Enski boltinn

Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ef vel er að gáð má hér sjá Sir Alex Ferguson og Luke Littler.
Ef vel er að gáð má hér sjá Sir Alex Ferguson og Luke Littler. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Manchester United aðdáandinn og heimsmeistarinn í pílu Luke Littler skildi hvorki upp né niður þegar hann hitti hinn goðsagnakennda Sir Alex Ferguson.

Táningurinn Littler varð á dögunum heimsmeistari í pílu eftir að komast í úrslit í annað sinn á tveimur árum. Hann er gríðarlegu aðdáandi enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United og fékk meðal annars að vera með heimsmeistarabikarinn á Old Trafford, heimavöll félagsins.

Þá hunsaði hann óvart David Beckham, einn frægasta leikmann í sögu Man United. Það sama var ekki upp á teningnum þegar hann hitti Sir Alex Ferguson, þjálfarann sem gerði Rauðu djöflana að einu besta liði sögunnar.

Hinn enski Littler greindi frá þessu í spjallþættinum A League of Their Own. Romesh Ranganathan, þáttastjórnandi og grínisti, spurði Littler út í það þegar hann hitti Skotann magnaða sem er nú orðinn 83 ára gamall.

Man United hefur átt erfitt uppdráttar síðan Sir Alex ákvað að kalla þetta gott og hætta í þjálfun.James Gill/Getty Images

Aðspurður hvað Sir Alex hefði sagt þá svaraði Littler: „Ef ég á að vera hreinskilinn þá skildi ég hann varla.“

„Fyndinn brandari ef þú ert frá Skotlandi en ekki ef þú ert frá Indlandi,“ sagði Romesh strax í kjölfarið.

Littler er ekki einn um það að eiga erfitt með að skilja skoskan hreim Ferguson en margur fyrrum leikmaður Man United hefur sagt að hreimurinn hafi gert þeim erfitt fyrir. Ferguson virðist þó hafa komið skilaboðum sínum til skila þar sem félagið vann hvern titilinn á fætur öðrum hér á árum áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×