Fótbolti

Al­dís Ylfa orðin lands­liðsþjálfari fyrir þrítugs­af­mælið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aldís Ylfa Heimisdóttir fær mikið ábyrgðarhlutverk hjá Knattspyrnusambandi Íslands
Aldís Ylfa Heimisdóttir fær mikið ábyrgðarhlutverk hjá Knattspyrnusambandi Íslands Knattspyrnusamband Íslands

Aldís Ylfa Heimisdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari U17 og U16 kvenna í fótbolta en þetta kemur fram á heimasíðu KNattspyrnusambands Íslands.

Aldís, sem er með KSÍ A gráðu í þjálfun og meistaragráðu í verkefnastjórnun, var aðstoðarþjálfari í yngri landsliðum kvenna árin 2021-2023 (U15-U16-U17) ásamt því að starfa við Hæfileikamótun KSÍ.

Aldís er fædd árið 1996 og heldur upp á 29 ára afmælið sitt í febrúar. Aldís nær því að vera landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið sitt. Hún hefur engu að síður mikla reynslu af þjálfun.

Aldís Ylfa starfaði sem þjálfari hjá ÍA í rúman áratug þar sem hún þjálfaði m.a. 2. flokk kvenna ásamt því að halda utan um kvennastarfið hjá KFÍA. Að auki var hún aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍA í þrjú ár.

Aldís var sjálf leikmaður og lék 72 leiki með meistaraflokki ÍA og skoraði í þeim átta 8 mörk. Hún hefur einnig leikið tvisvar með U19 landsliði Íslands og skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×