Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar 14. janúar 2025 13:00 Mér verður oft hugsað til þeirra ára þegar tóbakið var hér allt um kring, reykjarmökkur mætti manni á ólíklegustu stöðum og þótti eðlilegt. Það var talinn dónaskapur og biðja um að rúður væru dregnar niður þótt kófið væri kæfandi inni í bílum. Allt hafði þetta afleiðingar. Banvænir sjúkdómar plöguðu fólk sem ýmist reykti eða eyddi löngum stundum í reykmettuðu umhverfi. Nú horfir vissulega til betri vegar og miklu færri eru ánetjaðir þessum afurðum. Í þessu tilviki hafði fræðslan áhrif þótt framleiðendur hafi veitt kraftmikið viðnám og haldið vörum sínum að neytendum með beinum og óbeinum auglýsingum. Hvað varð um tóbakið? Ég gerði það fyrir forvitnissakir að kanna hvað hefði eiginlega orðið um þessa tóbaksrisa sem á blómaskeiði sínu, menguðu öll mannamót. Þetta var jú gríðarlegur iðnaður og hagsmunirnir óskaplegir. Viti menn, þeir hafa fundið aðra tekjulind og ekki síður ábatasama: ,,Gerðu tóbaksframleiðendur okkur háð ruslfæði?” spyr greinarhöfundur á því virta viðskiptablaði Forbes. Já, þangað hafa þeir beint kröftum sínum. Þeir hafa keypt matvælafyrirtækin stóru. Vísindamenn sem starfa á þeirra vegum umbreyta hráefninu, spilla því með aukaefnum og hafa gert okkur ánetjuð öllu þessu sulli sem þeir setja í matinn okkar. Með klókustu markaðsmenn gera þeir óspillta gróskuna óspennandi, hið óunna og óspillta fær lítinn gaum. Samkvæmt greininni falla vestanhafs tæp 70% allra matvæla í flokk unninna matvara. Og tollurinn er hár í skertum lífsgæðum og mannslífum að því ógleymdu hversu illa sú vinnsla fer með sjálfa náttúruna. Svo er það annað sem einkennir þessa neysluvöru. Stór hluti þeirra matvæla sem hefur verið breytt með þessum hætti er hannaður með það í huga að fólk snæði í einrúmi, meðan það sýslar við eitthvað annað, til dæmis ekur í bíl eða situr við skjáinn. Það er svo önnur hlið á þeim skaða sem hinar unnu matvörur valda. Máltíð Matarvenjur skipta máli. Þær þjóðir sem njóta lengstrar meðalævi eiga það sameiginlegt að fólk gefur sér góðan tíma við að borða. Máltíðin er þá samfélag þar sem einstaklingar á öllum aldri setjast að snæðingi og deila sögum og reynslu hver með öðrum. Ýmis trúarbrögð gera þeirri iðju hátt undir höfði. Þegar höfundar Biblíunnar reyna til að mynda að koma orðum að „himnaríki“ nota þeir gjarnan líkingu að málsverði. Þar setjast kynslóðirnar saman og yfir öllu er hið ákjósanlega jafnvægi og sátt. Þar er hvorki hungur né einsemd. Hjá fyrstu söfnuðum kristinna manna var máltíðin kennd við kærleika (gr. agape) og hún var ómissandi þáttur í helgihaldinu. Fólk kom með mat að heiman og deildi með öðrum. Það bauð fátækum með og að sumra mati liggur þar skýringin á ótrúlegum vexti kristninnar á fyrstu öldum. Þessi helga stund var staðfesting á því að þau væru öll í sama liðinu ef svo má að orði komast. Altarisgangan, sem fer fram í messunni, á rætur að rekja til þessa borðsamfélags. Sama tóbakið Þegar kemur að grósku og náttúrulegum afurðum er ekki úr vegi að víkja að sjálfum aldingarðinum, þeim sem kallaður var Eden og sagt er frá á fyrstu blaðsíðum Biblíunnar. Sú helgisögn lýsir hinu ákjósanlega ástandi með vísan í garð, fullan af litum og lífi. Líf mannsins kann að vera á köflum þrautarganga en sennilega eigum við einhverja hugmynd um það hvernig lífið ætti að vera. Já það er þessi litríki garður. Svo túlkar Biblían það sem er brotið í tilverunni sem brottrekstur úr þessum fagra aldingarði. Maðurinn átti ekki þangað afturkvæmt þótt vitundin um hann blundaði í hugskotinu. Þar mætir okkur önnur vídd kristinnar trúar, nefnilega að því fer fjarri að allt stefni fram til hins betra. Nei, margt er það í veröldinni sem brýtur niður og skaðar. Sú afstaða birtist okkur með ýmsum hætti. Í þessu sambandi má hugleiða það hvernig hreinar afurðir komnar beint úr moldinni verða alltaf minni og minni hluti af þeim matvælum sem við neytum. Þar skortir næringuna, hvort heldur er til líkama eða samfélags. Já, hvað varð um tóbakið? Það er víst allt í kringum okkur. „Já, þetta er allt sama tóbakið“ eins og við segjum stundum! Við ættum að gefa þessu gaum. Reynsla kynslóðanna talar til okkar og sagan sýnir að við getum komið á breytingum ef viljinn er fyrir hendi. Höfundur er prestur í Neskirkju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Matur Skúli S. Ólafsson Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mér verður oft hugsað til þeirra ára þegar tóbakið var hér allt um kring, reykjarmökkur mætti manni á ólíklegustu stöðum og þótti eðlilegt. Það var talinn dónaskapur og biðja um að rúður væru dregnar niður þótt kófið væri kæfandi inni í bílum. Allt hafði þetta afleiðingar. Banvænir sjúkdómar plöguðu fólk sem ýmist reykti eða eyddi löngum stundum í reykmettuðu umhverfi. Nú horfir vissulega til betri vegar og miklu færri eru ánetjaðir þessum afurðum. Í þessu tilviki hafði fræðslan áhrif þótt framleiðendur hafi veitt kraftmikið viðnám og haldið vörum sínum að neytendum með beinum og óbeinum auglýsingum. Hvað varð um tóbakið? Ég gerði það fyrir forvitnissakir að kanna hvað hefði eiginlega orðið um þessa tóbaksrisa sem á blómaskeiði sínu, menguðu öll mannamót. Þetta var jú gríðarlegur iðnaður og hagsmunirnir óskaplegir. Viti menn, þeir hafa fundið aðra tekjulind og ekki síður ábatasama: ,,Gerðu tóbaksframleiðendur okkur háð ruslfæði?” spyr greinarhöfundur á því virta viðskiptablaði Forbes. Já, þangað hafa þeir beint kröftum sínum. Þeir hafa keypt matvælafyrirtækin stóru. Vísindamenn sem starfa á þeirra vegum umbreyta hráefninu, spilla því með aukaefnum og hafa gert okkur ánetjuð öllu þessu sulli sem þeir setja í matinn okkar. Með klókustu markaðsmenn gera þeir óspillta gróskuna óspennandi, hið óunna og óspillta fær lítinn gaum. Samkvæmt greininni falla vestanhafs tæp 70% allra matvæla í flokk unninna matvara. Og tollurinn er hár í skertum lífsgæðum og mannslífum að því ógleymdu hversu illa sú vinnsla fer með sjálfa náttúruna. Svo er það annað sem einkennir þessa neysluvöru. Stór hluti þeirra matvæla sem hefur verið breytt með þessum hætti er hannaður með það í huga að fólk snæði í einrúmi, meðan það sýslar við eitthvað annað, til dæmis ekur í bíl eða situr við skjáinn. Það er svo önnur hlið á þeim skaða sem hinar unnu matvörur valda. Máltíð Matarvenjur skipta máli. Þær þjóðir sem njóta lengstrar meðalævi eiga það sameiginlegt að fólk gefur sér góðan tíma við að borða. Máltíðin er þá samfélag þar sem einstaklingar á öllum aldri setjast að snæðingi og deila sögum og reynslu hver með öðrum. Ýmis trúarbrögð gera þeirri iðju hátt undir höfði. Þegar höfundar Biblíunnar reyna til að mynda að koma orðum að „himnaríki“ nota þeir gjarnan líkingu að málsverði. Þar setjast kynslóðirnar saman og yfir öllu er hið ákjósanlega jafnvægi og sátt. Þar er hvorki hungur né einsemd. Hjá fyrstu söfnuðum kristinna manna var máltíðin kennd við kærleika (gr. agape) og hún var ómissandi þáttur í helgihaldinu. Fólk kom með mat að heiman og deildi með öðrum. Það bauð fátækum með og að sumra mati liggur þar skýringin á ótrúlegum vexti kristninnar á fyrstu öldum. Þessi helga stund var staðfesting á því að þau væru öll í sama liðinu ef svo má að orði komast. Altarisgangan, sem fer fram í messunni, á rætur að rekja til þessa borðsamfélags. Sama tóbakið Þegar kemur að grósku og náttúrulegum afurðum er ekki úr vegi að víkja að sjálfum aldingarðinum, þeim sem kallaður var Eden og sagt er frá á fyrstu blaðsíðum Biblíunnar. Sú helgisögn lýsir hinu ákjósanlega ástandi með vísan í garð, fullan af litum og lífi. Líf mannsins kann að vera á köflum þrautarganga en sennilega eigum við einhverja hugmynd um það hvernig lífið ætti að vera. Já það er þessi litríki garður. Svo túlkar Biblían það sem er brotið í tilverunni sem brottrekstur úr þessum fagra aldingarði. Maðurinn átti ekki þangað afturkvæmt þótt vitundin um hann blundaði í hugskotinu. Þar mætir okkur önnur vídd kristinnar trúar, nefnilega að því fer fjarri að allt stefni fram til hins betra. Nei, margt er það í veröldinni sem brýtur niður og skaðar. Sú afstaða birtist okkur með ýmsum hætti. Í þessu sambandi má hugleiða það hvernig hreinar afurðir komnar beint úr moldinni verða alltaf minni og minni hluti af þeim matvælum sem við neytum. Þar skortir næringuna, hvort heldur er til líkama eða samfélags. Já, hvað varð um tóbakið? Það er víst allt í kringum okkur. „Já, þetta er allt sama tóbakið“ eins og við segjum stundum! Við ættum að gefa þessu gaum. Reynsla kynslóðanna talar til okkar og sagan sýnir að við getum komið á breytingum ef viljinn er fyrir hendi. Höfundur er prestur í Neskirkju
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun