Segir að Trump hefði verið sakfelldur Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 09:57 Jack Smith og Donald Trump. AP Jack Smith, fyrrverandi sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir teymi sitt hafi safnað nægum vísbendingum til að sakfella Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Ekki væri hins vegar hægt að rétta yfir Trump vegna kosningasigurs hans og væntanlegrar embættistöku. Einnig kom til greina að ákæra fleiri vegna þessara tilrauna Trumps og var til skoðunar að gera það þegar Trump vann kosningarnar í nóvember. Þetta kom fram í skýrslu sem Smith skrifaði um rannsókn sína og birt var í nótt. Þar segir Smith að sigur Trumps dragi ekki úr alvarleika glæpa hans, virði sönnunargagna rannsóknarinnar og gildi rannsóknarinnar sjálfrar. Reglur dómsmálaráðuneytisins segja ekki hægt að sækja sitjandi forseta til saka fyrir glæp og Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur þar að auki veitt forsetum umfangsmikla lagalega vernd. Smith hefur sagt upp störfum sínum hjá ráðuneytinu. Margar mótbárur Í skýrslu sinni gagnrýnir Smith Trump fyrir „fordæmalausar“ og „glæpsamlegar“ tilraunir hans til að snúa úrslitum kosninganna, meðal annars með ítrekuðum lygum um að svindlað hafi verið á honum og fyrir að ýta undir ofbeldi gegn pólitískum andstæðingum sínum milli kjördags og 6. janúar 2021. Þá ruddust stuðningsmenn hans inn í þinghús Bandaríkjanna í þeim tilgangi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna 2020. Smith segir Trump bera ábyrgð á árásinni. Sjá einnig: Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Þá segir Smith að við rannsóknina hafi verið rætt við fleiri en 250 manns og vitnisburður fenginn frá nærri því sextíu manns. Smith segir teymi sitt hafa þurft að standa gegn fjölmörgum mótbárum en lögmenn Trumps vörðu gífurlega miklu púðri í að hægja á öllum rannsóknum gegn Trump í þeirri von að hann yrði aftur forseti. Það bar árangur og virðist sem Trump verði frjáls allra mála. Segist saklaus og aðrir sekir, um eitthvað Trump tjáði sig um skýrsluna í nótt á Truth social, samfélagsmiðli hans, þar sem hann kallar Smith „sturlaðan“ og segir hann hafa verið rannsakað sig af pólitískum ástæðum fyrir Joe Biden, fráfarandi forseta, sem Trump kallar „spilltan“. Þá hélt Trump því fram að hann væri saklaus og hélt því fram að skýrsla sem sýndi fram á sakleysi hans og sekt Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta, og annarra, hefði verið eytt. Um hvað þau eiga að vera sek fylgdi ekki sögunni. Trump kallaði Smith heimskan saksóknara og sagði að honum hafi ekki tekist að koma málinu fyrir dómara fyrir kosningarnar, sem Trump hefði unnið. „KJÓSENDURNIR HAFA TALAÐ!!!“ Skjáskot af færslu Trumps á Truth social. Skrifaði einnig skýrslu um skjalamálið Smith ákærði Trump einnig vegna leynilegra skjala sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu í janúar 2021, sem hann átti samkvæmt lögum að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna. Sú ákæra byggði á njósnalögum Bandaríkjanna en málið var fellt niður á mjög umdeildan hátt af dómara í Flórída sem Trump skipaði í embætti á síðustu dögum síðustu forsetatíðar sinnar. Hún vísaði málinu þó frá og á þeim umdeilda grunni að Smith hefði ekki verið skipaður í embætti samkvæmt lögum, þrátt fyrir fjölmörg fordæmi áratugi aftur í tímann. Sjá einnig: Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Sá dómari, sem heitir Aileen Cannon, hefur meinað dómsmálaráðuneytinu að birta skýrslu Smiths í skjalamálinu. Samkvæmt henni má ekki birta skýrsluna opinberlega né afhenda hana þinginu. Sjá einnig: Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sigur Trumps í forsetakosningunum markaði svo í raun endalok á málaferlunum gegn honum, bæði vegna starfsreglna dómsmálaráðuneytisins um að ekki megi sækja sitjandi forseta til saka og sökum þess að hann getur bundið enda á rannsóknirnar sem forseti og skipað dómsmálaráðherra sem gengið getur úr skugga um að málaferlunum sé hætt. Óljóst er hvort að skýrslan í skjalamálinu svokallaða muni nokkurn tímann líta dagsins ljós. Það er meðal annars vegna þess að málaferli standa enn yfir gegn tveimur starfsmönnum Trumps sem voru einnig ákærðir í málinu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump ekki dæmdur í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá. 10. janúar 2025 15:08 Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Einnig kom til greina að ákæra fleiri vegna þessara tilrauna Trumps og var til skoðunar að gera það þegar Trump vann kosningarnar í nóvember. Þetta kom fram í skýrslu sem Smith skrifaði um rannsókn sína og birt var í nótt. Þar segir Smith að sigur Trumps dragi ekki úr alvarleika glæpa hans, virði sönnunargagna rannsóknarinnar og gildi rannsóknarinnar sjálfrar. Reglur dómsmálaráðuneytisins segja ekki hægt að sækja sitjandi forseta til saka fyrir glæp og Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur þar að auki veitt forsetum umfangsmikla lagalega vernd. Smith hefur sagt upp störfum sínum hjá ráðuneytinu. Margar mótbárur Í skýrslu sinni gagnrýnir Smith Trump fyrir „fordæmalausar“ og „glæpsamlegar“ tilraunir hans til að snúa úrslitum kosninganna, meðal annars með ítrekuðum lygum um að svindlað hafi verið á honum og fyrir að ýta undir ofbeldi gegn pólitískum andstæðingum sínum milli kjördags og 6. janúar 2021. Þá ruddust stuðningsmenn hans inn í þinghús Bandaríkjanna í þeim tilgangi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna 2020. Smith segir Trump bera ábyrgð á árásinni. Sjá einnig: Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Þá segir Smith að við rannsóknina hafi verið rætt við fleiri en 250 manns og vitnisburður fenginn frá nærri því sextíu manns. Smith segir teymi sitt hafa þurft að standa gegn fjölmörgum mótbárum en lögmenn Trumps vörðu gífurlega miklu púðri í að hægja á öllum rannsóknum gegn Trump í þeirri von að hann yrði aftur forseti. Það bar árangur og virðist sem Trump verði frjáls allra mála. Segist saklaus og aðrir sekir, um eitthvað Trump tjáði sig um skýrsluna í nótt á Truth social, samfélagsmiðli hans, þar sem hann kallar Smith „sturlaðan“ og segir hann hafa verið rannsakað sig af pólitískum ástæðum fyrir Joe Biden, fráfarandi forseta, sem Trump kallar „spilltan“. Þá hélt Trump því fram að hann væri saklaus og hélt því fram að skýrsla sem sýndi fram á sakleysi hans og sekt Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta, og annarra, hefði verið eytt. Um hvað þau eiga að vera sek fylgdi ekki sögunni. Trump kallaði Smith heimskan saksóknara og sagði að honum hafi ekki tekist að koma málinu fyrir dómara fyrir kosningarnar, sem Trump hefði unnið. „KJÓSENDURNIR HAFA TALAÐ!!!“ Skjáskot af færslu Trumps á Truth social. Skrifaði einnig skýrslu um skjalamálið Smith ákærði Trump einnig vegna leynilegra skjala sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu í janúar 2021, sem hann átti samkvæmt lögum að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna. Sú ákæra byggði á njósnalögum Bandaríkjanna en málið var fellt niður á mjög umdeildan hátt af dómara í Flórída sem Trump skipaði í embætti á síðustu dögum síðustu forsetatíðar sinnar. Hún vísaði málinu þó frá og á þeim umdeilda grunni að Smith hefði ekki verið skipaður í embætti samkvæmt lögum, þrátt fyrir fjölmörg fordæmi áratugi aftur í tímann. Sjá einnig: Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Sá dómari, sem heitir Aileen Cannon, hefur meinað dómsmálaráðuneytinu að birta skýrslu Smiths í skjalamálinu. Samkvæmt henni má ekki birta skýrsluna opinberlega né afhenda hana þinginu. Sjá einnig: Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sigur Trumps í forsetakosningunum markaði svo í raun endalok á málaferlunum gegn honum, bæði vegna starfsreglna dómsmálaráðuneytisins um að ekki megi sækja sitjandi forseta til saka og sökum þess að hann getur bundið enda á rannsóknirnar sem forseti og skipað dómsmálaráðherra sem gengið getur úr skugga um að málaferlunum sé hætt. Óljóst er hvort að skýrslan í skjalamálinu svokallaða muni nokkurn tímann líta dagsins ljós. Það er meðal annars vegna þess að málaferli standa enn yfir gegn tveimur starfsmönnum Trumps sem voru einnig ákærðir í málinu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump ekki dæmdur í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá. 10. janúar 2025 15:08 Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Trump ekki dæmdur í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá. 10. janúar 2025 15:08
Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34