Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar 10. janúar 2025 10:30 Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. Í stjórnarsáttmála Valkyrjana er tekið fram að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram fyrir lok ársins 2027 um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þær treysta þjóðinni og segja að það saki ekki að skoða „hvað sé í pakkanum“. Í ljósi aðstæðna liggur í augum uppi að nú er annar „pakki“ sem býðst okkur Íslendingum og hljótum við að fá að kjósa um hann líka? Við vitum öll að það er allt betra í Bandaríkjunum: Dollarinn, lægri vextir, lægri skattar, George Clooney, McDonald’s og Disney. Þjóðsöngurinn fjallar um land hinna frjálsu, ekki eitthvað grátandi blóm, fáninn er miklu flottari og svo eru þau auðvitað með miklu betri mælieiningar. Við gætum loksins losnað við þennan blessaða celsíus-kvarða sem dregur hitastig á Íslandi niður fyrir allar hellur. Ímyndið ykkur að ræsa bílinn á janúar morgni og í stað þess að horfa á -1°C á mælaborðinu stæði 30°F. Veturinn yrði mun bærilegri og myndum við öll keyra í vinnuna með hlýju í hjarta. Valkyrjurnar hljóta að standa við stóru orðin og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarviðræður við Bandaríkin ekki seinna en fyrir lok ársins 2027! Aðildarviðræður við Bandaríkin væru auðvitað rugl. Staðreyndin er sú að við yrðum bara peð í stærra tafli og veltir maður fyrir sér hversu spenntir ESB-sinnar væru fyrir aðildarviðræðum við ESB ef Trump væri þar við stjórn. Ríkisstjórnin talar mikið um að treysta þjóðinni en kannski ættu ríkisstjórnarflokkarnir að byrja á því að treysta kjósendum sínum fyrir sannleikanum, sem þau földu í kosningabaráttunni. Flokkur Fólksins hefðu getað sagt kjósendum sínum að þau séu í raun ekki á móti Bókun 35 eða ESB ef ráðherrastólar eru í boði. Viðreisn hefði getað frætt kjósendur sína um Maastricht-skilyrðin varðandi Evruna eða að flokkurinn hafi verið stofnaður bókstaflega í því skyni að ganga í Evrópusambandið. Samfylkingin hefði getað sagt kjósendum sínum að þau eru í raun flokkur Evrópusinna, eins og „gamla“ Samfylkingin var stofnuð út frá. Tíminn mun svo leiða í ljós hvaða fleiri upplýsingum okkur var ekki treystandi fyrir áður en við kusum. Sannleikurinn er sá að aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, Bandaríkin eða annað slíkt eru í grunninn bara spurning um einn hlut: Hversu langt erum við tilbúin að ganga í afsali á fullveldi og sjálfstæði Íslands? Svarið hjá Miðflokknum er einfalt: Við trúum að framtíð Íslands sé best borgið í höndum Íslands. Grasið verður alltaf grænna hinum megin á meðan við vanrækjum það okkar megin. Við erum fullfær um að stýra landinu okkar sjálf, erum rík af auðlindum og eigum því ekkert erindi í Evrópusambandið eða sem fylki í Bandaríkjunum. Það eina sem vantar er alvöru skynsemi í ákvarðanatöku, ekki afsal á ákvarðanatökunni. Höfundur er 3. varaþingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. Í stjórnarsáttmála Valkyrjana er tekið fram að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram fyrir lok ársins 2027 um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þær treysta þjóðinni og segja að það saki ekki að skoða „hvað sé í pakkanum“. Í ljósi aðstæðna liggur í augum uppi að nú er annar „pakki“ sem býðst okkur Íslendingum og hljótum við að fá að kjósa um hann líka? Við vitum öll að það er allt betra í Bandaríkjunum: Dollarinn, lægri vextir, lægri skattar, George Clooney, McDonald’s og Disney. Þjóðsöngurinn fjallar um land hinna frjálsu, ekki eitthvað grátandi blóm, fáninn er miklu flottari og svo eru þau auðvitað með miklu betri mælieiningar. Við gætum loksins losnað við þennan blessaða celsíus-kvarða sem dregur hitastig á Íslandi niður fyrir allar hellur. Ímyndið ykkur að ræsa bílinn á janúar morgni og í stað þess að horfa á -1°C á mælaborðinu stæði 30°F. Veturinn yrði mun bærilegri og myndum við öll keyra í vinnuna með hlýju í hjarta. Valkyrjurnar hljóta að standa við stóru orðin og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarviðræður við Bandaríkin ekki seinna en fyrir lok ársins 2027! Aðildarviðræður við Bandaríkin væru auðvitað rugl. Staðreyndin er sú að við yrðum bara peð í stærra tafli og veltir maður fyrir sér hversu spenntir ESB-sinnar væru fyrir aðildarviðræðum við ESB ef Trump væri þar við stjórn. Ríkisstjórnin talar mikið um að treysta þjóðinni en kannski ættu ríkisstjórnarflokkarnir að byrja á því að treysta kjósendum sínum fyrir sannleikanum, sem þau földu í kosningabaráttunni. Flokkur Fólksins hefðu getað sagt kjósendum sínum að þau séu í raun ekki á móti Bókun 35 eða ESB ef ráðherrastólar eru í boði. Viðreisn hefði getað frætt kjósendur sína um Maastricht-skilyrðin varðandi Evruna eða að flokkurinn hafi verið stofnaður bókstaflega í því skyni að ganga í Evrópusambandið. Samfylkingin hefði getað sagt kjósendum sínum að þau eru í raun flokkur Evrópusinna, eins og „gamla“ Samfylkingin var stofnuð út frá. Tíminn mun svo leiða í ljós hvaða fleiri upplýsingum okkur var ekki treystandi fyrir áður en við kusum. Sannleikurinn er sá að aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, Bandaríkin eða annað slíkt eru í grunninn bara spurning um einn hlut: Hversu langt erum við tilbúin að ganga í afsali á fullveldi og sjálfstæði Íslands? Svarið hjá Miðflokknum er einfalt: Við trúum að framtíð Íslands sé best borgið í höndum Íslands. Grasið verður alltaf grænna hinum megin á meðan við vanrækjum það okkar megin. Við erum fullfær um að stýra landinu okkar sjálf, erum rík af auðlindum og eigum því ekkert erindi í Evrópusambandið eða sem fylki í Bandaríkjunum. Það eina sem vantar er alvöru skynsemi í ákvarðanatöku, ekki afsal á ákvarðanatökunni. Höfundur er 3. varaþingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun