„Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2025 07:01 Strákar úr 4. flokki HK skipulögðu viðburðinn til styrktar félaga sínum. Vísir Styrktarleikur fór fram í Kórnum í gær til styrktar Tómasi Frey Guðjónssyni. Samherjar Tómasar í 4. flokki HK skipulögðu viðburðinn og var öllu til tjaldað. Andri Már Eggertsson kíkti á stemmninguna í Kórnum. Drengir í 4. flokki HK stóðu fyrir viðburðinum en þeir eru allir fæddir árið 2011. Vinur þeirra og samherji, Tómas Freyr, þurfti að fara í erfiðar lyfjameðferðir eftir að hafa greinst með krabbamein og einnig þurfti hann að gangast undir erfiða aðgerð í Svíþjóð. Auk þess að skipuleggja viðburðinn til styrktar Tómasi Frey tóku strákarnir allir upp á því að krúnuraka sig til að sýna honum frekari stuðning. Viðburðurinn hófst með leik HK og Víkinga í 4. flokki en því næst var komið að leik meistaraflokks HK og stjörnuliðs Ómars Inga Guðmundssonar sem þjálfaði HK á síðasta tímabili. „Þetta er það sem íþróttir og íþróttafélög eiga að snúast um, vinskapur og samheldni. Þetta er held ég ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir, til að vera hluti af svona samfélagi þar sem svona hlutir geta gerst. Það er yndislegt að sjá,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Andra Má Eggertsson sem kíkti á stemmninguna í Kórnum. Fjölmargir þekktir aðilar léku með Stjörnuliði Ómars Inga, meðal annars fyrrum landsliðsmaðurinn Kári Árnason, Hreimur Heimisson, Jóhannes Ásbjörnsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Patrik Atlason - einnig þekktur sem Prettyboitjokko. „Mér finnst aukin pressa á mér því ég er búinn að segja við Kára og Sölva að ég eigi alveg að vera í hóp hjá Víkingi,“ sagði Patrik í samtali við Andra Má. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HK Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Drengir í 4. flokki HK stóðu fyrir viðburðinum en þeir eru allir fæddir árið 2011. Vinur þeirra og samherji, Tómas Freyr, þurfti að fara í erfiðar lyfjameðferðir eftir að hafa greinst með krabbamein og einnig þurfti hann að gangast undir erfiða aðgerð í Svíþjóð. Auk þess að skipuleggja viðburðinn til styrktar Tómasi Frey tóku strákarnir allir upp á því að krúnuraka sig til að sýna honum frekari stuðning. Viðburðurinn hófst með leik HK og Víkinga í 4. flokki en því næst var komið að leik meistaraflokks HK og stjörnuliðs Ómars Inga Guðmundssonar sem þjálfaði HK á síðasta tímabili. „Þetta er það sem íþróttir og íþróttafélög eiga að snúast um, vinskapur og samheldni. Þetta er held ég ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir, til að vera hluti af svona samfélagi þar sem svona hlutir geta gerst. Það er yndislegt að sjá,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Andra Má Eggertsson sem kíkti á stemmninguna í Kórnum. Fjölmargir þekktir aðilar léku með Stjörnuliði Ómars Inga, meðal annars fyrrum landsliðsmaðurinn Kári Árnason, Hreimur Heimisson, Jóhannes Ásbjörnsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Patrik Atlason - einnig þekktur sem Prettyboitjokko. „Mér finnst aukin pressa á mér því ég er búinn að segja við Kára og Sölva að ég eigi alveg að vera í hóp hjá Víkingi,“ sagði Patrik í samtali við Andra Má. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HK Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira