var rosalega spennt að borða egg aftur.“ Hún segir aðstæður sínar öðruvísi þá en í dag. Framboðið á vegan vörum hafi verið miklu verra og hún hafi ekki verið í heimilisaðstæðum þar sem aðrir voru vegan, en sé það núna. Það skipti miklu máli. „Ég er í algerri forréttindastöðu. Ég á mjög skilningsríka vini, fjölskyldu og á maka sem er vegan,“ segir Aldís og að um hátíðirnar hafi hún til dæmis ekki þurft að vera í kringum mikið af „dýralíkum“. „Þá hugsar maður hvað við erum heppin. Mér myndu þykja hátíðarnar mjög erfiðar ef ég þyrfti að vera í þessum aðstæðum.“ Minnka sykurneyslu í janúar Aldís segir þau Kolbein stefna á minni sykurneyslu en séu þó alls ekki sykurlaus. Þau borði mikið af ávöxtum. „Við erum þegar búin að taka út allt nammi og allt með viðbættum sykri. Svo er ég að minnka kaffið í um hálfan bolla á dag. Þannig ég er að þjást með öðrum. Ég varð að gera eitthvað til að kveikja aðeins á meðvitundinni og hvernig er að fá „craving“. Ég myndi aldrei setja veganisma og sykurleysi á sama plan því afleiðingarnar eru stjarnfræðilega ólíkar. En auðvitað er fullt af heilsufars- og umhverfisávinningi af því að vera sykurlaus.“ Aldís Amah byrjaði snemma að kaupa aðeins vörur sem voru ekki prófaðar á dýrum.Vísir/Vilhelm Aldís segist sjá mörg tækifæri til að auðvelda fólki að vera og verða vegan. Sem dæmi tali margir um minna vöruúrval og svo segir hún það afar sorglegt að fólk eigi það til að skilja við veganisma við barneignir. „Það eru augljós merki um að það þurfi betur að taka utan um þann hóp,“ segir hún og nefnir að sem dæmi væri gott að efla þekkingu ljósmæðra og lækna í mæðravernd og ungbarnaeftirliti. Við þessar aðstæður skipti líka stuðningur fólks máli. Stundum séu ekki allir í nánasta neti grænkerans til í að styðja við vegferðina eða heiðra mörk þeirra. „Þá kannski er fólk að taka oft inn einhverjar matartegundir gegn eigin siðferði. Þessi fyrstu ár eftir barnsburð eru strembin og fólk kannski hefur það ekki í sér að mæta þessu mótlæti. Ég hef samt trú á því að fólk muni aftur finna styrk til að heiðra siðferði sitt því ég trúi því eiginlega ekki að þú getir breytt siðferði þínu til baka. Þessi hópur er bara að lifa af og ég vona að í framtíðinni verði fleiri í heilbrigðiskerfinu til dæmis í stakk búnir að eiga þessi samtöl við verðandi foreldra og veita þeim stuðning frekar en að lasta þau.“ Veganúar áskorunin er í gangi allan mánuðinn og eru viðburðir alla fimmtudaga. Þann 16. janúar verður Pöbbkviss á Loft hostel í Bankastræti 7, 23. janúar verður pólitískt málþing um „Wellfare Washing“ og 30. janúar bjóða samtökin til pálínuboðs og lokahófs mánaðarins. Nánar hér. Fréttinni og fyrirsögninni hefur verið breytt. Aldís afþakkaði hlutverk vegna siðferðis en ekki vegna veganisma síns. Uppfært klukkan 13:04 þann 9.1.2025.
Vegan Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira