Innlent

Fjöldi til­kynninga vegna fugla­flensu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um fuglaflensuna sem skotið hefur upp kollinum hér á landi. 

Við ræðum við deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur sem segir um skæðan faraldur að ræða. 

Þá fjöllum við um miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins sem er að hefjast í hádeginu og freistum þess að ræða við fólk við upphaf fundar. Rætt hefur verið um að seinka landsfundi flokksins sem átti að fara fram í lok febrúar.

Að auki tökum við púlsinn í kennaradeilunni og fjöllum um holurnar í borginni sem spretta nú fram í leysingunum og valda tjóni á bílum.

Í íþróttapakka dagsins verður farið yfir frammistöðu Hauka í evrópuboltanum í handbolta kvenna og fjallað um þjálfaramálið hjá karlalandsliðinu í fótbolta.

Klippa: Hádegisfréttir 13. janúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×