Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2025 12:37 Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar nú í hádeginu þar sem tekin verður afstaða til þess hvort landsfundur flokksins fari fram samkvæmt áætlun um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort fundinum verði frestað. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og að segja jafnframt af sér þingmennsku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Valhöll fyrir fund. Hún segir fundinn að mestu leyti hefðbundinn miðstjórnarfund en nokkuð langt sé um liðið síðan miðstjórn kom saman. Þá verði á fundinum rætt hvort festa eigi þá dagsetningu sem hefur verið auglýst fyrir landsfund, um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort landsfundi verði frestað, eins og hefur verið rætt. Fundarmenn muni ræða stjórnmálaviðhorf og taka samtal eftir miklar breytingar. Leyfir fundinum að taka ákvörðun Þórdís Kolbrún segist munu leyfa miðstjórninni að taka ákvörðun um mögulega frestun landsfundar. Hún virðist þó vera komin með nokkuð ákveðna skoðun í þeim efnum. „Það komu gagnrýnisraddir um að það ætti mögulega að fresta fundinum. Síðan auðvitað gerist það að Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram og taka ekki sæti á þingi. Þá finnst mér þetta nú orðið frekar augljóst í mínum huga, persónulega. Að vera með formann sem er að hætta, þá finnst mér að við eigum að halda áfram og klára.“ Þú myndir þá vilja halda þig við þessa dagsetningu og fundurinn væri þá eftir tæpa tvo mánuði? „Já.“ Tjáir sig ekki um formannsframboð Þórdís Kolbrún segist ekki ætla að tjá sig um það hvort hún hafi gert upp hug sinn um mögulegt formannsframboð. Hún hafi á undanförnum tveimur árum eða svo ítrekað sagst vera tilbúin til að taka við formannssætinu af Bjarna. Ekkert hafi breyst í þeim efnum. „En þetta er stór ákvörðun, það eru miklar breytingar í Sjálfstæðisflokknum, sem fylgja því að formaðurinn hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur og er hættur. Það er enginn stærri en flokkurinn, þar með talið formaðurinn. Þetta er vandasamt hlutverk og það er margt að hugsa um og ræða.“ Þurfi að hrista sig saman Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum, formaðurinn sem hefur setið næstlengst allra formanna er að hætta og flokkurinn hlaut sögulega lítið fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum, með tilheyrandi veru í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Hvernig þarf Sjálfstæðisflokkurinn, í þínum huga, að taka á þessari stöðu? „Við þurfum auðvitað bara að hrista okkur saman, tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgja því að þurfa ekki að gera málamiðlanir en öllu frelsi fylgir ábyrgð og líka því að vera í stjórnarandstöðu. Mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að vera ábyrgur flokkur í stjórnarandstöðu. Við lifum líka viðsjárverða tíma og ég held það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Valhöll fyrir fund. Hún segir fundinn að mestu leyti hefðbundinn miðstjórnarfund en nokkuð langt sé um liðið síðan miðstjórn kom saman. Þá verði á fundinum rætt hvort festa eigi þá dagsetningu sem hefur verið auglýst fyrir landsfund, um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort landsfundi verði frestað, eins og hefur verið rætt. Fundarmenn muni ræða stjórnmálaviðhorf og taka samtal eftir miklar breytingar. Leyfir fundinum að taka ákvörðun Þórdís Kolbrún segist munu leyfa miðstjórninni að taka ákvörðun um mögulega frestun landsfundar. Hún virðist þó vera komin með nokkuð ákveðna skoðun í þeim efnum. „Það komu gagnrýnisraddir um að það ætti mögulega að fresta fundinum. Síðan auðvitað gerist það að Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram og taka ekki sæti á þingi. Þá finnst mér þetta nú orðið frekar augljóst í mínum huga, persónulega. Að vera með formann sem er að hætta, þá finnst mér að við eigum að halda áfram og klára.“ Þú myndir þá vilja halda þig við þessa dagsetningu og fundurinn væri þá eftir tæpa tvo mánuði? „Já.“ Tjáir sig ekki um formannsframboð Þórdís Kolbrún segist ekki ætla að tjá sig um það hvort hún hafi gert upp hug sinn um mögulegt formannsframboð. Hún hafi á undanförnum tveimur árum eða svo ítrekað sagst vera tilbúin til að taka við formannssætinu af Bjarna. Ekkert hafi breyst í þeim efnum. „En þetta er stór ákvörðun, það eru miklar breytingar í Sjálfstæðisflokknum, sem fylgja því að formaðurinn hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur og er hættur. Það er enginn stærri en flokkurinn, þar með talið formaðurinn. Þetta er vandasamt hlutverk og það er margt að hugsa um og ræða.“ Þurfi að hrista sig saman Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum, formaðurinn sem hefur setið næstlengst allra formanna er að hætta og flokkurinn hlaut sögulega lítið fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum, með tilheyrandi veru í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Hvernig þarf Sjálfstæðisflokkurinn, í þínum huga, að taka á þessari stöðu? „Við þurfum auðvitað bara að hrista okkur saman, tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgja því að þurfa ekki að gera málamiðlanir en öllu frelsi fylgir ábyrgð og líka því að vera í stjórnarandstöðu. Mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að vera ábyrgur flokkur í stjórnarandstöðu. Við lifum líka viðsjárverða tíma og ég held það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira