Skotbardagi við forsetahöll Tjad Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 10:52 Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar bardaginn átti sér stað. Hann tók völd í Tjad eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP/Mouta Ali Vopnaðir menn réðust á forsetahöll Tjad í N‘Djamena, höfuðborg landsins, í gær. Nítján féllu í skotbardaga þar þegar árásin var stöðvuð en yfirvöld segja 24 sérsveitarmenn hafa ráðist á forsetahöllina, í meintri tilraun til valdaráns. Átján af sérsveitarmönnunum voru felldir og hinir sex eru særðir, samkvæmt Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra og talsmanni ríkisstjórnar Tjad, sem blaðamenn AFP fréttaveitunnar ræddu við. Hann sagði einn úr öryggissveitum hafa fallið í átökum við árásarmennina. Koulamallah hefur haldið því fram að árásarmennirnir hafi verið á lyfjum þegar þeir gerðu árásina og hafi verið stöðvaðir nokkuð auðveldlega. Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar árásin var gerð. Ráðherrann var í beinni útsendingu á Facebook eftir árásina í gær þar sem hann lýsti því yfir að hún hefði verið stöðvuð og stjórnvöld hefðu full tök á ástandinu. Þá stóð hann með hermönnum fyrir utan forsetahöllina, með byssu í slíðri á mjöðminni. Tjad er undir stjórn Deby, sem tók völd eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn en sá hafði stjórnað landinu með harðri hendi í þrjá áratugi og hersins. Deby skipaði nýverið frönskum hermönnum að yfirgefa landið. AFP segir að nokkrum klukkustundum fyrir árásina hafi forsetinn og aðrir embættismenn fundað með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Vígahópar hafa lengi verið mjög virkir á svæðinu kringum Tjad-vatn en ríkið er umkringt Kamerún, Níger, Nígeríu, Mið-Afríkulýðveldinu, Líbíu og Súdan en þar hafa yfirvöld Í Tjad verið sökuð um afskipti af átökunum þar. Tæpar tvær vikur eru síðan umdeildar kosningar voru haldnar í Tjad en kjörsókn var lítil og stjórnarandstaðan hefur kvartað yfir svindli. Tjad Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Átján af sérsveitarmönnunum voru felldir og hinir sex eru særðir, samkvæmt Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra og talsmanni ríkisstjórnar Tjad, sem blaðamenn AFP fréttaveitunnar ræddu við. Hann sagði einn úr öryggissveitum hafa fallið í átökum við árásarmennina. Koulamallah hefur haldið því fram að árásarmennirnir hafi verið á lyfjum þegar þeir gerðu árásina og hafi verið stöðvaðir nokkuð auðveldlega. Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar árásin var gerð. Ráðherrann var í beinni útsendingu á Facebook eftir árásina í gær þar sem hann lýsti því yfir að hún hefði verið stöðvuð og stjórnvöld hefðu full tök á ástandinu. Þá stóð hann með hermönnum fyrir utan forsetahöllina, með byssu í slíðri á mjöðminni. Tjad er undir stjórn Deby, sem tók völd eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn en sá hafði stjórnað landinu með harðri hendi í þrjá áratugi og hersins. Deby skipaði nýverið frönskum hermönnum að yfirgefa landið. AFP segir að nokkrum klukkustundum fyrir árásina hafi forsetinn og aðrir embættismenn fundað með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Vígahópar hafa lengi verið mjög virkir á svæðinu kringum Tjad-vatn en ríkið er umkringt Kamerún, Níger, Nígeríu, Mið-Afríkulýðveldinu, Líbíu og Súdan en þar hafa yfirvöld Í Tjad verið sökuð um afskipti af átökunum þar. Tæpar tvær vikur eru síðan umdeildar kosningar voru haldnar í Tjad en kjörsókn var lítil og stjórnarandstaðan hefur kvartað yfir svindli.
Tjad Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira