Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 14:50 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Aðsend Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. Heimildin hélt því fram umfjöllun sem birtist í morgun að forsvarsmenn kolefnisbindingarfyrirtækisins Carbfix blekktu bæði Hafnfirðinga og bæjaryfirvöld um umfang Coda Terminal, fyrirhugaðrar kolefnisförgunarstöðvar sinnar í Straumsvík. Ætlunin væri að dæla mun meira niður af koltvísýringi þar en komið hafi fram opinberlega. Ásakanirnar byggjast á tæplega tveggja ára gömlum drögum að fjárfestingakynningu þar sem talað er um umfangsmeiri niðurdælingu en í umsókn fyrirtækisins um breytingu á aðalskipulagi til Hafnarfjarðarbæjar. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix, segir alrangt að fyrirtækið blekki Hafnfirðinga eins og haldið sé fram í Heimildinni. Engin vinna eigi sér stað sem tengist umfangsmeira verkefni en nú er í umhverfismati og fjárfestakynningin sem Heimildin vísi í sé úrelt miðað við hvernig verkefnið hafi þróast. „Við erum alls ekki að blekkja einn eða neinn um hvað stendur til. Umfjöllunin vitnar nú beint í mín orð frá íbúafundi síðasta sumar þar sem ég tala alveg skýrt um að á þessu stigi sjáum við ekki fyrir okkur stækkun og það er engin vinna í gangi í tengslum við það,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Aukin starfsemi kallaði á nýtt skipulagsferli og umhverfismat Framkvæmdastjórinn segir að það sé ekki leyndarmál að Carbfix vilji stækka sem félag. Tilgangur þess sé að hafa jákvæð áhrif á loftslagið með tækni sinni. Það geti það gert með að stækka starfsemi sína hér á landi og erlendis þar sem aðstæður eru góðar. „Ef að það yrði einhvern tímann eitthvað af frekari starfsemi er það bara nýtt verkefni, algerlega nýtt kynningarferli og algerlega nýtt umhverfismat. Það er bara einhver hugsanleg framtíðarmúsík sem engin vinna er í gangi við að skoða núna,“ segir hún. Carbfix hafi sent Heimildinni þessar skýringar áður en umfjöllunin birtist. Edda Sif segir að hún hafi þrátt fyrir það verið uppfull af rangfærslum. „Ég var verulega hissa og undrandi við að lesa hana. Mér finnst líka mjög alvarlegt að sjá að það er vegið bæði að mínum heiðri og heiðri míns frábæra samstarfsfólks sem er að vinna að því að bæta heiminn með raunverulegum aðgerðum í loftslagsmálum. Mér finnst það bara alvarlegt,“ segir hún. Flytja á koltvísýring á fljótandi formi til Straumsvíkur þar sem Carbfix ætlar að nýta tækni sína til þess að dæla honum niður berglög. Þar binst koltvísýringurinn í steindir til langs tíma. Koltvísýringurinn kemur frá iðnaðarferlum þar sem koltvísýringur losnar frekar en bruna á jarðefnaeldsneyti.Carbfix Enginn samningur við franskan sementsrisa Fyrir utan meintar blekkingar Carbfix fullyrti Heimildin að viljayfirlýsing lægi fyrir um viðskipti fyrirtækisins við franska sementsfyrirtækið Holcim. Fullyrt er í umfjölluninni að Holcim sé fyrsta fyrirtækið í sögunni sem hafi verið dæmt fyrir aðild að glæpum gegn mannkyninu vegna þess að fyrirtækið keypti sér frið frá hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams til þess að geta haldið áfram starfsemi í Sýrlandi. Dómur Hæstaréttar Frakklands frá því janúar í fyrra hafi markað tímamót. Sú fullyrðing virðist þó ekki eiga við rök að styðjast. Hæstiréttur Frakklands hafnaði kröfu fyrirtækisins um að vísa frá ákæru á hendur því fyrir samsekt í glæpum gegn mannkyninu í janúar í fyrra. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki verið sakfellt í málinu. Hæstiréttur vísaði frá hluta ákærunnar um fyrirtækið hefði stefnt lífi starfsmanna þess í Sýrlandi í hættu. Edda Sif segir engan samning fyrir hendi við Holcim og heldur ekki við ýmis önnur fyrirtæki sem eru nefnd í umfjölluninni. „Þetta er dæmi um ótrúleg tengsl sem eru teiknuð upp í þessari umfjöllun og vekja mikla furðu hjá okkur. Við höfum ekki gert viljayfirlýsingu við þetta félag þannig að það er bara rangt sem er haldið fram á forsíðu blaðsins,“ segir hún. Vanda valið á samstarfsaðilum Venjan sé í fjárfestakynningum af þessu tagi að nefna hugsanlega samstarfsaðila í ólíkum þáttum virðiskeðjunnar á tilteknum mörkuðum. Holcim sé á meðal þeirra sem fyrirtækja sem leggja nú mikla vinu í að undirbúa föngun koltvísýrings frá framleiðsluverum sínum í Evrópu. Því hafi ekki verið óeðlilegt að nefna það og önnur sementsfyrirtæki á nafn í kynningunni. Stálfyrirtæki hafi einnig verið nefnd í þessu samhengi. „En að halda því fram að það hafi verið gerð viljayfirlýsing við þennan aðila eða að við séum með samning er ekki rétt,“ segir Edda Sif. Carbfix eigi í viðræðum við fjölda fyrirtækja en vandi valið á samstarfsaðilum. Það hafi sagt nei við stór alþjóðleg fyrirtæki sem hafi leitað til þess. „Því það skiptir okkar miklu máli að verkefnin sem við verjum tíma í og tæknin okkar er nýtt í skili raunverulegum árangri fyrir loftslagið. Þetta er bara enn annað dæmi um hvað þessi umfjöllun er uppfull af rangfærslum og byggir á mjög úreltum gögnum.“ Loftslagsmál Fjölmiðlar Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Heimildin hélt því fram umfjöllun sem birtist í morgun að forsvarsmenn kolefnisbindingarfyrirtækisins Carbfix blekktu bæði Hafnfirðinga og bæjaryfirvöld um umfang Coda Terminal, fyrirhugaðrar kolefnisförgunarstöðvar sinnar í Straumsvík. Ætlunin væri að dæla mun meira niður af koltvísýringi þar en komið hafi fram opinberlega. Ásakanirnar byggjast á tæplega tveggja ára gömlum drögum að fjárfestingakynningu þar sem talað er um umfangsmeiri niðurdælingu en í umsókn fyrirtækisins um breytingu á aðalskipulagi til Hafnarfjarðarbæjar. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix, segir alrangt að fyrirtækið blekki Hafnfirðinga eins og haldið sé fram í Heimildinni. Engin vinna eigi sér stað sem tengist umfangsmeira verkefni en nú er í umhverfismati og fjárfestakynningin sem Heimildin vísi í sé úrelt miðað við hvernig verkefnið hafi þróast. „Við erum alls ekki að blekkja einn eða neinn um hvað stendur til. Umfjöllunin vitnar nú beint í mín orð frá íbúafundi síðasta sumar þar sem ég tala alveg skýrt um að á þessu stigi sjáum við ekki fyrir okkur stækkun og það er engin vinna í gangi í tengslum við það,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Aukin starfsemi kallaði á nýtt skipulagsferli og umhverfismat Framkvæmdastjórinn segir að það sé ekki leyndarmál að Carbfix vilji stækka sem félag. Tilgangur þess sé að hafa jákvæð áhrif á loftslagið með tækni sinni. Það geti það gert með að stækka starfsemi sína hér á landi og erlendis þar sem aðstæður eru góðar. „Ef að það yrði einhvern tímann eitthvað af frekari starfsemi er það bara nýtt verkefni, algerlega nýtt kynningarferli og algerlega nýtt umhverfismat. Það er bara einhver hugsanleg framtíðarmúsík sem engin vinna er í gangi við að skoða núna,“ segir hún. Carbfix hafi sent Heimildinni þessar skýringar áður en umfjöllunin birtist. Edda Sif segir að hún hafi þrátt fyrir það verið uppfull af rangfærslum. „Ég var verulega hissa og undrandi við að lesa hana. Mér finnst líka mjög alvarlegt að sjá að það er vegið bæði að mínum heiðri og heiðri míns frábæra samstarfsfólks sem er að vinna að því að bæta heiminn með raunverulegum aðgerðum í loftslagsmálum. Mér finnst það bara alvarlegt,“ segir hún. Flytja á koltvísýring á fljótandi formi til Straumsvíkur þar sem Carbfix ætlar að nýta tækni sína til þess að dæla honum niður berglög. Þar binst koltvísýringurinn í steindir til langs tíma. Koltvísýringurinn kemur frá iðnaðarferlum þar sem koltvísýringur losnar frekar en bruna á jarðefnaeldsneyti.Carbfix Enginn samningur við franskan sementsrisa Fyrir utan meintar blekkingar Carbfix fullyrti Heimildin að viljayfirlýsing lægi fyrir um viðskipti fyrirtækisins við franska sementsfyrirtækið Holcim. Fullyrt er í umfjölluninni að Holcim sé fyrsta fyrirtækið í sögunni sem hafi verið dæmt fyrir aðild að glæpum gegn mannkyninu vegna þess að fyrirtækið keypti sér frið frá hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams til þess að geta haldið áfram starfsemi í Sýrlandi. Dómur Hæstaréttar Frakklands frá því janúar í fyrra hafi markað tímamót. Sú fullyrðing virðist þó ekki eiga við rök að styðjast. Hæstiréttur Frakklands hafnaði kröfu fyrirtækisins um að vísa frá ákæru á hendur því fyrir samsekt í glæpum gegn mannkyninu í janúar í fyrra. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki verið sakfellt í málinu. Hæstiréttur vísaði frá hluta ákærunnar um fyrirtækið hefði stefnt lífi starfsmanna þess í Sýrlandi í hættu. Edda Sif segir engan samning fyrir hendi við Holcim og heldur ekki við ýmis önnur fyrirtæki sem eru nefnd í umfjölluninni. „Þetta er dæmi um ótrúleg tengsl sem eru teiknuð upp í þessari umfjöllun og vekja mikla furðu hjá okkur. Við höfum ekki gert viljayfirlýsingu við þetta félag þannig að það er bara rangt sem er haldið fram á forsíðu blaðsins,“ segir hún. Vanda valið á samstarfsaðilum Venjan sé í fjárfestakynningum af þessu tagi að nefna hugsanlega samstarfsaðila í ólíkum þáttum virðiskeðjunnar á tilteknum mörkuðum. Holcim sé á meðal þeirra sem fyrirtækja sem leggja nú mikla vinu í að undirbúa föngun koltvísýrings frá framleiðsluverum sínum í Evrópu. Því hafi ekki verið óeðlilegt að nefna það og önnur sementsfyrirtæki á nafn í kynningunni. Stálfyrirtæki hafi einnig verið nefnd í þessu samhengi. „En að halda því fram að það hafi verið gerð viljayfirlýsing við þennan aðila eða að við séum með samning er ekki rétt,“ segir Edda Sif. Carbfix eigi í viðræðum við fjölda fyrirtækja en vandi valið á samstarfsaðilum. Það hafi sagt nei við stór alþjóðleg fyrirtæki sem hafi leitað til þess. „Því það skiptir okkar miklu máli að verkefnin sem við verjum tíma í og tæknin okkar er nýtt í skili raunverulegum árangri fyrir loftslagið. Þetta er bara enn annað dæmi um hvað þessi umfjöllun er uppfull af rangfærslum og byggir á mjög úreltum gögnum.“
Loftslagsmál Fjölmiðlar Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira