Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Lovísa Arnardóttir skrifar 10. janúar 2025 08:41 Áslaug Arna hefur sagt að hún hafi áhuga á því að bjóða sig fram til formanns. Hún hefur þó ekki gefið neitt út um það hvort það verði að veruleika. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að framtíð forystu Sjálfstæðisflokksins verði ekki slegið á frest. Hún segir mikilvægt að Sjálfstæðismenn taki höndum saman og vinni „farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins“. Þetta segir Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í grein sinni segir Áslaug Arna eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig forysta flokksins verður skipuð þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur flokksins fer fram í febrúar að öllum líkindum. Einhverjir hafa lagt til að honum verði frestað en það hefur ekki verið gert. Þó nokkrir hafa verið orðaðir við formannshlutverkið. Margir í þingflokki flokksins eins og Áslaug sjálf en líka Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þá hafa einnig verið nefndir til leiks sveitarstjórnarfulltrúarr eins og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Auk þeirra hafa aðrir verið nefndir sem skipa ekkert hlutverk í dag á vegum flokksins eins og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu og Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri fasteignafélagsins Heima. Skemmtilegur samkvæmisleikur „Og það er óneitanlega skemmtilegur samkvæmisleikur fyrir okkur öll að velta upp nöfnum og máta fólk við ákveðin hlutverk í öflugasta stjórnmálaflokki landsins. Þessi miklu tímamót í Sjálfstæðisflokknum verða hins vegar að snúast um meira en persónur og leikendur,“ segir Áslaug í grein sinni. Þannig þurfi þessi tímamót að snúast um framtíð flokksins, áskoranirnar fram undan og hvernig eigi að berjast fyrir hugsjónum og tryggja framgang þeirra. Hún segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að endurheimta trúverðugleika sinn „og verða aftur það forystuafl sem hann hefur alla tíð verið í íslensku samfélagi.“ Áslaug segir þá hagsæld sem fólk búi við hér byggjast fyrst og síðast á ákvörðunum Sjálfstæðisflokksins. Einhverjir segi að flokkurinn þurfi að „endurnýja eða endurhugsa vörumerki sitt“. Vitnar í Davíð Oddsson „Við sem höfum skipað okkur undir merki Sjálfstæðisflokksins höfum verið óhrædd við að mæta nýjum tímum, eiga hreinskiptin skoðanaskipti um menn og málefni. Og við vitum að stjórnmálaflokkur er mannanna verk, myndaður um sameiginlegar hugsjónir og stefnu.,“ segir Áslaug Arna og vísar svo í orð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns flokksins, en hann sagði árið 2004 í tilefni af 75 ára afmæli flokksins að stjórnmálaflokkur væri ekki „til fyrir sjálfan sig og ef hann höfðar ekki til fólksins í landinu á hann engan tilverurétt“. Áslaug segir að nú þegar styttist í að flokksmenn komi saman til landsfundar í febrúar sé áríðandi að skipað verði til verka og að þar verði mótuð stefna til framtíðar. „Tilvera Sjálfstæðisflokksins byggist á grundvallarstefi hans um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og nú ríður á að við blásum nýjum glæðum í þær klassísku hugmyndir. Sláum ekki framtíðinni á frest. Tökum höndum saman og vinnum farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins,“ segir Áslaug að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Í grein sinni segir Áslaug Arna eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig forysta flokksins verður skipuð þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur flokksins fer fram í febrúar að öllum líkindum. Einhverjir hafa lagt til að honum verði frestað en það hefur ekki verið gert. Þó nokkrir hafa verið orðaðir við formannshlutverkið. Margir í þingflokki flokksins eins og Áslaug sjálf en líka Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þá hafa einnig verið nefndir til leiks sveitarstjórnarfulltrúarr eins og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Auk þeirra hafa aðrir verið nefndir sem skipa ekkert hlutverk í dag á vegum flokksins eins og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu og Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri fasteignafélagsins Heima. Skemmtilegur samkvæmisleikur „Og það er óneitanlega skemmtilegur samkvæmisleikur fyrir okkur öll að velta upp nöfnum og máta fólk við ákveðin hlutverk í öflugasta stjórnmálaflokki landsins. Þessi miklu tímamót í Sjálfstæðisflokknum verða hins vegar að snúast um meira en persónur og leikendur,“ segir Áslaug í grein sinni. Þannig þurfi þessi tímamót að snúast um framtíð flokksins, áskoranirnar fram undan og hvernig eigi að berjast fyrir hugsjónum og tryggja framgang þeirra. Hún segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að endurheimta trúverðugleika sinn „og verða aftur það forystuafl sem hann hefur alla tíð verið í íslensku samfélagi.“ Áslaug segir þá hagsæld sem fólk búi við hér byggjast fyrst og síðast á ákvörðunum Sjálfstæðisflokksins. Einhverjir segi að flokkurinn þurfi að „endurnýja eða endurhugsa vörumerki sitt“. Vitnar í Davíð Oddsson „Við sem höfum skipað okkur undir merki Sjálfstæðisflokksins höfum verið óhrædd við að mæta nýjum tímum, eiga hreinskiptin skoðanaskipti um menn og málefni. Og við vitum að stjórnmálaflokkur er mannanna verk, myndaður um sameiginlegar hugsjónir og stefnu.,“ segir Áslaug Arna og vísar svo í orð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns flokksins, en hann sagði árið 2004 í tilefni af 75 ára afmæli flokksins að stjórnmálaflokkur væri ekki „til fyrir sjálfan sig og ef hann höfðar ekki til fólksins í landinu á hann engan tilverurétt“. Áslaug segir að nú þegar styttist í að flokksmenn komi saman til landsfundar í febrúar sé áríðandi að skipað verði til verka og að þar verði mótuð stefna til framtíðar. „Tilvera Sjálfstæðisflokksins byggist á grundvallarstefi hans um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og nú ríður á að við blásum nýjum glæðum í þær klassísku hugmyndir. Sláum ekki framtíðinni á frest. Tökum höndum saman og vinnum farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins,“ segir Áslaug að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira