„Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2025 07:01 Strákar úr 4. flokki HK skipulögðu viðburðinn til styrktar félaga sínum. Vísir Styrktarleikur fór fram í Kórnum í gær til styrktar Tómasi Frey Guðjónssyni. Samherjar Tómasar í 4. flokki HK skipulögðu viðburðinn og var öllu til tjaldað. Andri Már Eggertsson kíkti á stemmninguna í Kórnum. Drengir í 4. flokki HK stóðu fyrir viðburðinum en þeir eru allir fæddir árið 2011. Vinur þeirra og samherji, Tómas Freyr, þurfti að fara í erfiðar lyfjameðferðir eftir að hafa greinst með krabbamein og einnig þurfti hann að gangast undir erfiða aðgerð í Svíþjóð. Auk þess að skipuleggja viðburðinn til styrktar Tómasi Frey tóku strákarnir allir upp á því að krúnuraka sig til að sýna honum frekari stuðning. Viðburðurinn hófst með leik HK og Víkinga í 4. flokki en því næst var komið að leik meistaraflokks HK og stjörnuliðs Ómars Inga Guðmundssonar sem þjálfaði HK á síðasta tímabili. „Þetta er það sem íþróttir og íþróttafélög eiga að snúast um, vinskapur og samheldni. Þetta er held ég ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir, til að vera hluti af svona samfélagi þar sem svona hlutir geta gerst. Það er yndislegt að sjá,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Andra Má Eggertsson sem kíkti á stemmninguna í Kórnum. Fjölmargir þekktir aðilar léku með Stjörnuliði Ómars Inga, meðal annars fyrrum landsliðsmaðurinn Kári Árnason, Hreimur Heimisson, Jóhannes Ásbjörnsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Patrik Atlason - einnig þekktur sem Prettyboitjokko. „Mér finnst aukin pressa á mér því ég er búinn að segja við Kára og Sölva að ég eigi alveg að vera í hóp hjá Víkingi,“ sagði Patrik í samtali við Andra Má. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HK Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira
Drengir í 4. flokki HK stóðu fyrir viðburðinum en þeir eru allir fæddir árið 2011. Vinur þeirra og samherji, Tómas Freyr, þurfti að fara í erfiðar lyfjameðferðir eftir að hafa greinst með krabbamein og einnig þurfti hann að gangast undir erfiða aðgerð í Svíþjóð. Auk þess að skipuleggja viðburðinn til styrktar Tómasi Frey tóku strákarnir allir upp á því að krúnuraka sig til að sýna honum frekari stuðning. Viðburðurinn hófst með leik HK og Víkinga í 4. flokki en því næst var komið að leik meistaraflokks HK og stjörnuliðs Ómars Inga Guðmundssonar sem þjálfaði HK á síðasta tímabili. „Þetta er það sem íþróttir og íþróttafélög eiga að snúast um, vinskapur og samheldni. Þetta er held ég ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir, til að vera hluti af svona samfélagi þar sem svona hlutir geta gerst. Það er yndislegt að sjá,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Andra Má Eggertsson sem kíkti á stemmninguna í Kórnum. Fjölmargir þekktir aðilar léku með Stjörnuliði Ómars Inga, meðal annars fyrrum landsliðsmaðurinn Kári Árnason, Hreimur Heimisson, Jóhannes Ásbjörnsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Patrik Atlason - einnig þekktur sem Prettyboitjokko. „Mér finnst aukin pressa á mér því ég er búinn að segja við Kára og Sölva að ég eigi alveg að vera í hóp hjá Víkingi,“ sagði Patrik í samtali við Andra Má. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HK Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira