Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar 13. janúar 2025 10:33 Það var ekki mikið rætt um pólitík á mínu heimili það var meira svona non verbal (án orða). Það var óskyldur maður sem bjó á háaloftinu heima alla tíð. Fjölskylda hans hafði búið þar mann fram af manni. Hann fylgdi húsinu. Hann var mikill sjálfstæðismaður og keypti Morgunblaðið.Hann var flokksbundinn og sótti fundi hjá flokknum. Pabbi var bóndi og framsóknarmaður og keypti Tímann. Ef Tíminn var á borðinu of nálægt karlinum tók hann blaðið með tveim fingrum eins og hann væri að snerta á einhverju óhreinu og lagði það til hliðar. Það var ekki hægt að fylgjast með pólitíkinni og kosningunum nema í blöðum og útvarpi (Rúv rás 1). Það var ekki komið sjónvarp, hvað þá tölvur eða samfélagsmiðlar. Engar tik tok kosningar þá. Kaldastríðið var í algleymingi og lúrði yfir, það var eins og einhver ógn sem við sáum ekki né skildum en vissum af henni. Það voru bara fjórir flokkar, engin kona í framboði eða ein í mesta lagi. Fjórflokkurinn var: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Það voru mjög skýrar línur hjá fólki með flokksval það vafðist ekki fyrir neinum. Í dag eru margir flokkar það er ofgnótt á öllum sviðum líka á stjórnmálaflokkum. Nú eru tíu flokkar í framboði konur í forsvari fyrir meirihluta þeirra og á framboðslistum til jafns við karla. Við sjáum frambjóðendur alls staðar, í sjónvarpi, útvarpi á samfélagsmiðlunum, auglýsingaskiltum, auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi, vinnustöðum ofl. Við heimsækjum þá heim í stofu og fáum að kynnast þeim á persónulegum nótum. Þetta verður til þess að fólk á mjög erfitt með að gera upp hug sinn, það veit oft ekkert hvað það ætlar að kjósa fyrr en í kjörklefanum. Fólk fyllist valkvíða því það er svo mikið framboð á frambærilegum flokkum. Ég vona að fólk skilji mig ekki þannig að allt hafi verið betra hér áður fyrr alls ekki en það er með þetta eins og fleira til að skilja núið þarftu að vita hvaðan þú ert að koma. Það eru flokkar í dag sem njóta enn góðs af þeirri stöðu sem uppi var þá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ekki mikið rætt um pólitík á mínu heimili það var meira svona non verbal (án orða). Það var óskyldur maður sem bjó á háaloftinu heima alla tíð. Fjölskylda hans hafði búið þar mann fram af manni. Hann fylgdi húsinu. Hann var mikill sjálfstæðismaður og keypti Morgunblaðið.Hann var flokksbundinn og sótti fundi hjá flokknum. Pabbi var bóndi og framsóknarmaður og keypti Tímann. Ef Tíminn var á borðinu of nálægt karlinum tók hann blaðið með tveim fingrum eins og hann væri að snerta á einhverju óhreinu og lagði það til hliðar. Það var ekki hægt að fylgjast með pólitíkinni og kosningunum nema í blöðum og útvarpi (Rúv rás 1). Það var ekki komið sjónvarp, hvað þá tölvur eða samfélagsmiðlar. Engar tik tok kosningar þá. Kaldastríðið var í algleymingi og lúrði yfir, það var eins og einhver ógn sem við sáum ekki né skildum en vissum af henni. Það voru bara fjórir flokkar, engin kona í framboði eða ein í mesta lagi. Fjórflokkurinn var: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Það voru mjög skýrar línur hjá fólki með flokksval það vafðist ekki fyrir neinum. Í dag eru margir flokkar það er ofgnótt á öllum sviðum líka á stjórnmálaflokkum. Nú eru tíu flokkar í framboði konur í forsvari fyrir meirihluta þeirra og á framboðslistum til jafns við karla. Við sjáum frambjóðendur alls staðar, í sjónvarpi, útvarpi á samfélagsmiðlunum, auglýsingaskiltum, auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi, vinnustöðum ofl. Við heimsækjum þá heim í stofu og fáum að kynnast þeim á persónulegum nótum. Þetta verður til þess að fólk á mjög erfitt með að gera upp hug sinn, það veit oft ekkert hvað það ætlar að kjósa fyrr en í kjörklefanum. Fólk fyllist valkvíða því það er svo mikið framboð á frambærilegum flokkum. Ég vona að fólk skilji mig ekki þannig að allt hafi verið betra hér áður fyrr alls ekki en það er með þetta eins og fleira til að skilja núið þarftu að vita hvaðan þú ert að koma. Það eru flokkar í dag sem njóta enn góðs af þeirri stöðu sem uppi var þá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og rithöfundur.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar