Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2025 12:23 Atkvæðin sem umræðir voru ekki í eiginlegum kjörkassa heldur venjulegum pappakassa. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt. Fram kom í fréttum í gær að um 25 utankjörfundaratkvæði hafi dagað uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs og ekki ratað á réttan stað í tæka tíð fyrir alþingiskosningarnar í lok nóvember. Morgunblaðið greinir svo frá því í dag að kassi með utankjörfundaratkvæðum hafi borist yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi mörgum dögum eftir alþingiskosningar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, minnist þess ekki sjálfur að álíka uppákoma hafi átt sér stað áður í fyrri kosningum. Yfirkjörstjórn hafi ekki verið meðvituð um að kassin væri á leiðinni fyrr en hann loks barst. „Það bara virðist vera að þessi kassi hafi glatast í sendingu og kemur svo fram þarna til okkar, í okkar hendur 11. desember. Þetta er bara eins og hver önnur sending, þetta er bara venjulegur pappakassi sem að þetta er sent í og við hefðum sótt kassa á flugvöllinn, en hvers vegna við fengum hann ekki afhentan þegar við náðum í hann, það kann ég ekki skýringar á. Við höfum ekki farmbréf og ekki neitt þannig við höfum ekki haft tækifæri til að rekja þetta á nokkurn hátt,“ segir Gestur. Vitið þið hver sendandinn er? Var þetta að koma úr annarri kjördeild eða utan úr bæ? „Nei, ég veit að sendandinn er skráður landskjörstjórn, en sendandinn er trúlega sýslumaðurinn í Reykjavík,“ svarar Gestur. Ekki hægt að telja atkvæðin Hann telur ljóst að endurskoða þurfi ferla í ljósi uppákomunnar. „Ég tel fulla ástæðu til þess að skoða þetta ferli allt saman út frá þessu meðal annars, og öðrum hlutum framkvæmd utankjörfundaratkvæða og annað,“ segir Gestur. „Ég vona bara að menn dragi lærdóm af þessu og hugsi þessa verkferla upp á nýtt.“ Veistu hvað þetta eru mörg atkvæði sem voru í þessum kassa? „Nei, kjörskrár eru innsiglaðar og þangað til að endanlegur úrskurður liggur fyrir þá eru kjörskrár innsiglaðar. Þannig að það er ekkert hægt að vinna í þessu fyrr en við náum í kjörskrárnar aftur,“ svarar Gestur. Hann vill ekkert áætla um það heldur hve mörg atkvæði kunni að vera í kassanum. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Það eru bara aðrir sem tjá sig um það. Ég opnaði bara kassann og þegar ég sá hvað þetta var þá límdi ég hann bara aftur og innsiglaði hann,“ segir Gestur. Spurður hvort ekki séu stemmd af þau utankjörfundaratkvæði sem greidd hafa verið og þau atkvæði sem borist hafa yfirkjörstjórn, segir Gestur kosningalögin ekki gera ráð fyrir því. „Sýslumenn hafa utankjörfundaratkvæði á hendur sér en yfirkjörstjórnir hafa kjörfundaratkvæðin og þau eru náttúrlega stemmd af upp á hvert einasta atkvæði. En við höfum ekkert tæki í höndunum til þess að vita hve mörg utankjörfundaratkvæði hafa verið greidd og hvort þau skili sér. Það væri mjög mikil vinna og þyrfti þá að hugsa þá verkferla alveg upp á nýtt.“ Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að um 25 utankjörfundaratkvæði hafi dagað uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs og ekki ratað á réttan stað í tæka tíð fyrir alþingiskosningarnar í lok nóvember. Morgunblaðið greinir svo frá því í dag að kassi með utankjörfundaratkvæðum hafi borist yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi mörgum dögum eftir alþingiskosningar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, minnist þess ekki sjálfur að álíka uppákoma hafi átt sér stað áður í fyrri kosningum. Yfirkjörstjórn hafi ekki verið meðvituð um að kassin væri á leiðinni fyrr en hann loks barst. „Það bara virðist vera að þessi kassi hafi glatast í sendingu og kemur svo fram þarna til okkar, í okkar hendur 11. desember. Þetta er bara eins og hver önnur sending, þetta er bara venjulegur pappakassi sem að þetta er sent í og við hefðum sótt kassa á flugvöllinn, en hvers vegna við fengum hann ekki afhentan þegar við náðum í hann, það kann ég ekki skýringar á. Við höfum ekki farmbréf og ekki neitt þannig við höfum ekki haft tækifæri til að rekja þetta á nokkurn hátt,“ segir Gestur. Vitið þið hver sendandinn er? Var þetta að koma úr annarri kjördeild eða utan úr bæ? „Nei, ég veit að sendandinn er skráður landskjörstjórn, en sendandinn er trúlega sýslumaðurinn í Reykjavík,“ svarar Gestur. Ekki hægt að telja atkvæðin Hann telur ljóst að endurskoða þurfi ferla í ljósi uppákomunnar. „Ég tel fulla ástæðu til þess að skoða þetta ferli allt saman út frá þessu meðal annars, og öðrum hlutum framkvæmd utankjörfundaratkvæða og annað,“ segir Gestur. „Ég vona bara að menn dragi lærdóm af þessu og hugsi þessa verkferla upp á nýtt.“ Veistu hvað þetta eru mörg atkvæði sem voru í þessum kassa? „Nei, kjörskrár eru innsiglaðar og þangað til að endanlegur úrskurður liggur fyrir þá eru kjörskrár innsiglaðar. Þannig að það er ekkert hægt að vinna í þessu fyrr en við náum í kjörskrárnar aftur,“ svarar Gestur. Hann vill ekkert áætla um það heldur hve mörg atkvæði kunni að vera í kassanum. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Það eru bara aðrir sem tjá sig um það. Ég opnaði bara kassann og þegar ég sá hvað þetta var þá límdi ég hann bara aftur og innsiglaði hann,“ segir Gestur. Spurður hvort ekki séu stemmd af þau utankjörfundaratkvæði sem greidd hafa verið og þau atkvæði sem borist hafa yfirkjörstjórn, segir Gestur kosningalögin ekki gera ráð fyrir því. „Sýslumenn hafa utankjörfundaratkvæði á hendur sér en yfirkjörstjórnir hafa kjörfundaratkvæðin og þau eru náttúrlega stemmd af upp á hvert einasta atkvæði. En við höfum ekkert tæki í höndunum til þess að vita hve mörg utankjörfundaratkvæði hafa verið greidd og hvort þau skili sér. Það væri mjög mikil vinna og þyrfti þá að hugsa þá verkferla alveg upp á nýtt.“
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira