Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Ferðafélag Íslands og Páll Guðmundsson 15. janúar 2025 08:40 Mikilvægt er fyrir göngufólk sem stundar vetrarfjallamennsku að huga vel að öryggismálum. Myndabanki FÍ Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring og þar með vetrarfjallamennsku. Áður fyrr var það einkum björgunarsveitarfólk sem stundaði vetrarfjallamennsku en Ferðafélag Íslands og fleiri útivistarfélög og gönguklúbbar bjóða nú upp á dagskrá gönguferða yfir veturinn. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um öryggi á fjöllum. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands Mikilvægt er fyrir göngufólk sem stundar vetrarfjallamennsku að huga vel að öryggismálum og tryggja öryggi í ferðum eins og hægt er. Ferðafélag Íslands hefur í samvinnu við VÍS unnið áhættumat fyrir gönguleiðir og er þeirri vinnu haldið áfram. Áhættumat gönguleiða má finna á heimasíðu Ferðafélags Íslands, undir gönguleiðir. Helstu áhættur í vetrarferðum fyrir göngufólk eru þessar: Hætta á að hrasa – renna í hálku Hætta á að renna í fjalllendi í harðfæri – hálku Hætta á að hrapa fram af fjallsbrúnum / klettum Hætta á að villast Hætta á að lenda í óveðri Hætta á að verða blautur – kaldur verða fyrir ofkælingu – krókna Hætta á að falla í gegnum ís á vatni Hætta á að lenda í steinkasti /snjóflóði / aurskriðum Hætta á að verða sambandslaus Hætta á að lenda í vandræðum vegna þess að maður er vanbúinn / illa búinn Hætta á að vanmeta aðstæður / ofmeta sjálfan sig / verða uppgefinn Hætta á ofþornun og næringarleysi. Hætta á að komast ekki í skjól. Hér hafa verið nefndar aðstæður sem göngufólk getur lent í þegar vetrarferðir eru stundaðar. Þetta er ekki tæmandi listi yfir hættulegar aðstæður. Aðstæður í vetrarferðum eru yfirleitt mun meira krefjandi en að sumri, og það sama má segja um ferðir að hausti og vori. Harðfæri getur verið varhugavert í fjallaferðum.Myndabanki FÍ Góður undirbúningur grundvallaratriði Mikilvægt er að undirbúa sig vandlega fyrir hverja ferð og meðal annars: Afla upplýsinga um aðstæður á leiðinni, t.d. snjóalög, hálku, aurbleytu, vatnsföll eða annað og ekki fara í ferðina nema aðstæður séu viðráðanlegar. Fylgjast með veðurspá fyrir ferð – sé veðurspá slæm og gert ráð fyrir meira vindhraða en 16 metrum á sekúndu er rétt á fresta ferð eða breyta. Rétt er að hafa í huga að veður breytist hér á landi á örskammri stundu. Þá er veður til fjalla yfirleitt mun verra en í byggð. Athuga hvort snjóflóðahætta sé á viðkomandi leið og tryggja að þátttakendur eigi ekki á hættu að lenda í snjóflóði. Vanda leiðaval og forðast snjóflóðaaðstæður. Gott er að kanna spár á vedur.is Mikilvægt er að fara yfir búnað sem þarf til hverrar ferðar miðað við aðstæður og tryggja að allir séu rétt búnir. Ef farið er í ferð þar sem von getur verið á snjóflóðahættu er nauðsynlegt að hafa skóflu, snjóflóðastöng og snjóflóðaýli og þekkingu til að nota slíkan búnað. Áhættumat gönguleiða má finna á heimasíðu Ferðafélags Íslands, undir gönguleiðir.Myndabanki FÍ Fatnaður skiptir máli Nauðsynlegur búnaður í allar vetrarferðir eru: sokkar og nærfatnaður úr ull er eða gerviefnum, gott millilag t.d. flís eða stretch eða ull og góður hlífðarfatnaður, jakki og buxur, vind og vatnsheldur. Þá er nauðsynlegt að vera með húfu og vettlinga. Góðir gönguskór eru nauðsynlegir, helst háir, með góðri styrkingu yfir ökla og grófum botni. Legghlífar er oft gott að hafa. Gott ef hafa hálkubrodda til að varna því að renna og detta í hálku. Hálkubrodda á aðeins að nota þar sem ekki er hætta á að renna af stað því þeir duga skammt í brattari brekkum og krefjandi aðstæðum og veita þar falskt öryggi. Kunna þarf að fara með ísexir og brodda Ef leið liggur um jökla, brattlendi eða klettabelti er nauðsynlegt að hafa ísöxi og kunnáttu í að stoppa sig með henni ef fólk rennur að stað. Ísbrodda (jöklabrodda) þarf að nota ef aðstæður í brekkum eru þannig að hætta er á að renna af stað ef fólk dettur, brekkur eru með hörðum snjó eða ís, grjót eða klettar eru fyrir neðan. Ef farið er á ísbrodda þá þarf viðkomandi alltaf að hafa ísexi í hendi og kunna að nota hana. Fjallalínur og öryggisbelti getur þurft að nota á erfiðum gönguleiðum að vetrarlagi. Ef gengið er á jökla skal ávallt nota öryggisbelti, fjallalínur sem og hafa ísbrodda og ísexi til taks. Mikilvægt er að hafa gps tæki og kunnáttu til að vinna með tækið. Áttavita og kort þarf að hafa meðferðis og kunnáttu í notkun. Göngustafir eru góðir og veita stuðning í ákveðnum aðstæðum. Nauðsynlegt er að hafa hlaðinn gsm síma með í ferð. Aldrei skal vera einn á ferð í vetraraðstæðum. Láttu vita af ferðum þínum og áætlaða heimkomu. Gott er að nota safetravel.is Mikilvægt er að hafa bakpoka með auka hlífðarfatnaði t.d. sokkar, höfuðbuff, vettlingar. peysa eða dúnúlpa, sjúkrapoka, nestisbita vatn og heitt á brúsa. Gönguleið sem er auðveld eða meðalerfið að sumarlagi er oft erfið eða mjög erfið að vetarlagi og þarfnast búnaðar og kunnáttuMyndabanki FÍ Blaut föt og kuldi hættuleg blanda Gott er að kaldstarta sem kallað er, þ.e. vera ekki of mikið klæddur í upphafi og hafa frekar fatnað í bakpoka. Göngumaður er mjög fljótur að ganga sér til hita en um leið þarf að varast að svitna. Blaut föt og kuldi eru hættuleg göngumanni. Þess vegna er mikilvægt að vera í fatnaði sem andar eða tekur ekki í sig raka. Mikilvægt er að stoppa eftir 15 – 20 min. göngu og hagræða fatnaði eftir þörfum. Göngur og fjallaferðir að vetrarlagi eru í eðli sínu meira krefjandi vegna færis og veðurs. Skoða þarf veðurspár og huga að snjóalögum og aðstæðum. Mikilvægt er að lesa og fræðast um vetrargönguferðir og vetrarfjallamennsku og auka þannig þekkingu sína. Gönguleið sem er auðveld eða meðalerfið að sumarlagi er oft erfið eða mjög erfið að vetarlagi og þarfnast búnaðar og kunnáttu. Eins er gott að læra af reyndari fjallamönnum og byggja upp reynslu sína og þekkingu. Ferðafélag Íslands og fleiri aðilar bjóða upp á námskeið í vetrarfjallamennsku, og einnig t.d. snjóflóðanámskeið og námskeið í ísaxarbremsu og mörg fleiri sem fræðast má um á fi.is Höfundur er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fjallamennska Heilsa Jöklar á Íslandi Mest lesið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið Lífið Elín Hall í Vogue Tíska og hönnun Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Lífið Fleiri fréttir Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Sjá meira
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands Mikilvægt er fyrir göngufólk sem stundar vetrarfjallamennsku að huga vel að öryggismálum og tryggja öryggi í ferðum eins og hægt er. Ferðafélag Íslands hefur í samvinnu við VÍS unnið áhættumat fyrir gönguleiðir og er þeirri vinnu haldið áfram. Áhættumat gönguleiða má finna á heimasíðu Ferðafélags Íslands, undir gönguleiðir. Helstu áhættur í vetrarferðum fyrir göngufólk eru þessar: Hætta á að hrasa – renna í hálku Hætta á að renna í fjalllendi í harðfæri – hálku Hætta á að hrapa fram af fjallsbrúnum / klettum Hætta á að villast Hætta á að lenda í óveðri Hætta á að verða blautur – kaldur verða fyrir ofkælingu – krókna Hætta á að falla í gegnum ís á vatni Hætta á að lenda í steinkasti /snjóflóði / aurskriðum Hætta á að verða sambandslaus Hætta á að lenda í vandræðum vegna þess að maður er vanbúinn / illa búinn Hætta á að vanmeta aðstæður / ofmeta sjálfan sig / verða uppgefinn Hætta á ofþornun og næringarleysi. Hætta á að komast ekki í skjól. Hér hafa verið nefndar aðstæður sem göngufólk getur lent í þegar vetrarferðir eru stundaðar. Þetta er ekki tæmandi listi yfir hættulegar aðstæður. Aðstæður í vetrarferðum eru yfirleitt mun meira krefjandi en að sumri, og það sama má segja um ferðir að hausti og vori. Harðfæri getur verið varhugavert í fjallaferðum.Myndabanki FÍ Góður undirbúningur grundvallaratriði Mikilvægt er að undirbúa sig vandlega fyrir hverja ferð og meðal annars: Afla upplýsinga um aðstæður á leiðinni, t.d. snjóalög, hálku, aurbleytu, vatnsföll eða annað og ekki fara í ferðina nema aðstæður séu viðráðanlegar. Fylgjast með veðurspá fyrir ferð – sé veðurspá slæm og gert ráð fyrir meira vindhraða en 16 metrum á sekúndu er rétt á fresta ferð eða breyta. Rétt er að hafa í huga að veður breytist hér á landi á örskammri stundu. Þá er veður til fjalla yfirleitt mun verra en í byggð. Athuga hvort snjóflóðahætta sé á viðkomandi leið og tryggja að þátttakendur eigi ekki á hættu að lenda í snjóflóði. Vanda leiðaval og forðast snjóflóðaaðstæður. Gott er að kanna spár á vedur.is Mikilvægt er að fara yfir búnað sem þarf til hverrar ferðar miðað við aðstæður og tryggja að allir séu rétt búnir. Ef farið er í ferð þar sem von getur verið á snjóflóðahættu er nauðsynlegt að hafa skóflu, snjóflóðastöng og snjóflóðaýli og þekkingu til að nota slíkan búnað. Áhættumat gönguleiða má finna á heimasíðu Ferðafélags Íslands, undir gönguleiðir.Myndabanki FÍ Fatnaður skiptir máli Nauðsynlegur búnaður í allar vetrarferðir eru: sokkar og nærfatnaður úr ull er eða gerviefnum, gott millilag t.d. flís eða stretch eða ull og góður hlífðarfatnaður, jakki og buxur, vind og vatnsheldur. Þá er nauðsynlegt að vera með húfu og vettlinga. Góðir gönguskór eru nauðsynlegir, helst háir, með góðri styrkingu yfir ökla og grófum botni. Legghlífar er oft gott að hafa. Gott ef hafa hálkubrodda til að varna því að renna og detta í hálku. Hálkubrodda á aðeins að nota þar sem ekki er hætta á að renna af stað því þeir duga skammt í brattari brekkum og krefjandi aðstæðum og veita þar falskt öryggi. Kunna þarf að fara með ísexir og brodda Ef leið liggur um jökla, brattlendi eða klettabelti er nauðsynlegt að hafa ísöxi og kunnáttu í að stoppa sig með henni ef fólk rennur að stað. Ísbrodda (jöklabrodda) þarf að nota ef aðstæður í brekkum eru þannig að hætta er á að renna af stað ef fólk dettur, brekkur eru með hörðum snjó eða ís, grjót eða klettar eru fyrir neðan. Ef farið er á ísbrodda þá þarf viðkomandi alltaf að hafa ísexi í hendi og kunna að nota hana. Fjallalínur og öryggisbelti getur þurft að nota á erfiðum gönguleiðum að vetrarlagi. Ef gengið er á jökla skal ávallt nota öryggisbelti, fjallalínur sem og hafa ísbrodda og ísexi til taks. Mikilvægt er að hafa gps tæki og kunnáttu til að vinna með tækið. Áttavita og kort þarf að hafa meðferðis og kunnáttu í notkun. Göngustafir eru góðir og veita stuðning í ákveðnum aðstæðum. Nauðsynlegt er að hafa hlaðinn gsm síma með í ferð. Aldrei skal vera einn á ferð í vetraraðstæðum. Láttu vita af ferðum þínum og áætlaða heimkomu. Gott er að nota safetravel.is Mikilvægt er að hafa bakpoka með auka hlífðarfatnaði t.d. sokkar, höfuðbuff, vettlingar. peysa eða dúnúlpa, sjúkrapoka, nestisbita vatn og heitt á brúsa. Gönguleið sem er auðveld eða meðalerfið að sumarlagi er oft erfið eða mjög erfið að vetarlagi og þarfnast búnaðar og kunnáttuMyndabanki FÍ Blaut föt og kuldi hættuleg blanda Gott er að kaldstarta sem kallað er, þ.e. vera ekki of mikið klæddur í upphafi og hafa frekar fatnað í bakpoka. Göngumaður er mjög fljótur að ganga sér til hita en um leið þarf að varast að svitna. Blaut föt og kuldi eru hættuleg göngumanni. Þess vegna er mikilvægt að vera í fatnaði sem andar eða tekur ekki í sig raka. Mikilvægt er að stoppa eftir 15 – 20 min. göngu og hagræða fatnaði eftir þörfum. Göngur og fjallaferðir að vetrarlagi eru í eðli sínu meira krefjandi vegna færis og veðurs. Skoða þarf veðurspár og huga að snjóalögum og aðstæðum. Mikilvægt er að lesa og fræðast um vetrargönguferðir og vetrarfjallamennsku og auka þannig þekkingu sína. Gönguleið sem er auðveld eða meðalerfið að sumarlagi er oft erfið eða mjög erfið að vetarlagi og þarfnast búnaðar og kunnáttu. Eins er gott að læra af reyndari fjallamönnum og byggja upp reynslu sína og þekkingu. Ferðafélag Íslands og fleiri aðilar bjóða upp á námskeið í vetrarfjallamennsku, og einnig t.d. snjóflóðanámskeið og námskeið í ísaxarbremsu og mörg fleiri sem fræðast má um á fi.is Höfundur er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands
Hætta á að hrasa – renna í hálku Hætta á að renna í fjalllendi í harðfæri – hálku Hætta á að hrapa fram af fjallsbrúnum / klettum Hætta á að villast Hætta á að lenda í óveðri Hætta á að verða blautur – kaldur verða fyrir ofkælingu – krókna Hætta á að falla í gegnum ís á vatni Hætta á að lenda í steinkasti /snjóflóði / aurskriðum Hætta á að verða sambandslaus Hætta á að lenda í vandræðum vegna þess að maður er vanbúinn / illa búinn Hætta á að vanmeta aðstæður / ofmeta sjálfan sig / verða uppgefinn Hætta á ofþornun og næringarleysi. Hætta á að komast ekki í skjól.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fjallamennska Heilsa Jöklar á Íslandi Mest lesið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið Lífið Elín Hall í Vogue Tíska og hönnun Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Lífið Fleiri fréttir Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Sjá meira