Þórir búinn að opna pakkann Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 14:17 Þórir Hergeirsson fékk danskan „hoptimist“ að gjöf frá Jesper Jensen. Getty/Hoptimist Þórir Hergeirsson fékk óvænta gjöf frá Jesper Jensen, þáverandi landsliðsþjálfara Danmerkur, eftir síðasta leik sinn sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Hann er núna búinn að opna pakkann. Það var ljóst fyrir EM í desember að mótið yrði það síðasta hjá Þóri með norska landsliðinu, og hann kvaddi með Evrópumeistaratitli eftir sigur gegn Danmörku í úrslitaleiknum. Eftir mót, eða í síðustu viku, kom svo reyndar í ljós að þetta var einnig kveðjustund hjá Jesper Jensen sem ákvað að hætta með danska liðið ári áður en samningur hans við danska sambandið átti að renna út. En á síðasta blaðamannafundi Þóris í starfi, á EM í desember, gaf Jensen honum gjöf og sagði: „Ég er ánægður með að vera hérna í síðasta leiknum þínum. Ég hefði gjarnan viljað vinna þig einu sinni, eða alla vega vinna þig einu sinni. Mér finnst þú mega vera stoltur eftir að hafa sett ný viðmið í handbolta kvenna. Þú átt mína dýpstu virðingu, af öllu mínu hjarta.“ Fékk hoppandi broskall Þórir tók við gjöfinni frá Jensen og hefur núna greint frá því hvað var í pakkanum, en þetta kemur fram á Nettavisen: „Það var danskur „hoptimist“ í pakkanum. Það var gaman að fá hann,“ sagði Þórir en „hoptimist“ er skemmtileg fígúra eða skrautmunur úr smiðju dansks hönnuðar, eins konar broskall með fjöðrun. Fígúran á að tákna mikla gleði og orku, en hvað les Þórir í þessa gjöf? „Ég veit það nú ekki en ég hef gaman af svona fígúrum. Þetta er kannski táknrænt. Ég hef átt mjög gott vinnusamband við Jesper. Hann hefur alltaf komið vel fram og er maður með góð gildi. Áreiðanlegur náungi,“ sagði Þórir við Nettavisen. Vill ekki taka við Danmörku núna Selfyssingurinn var að sjálfsögðu spurður út í starfið sem nú er laust hjá danska landsliðinu en hló þá létt: „Það er ekki í myndinni núna. En það er á hreinu að…“ byrjaði Þórir en stoppaði svo. „Það er ekki í myndinni að svo stöddu. Ég ætla mér að standa utan við þetta í smástund og velta hlutunum fyrir mér,“ sagði Þórir. En freistar ekki að taka við Danmörku? „Ekki akkúrat núna. Ég vil nota tímann í annað akkúrat núna og svo sjáum við hvað það endist,“ sagði Þórir. Handbolti Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Það var ljóst fyrir EM í desember að mótið yrði það síðasta hjá Þóri með norska landsliðinu, og hann kvaddi með Evrópumeistaratitli eftir sigur gegn Danmörku í úrslitaleiknum. Eftir mót, eða í síðustu viku, kom svo reyndar í ljós að þetta var einnig kveðjustund hjá Jesper Jensen sem ákvað að hætta með danska liðið ári áður en samningur hans við danska sambandið átti að renna út. En á síðasta blaðamannafundi Þóris í starfi, á EM í desember, gaf Jensen honum gjöf og sagði: „Ég er ánægður með að vera hérna í síðasta leiknum þínum. Ég hefði gjarnan viljað vinna þig einu sinni, eða alla vega vinna þig einu sinni. Mér finnst þú mega vera stoltur eftir að hafa sett ný viðmið í handbolta kvenna. Þú átt mína dýpstu virðingu, af öllu mínu hjarta.“ Fékk hoppandi broskall Þórir tók við gjöfinni frá Jensen og hefur núna greint frá því hvað var í pakkanum, en þetta kemur fram á Nettavisen: „Það var danskur „hoptimist“ í pakkanum. Það var gaman að fá hann,“ sagði Þórir en „hoptimist“ er skemmtileg fígúra eða skrautmunur úr smiðju dansks hönnuðar, eins konar broskall með fjöðrun. Fígúran á að tákna mikla gleði og orku, en hvað les Þórir í þessa gjöf? „Ég veit það nú ekki en ég hef gaman af svona fígúrum. Þetta er kannski táknrænt. Ég hef átt mjög gott vinnusamband við Jesper. Hann hefur alltaf komið vel fram og er maður með góð gildi. Áreiðanlegur náungi,“ sagði Þórir við Nettavisen. Vill ekki taka við Danmörku núna Selfyssingurinn var að sjálfsögðu spurður út í starfið sem nú er laust hjá danska landsliðinu en hló þá létt: „Það er ekki í myndinni núna. En það er á hreinu að…“ byrjaði Þórir en stoppaði svo. „Það er ekki í myndinni að svo stöddu. Ég ætla mér að standa utan við þetta í smástund og velta hlutunum fyrir mér,“ sagði Þórir. En freistar ekki að taka við Danmörku? „Ekki akkúrat núna. Ég vil nota tímann í annað akkúrat núna og svo sjáum við hvað það endist,“ sagði Þórir.
Handbolti Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira